Leita í fréttum mbl.is

Aukin menntun og hvað svo?

Ég velti fyrir mér hverju lengra nám skilar í kennaramenntuninni. Í dag er mín tilfinning sú að stór hluti háskólanema er undir miklu álagi af vinnu og rekstri heimilis og fjölskyldu, námið verður fyrir vikið sterilt, þ.e.a.s. skóli, próf, starfsréttindi! Hugsunin nær ekki lengra en að drífa það af, ljúka ákveðnu verki til að geta farið út á vinnumarkaðinn og sjá fyrir fjölskyldunni!

Með aukinni menntun er krafist hærri launa, ég er hrædd um að þessar kröfur um aukna menntun skili sér hvorki í faglegra fólki né betri launum. Það er ákveðin þvingun í þessari auknu menntun sem ætti að snúast um val fyrir kennara hvort þeir taki meistararéttindi í kennslu eða einhverju öðru. Mín skoðun er sú og hefur verið lengi að innan kennarastéttarinnar er alltof einsleitur hópur, kennarastéttin þarf að blandast hópum fólks með aðra menntun innan skólanna.

Í skólanum fer mikið umönnunarstarf fram og í raun alltof mikill tími sem fer í það hjá kennurum. Þetta ummönnunarstarf heldur ekki áfram upp í framhaldsskólanna og háskólanna eins og það ætti að vera. Það er ekki nóg að hafa skóla án aðgreiningar í grunninn og svo ekkert gert með það þegar á efri stigin er komið. Við tölum um umburðarlyndi gagnvart börnum en gleymum svo umburðarlyndinu við fullorðna.

Ég gæti s.s. talað endalaust um þessi mál  - en ég er farin að njóta veðurs og svo til RVK í grill!

Skjáumst!


mbl.is Próf standa alltaf fyrir sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Er sammála þér Edda, það fer kannski ekki eftir því hvort kennarar er sprenglærðir, hvað þeir ná vel til nemendanna. Þar eru aðrir hlutir sem koma til. Og umönnun og aðstoð þarf að halda áfram í framhaldsskólum. Það er eins og allt sé komið í strand með þau mál er í framhaldsskólana er komið. Úrræðaleysi við unglinga sem þurfa á hjálp að halda er með ólíkindum. Þekki vel til um þau mál og get orðið svo reið og sár er þau bera á góm og svo er sagt að allir eigi að njóta sömu réttinda til náms. Margir flosna upp úr námi af þeim sökum og lenda oft í vondum málum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.6.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil.

Njóttu veðurs og matar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta hlýtur að vera upphaf að stórbættum launum kennara. - Höfum við ekki gengið til góðs, götuna fram eftir ....!  - Er þetta ekki stórkostlegt framfaraspor Edda? - Ég get ekki skilið þetta örðuvísi. - Viljum við ekki allt það besta fyrir börnin okkar, og er þetta ekki viðurkenning á þeirri kröfu.  - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Takk fyrir ykkar innlegg stelpur.

Ólöf - Það var athyglisverð ráðstefna í Kennó um daginn um brottfall nemenda á framhaldskóla stigi sem er alltof mikið!

 Guðrún Lilja - Miðað við það streð sem kennarastéttin hefur háð í tugi ára um launabaráttu og í rauninni ekkert gengið, er ég mjög efins um að þetta lagist. Ég get ekki betur séð en þetta nám sé hrein og bein ávísun á kennslu í framhaldsskólanna eða jafnvel háskólanna!

Í dag er það þannig að ef þú masterar að þá fer fólk í vinnu annars staðar eins og í framhaldsskólanna eða háskólanna og eða í stjórnunarstarf. Ef ég væri t.d. að taka meistaranám núna myndi mér ekki detta í hug að vera lengur inni í grunnskólanum! ´Það eru allsstaðar hærri laun á framhaldsskólastigunum og þangað til fyrir stuttu vorum við langt á eftir öðrum uppeldisstéttum.

Það má ekki skilja mig þannig að ég sé á móti aukinni menntun, en miðað við vinnuna og álagið + kostnaðinn sem er samfarandi námi og margra ára ef ekki öll æfin í endurgreiðslur á námslánum, þá er ég ekki að sjá framfarir í þessu á annan hátt en þann að nú er hægt að flagga prófi á þjóðarvísu!

Málið er nefnilega það að símenntun er ábyggilega hvergi meiri en innan kennarastéttarinnar. Þar er kennurum gert skylt að fara á námskeið.

Auðvitað vona ég að þetta gangi eftir - en það eru efasmdir í mér!

Og svona eitt í lokin til gamans að hugsa um, kennarar hér á Akranesi sem starfað hafa við Grunnskólanna og hafa síðan fengið vinnu við Fjölbrautaskólann bæði tímabundið og fast, vilja í fyrsta lagi alls ekki snúa til baka í Grunnskólann og í öðru lagi lýsa þeir aðkomunni og aðstöðunni eins þeir séu komnir á hvíldarheimili og á miklu hærri launum!

Þarf ekki að byrja annars staðar á bótum fyrst í skólakerfinu?

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Svo sammála þér. Hef einmitt verið að velta þessu máli mikið fyrir mér. Það virðist nefnilega vera þannig að aukin menntun kennara (og annara) skili sér alls ekki inn í skólana. Hver orsökin veit ég ekki, en kannski má spyrja að því hvort vinnuaðstaða kennara og starfsfólks í skólum sé nægilega aðlaðandi fyrir fólk sem hefur eytt heimiklum tíma og peningum í að mennta sig.  

Ég segi nú bara eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni. ,,Égernúbúinað vera kennari í töttögu og tvö ár " og mér finnst frekar að við ættum að fara þá leið sem þú stingur upp þ.e. að byrja á bótum á skólakerfinu  - og þá er ég frekar að tala um laun starfsfólks og skipulagningu á námi (s.s. fjölda nem. í bekk, námsframboð, áherslur á list og verkgreinar osfrv.), heldur en aukna kennaramenntun ( þ.e. lenging kennaranámsins í 5 ár) - fólk verður nefnilega að athuga það að kennari sem vinnur við kennslu er raun í stöðugri endurmenntun.

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:57

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Algjörlega sammála þér - eigum við ekki stofna hóp kennara sem hafa eitthvað um þetta að segja?

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:11

7 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Það er hugmynd.

Þekki eina góða kenslukvinnu sem sagði eitt sinn í gamni/alvöru hvort við ættum ekki að sækja um að vera móðurskóli sem sérhæfði sig í hefðbundnu skólastarfi -...það er kannski ekki orðin vanþörf á Ef vel og fagmannlega er unnið, getur "hefðbundið " skólastarf verið mjög gefandi og gott...ekki satt?

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband