Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Skaftholt?

Fallegt er það, nú kemur Bjarkarlundur og Sigurrósargarður. Þetta eru engin smá nöfn á trjálundinum. Vonandi fær það að dafna og vera í friði eða þá að einhver taki að sér að hugsa um lundinn.

Einn lundur sem ég þekki til og er kenndur við Vigdísi Finnbogadóttur, merktur fallega og gengið inn í lundinn milli hárra trjáa og búið að snyrta og lagfæra aðgengi með möl og gullfallegum trjáplankahellum ásamt gulli slegnum skildi með nafninu Vigdísarlundur.

Nú er skiltið horfið, mölin vaxin grasi og öðrum gróðri, tréplankarnir sokknir í gróðri og hríslurnar sem sumar eru orðnar að trjám í dag, dóu margar hverjar af illri umhirðu.

Vonandi fer ekki svona fyrir Bjarkarlundi og Sigurrósargarði. 


mbl.is 1.000 bjarkir fyrir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvar er þessi Vidísarlundur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Á Akranesi mín kæra!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En ég held að það séu nú fleiri en einn og fleiri en tveir staðir í trjárækt kenndir við Vigdísi!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 11:00

4 identicon

Sorglegt að heyra um svona hirðuleysi. Vigdís á betra skilið. En mér finnst nöfnin Bjarkarlundur og Sigurrósargarður alveg sérdeilis falleg

Knús á þig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er satt Anna!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ókí, kíki á hann næst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frábær hugmynd, en er ekki Bjarkarlundur til fyrir vestan, eða er það Bjarkalundur?  Veit ekki vel, en það þarf að hugsa vel um skóga og lundi, sérstaklega fyrstu árin.  Hér er vindasamt og jarðvegur getur orðið óskaplega þurr og ef ekki er nægur raki og sól, þá fá plönurnar ekki næga næringu.(segir líffræðingurinn)

Það á að sýna Vigdísi meiri sóma en svo að lundurinn sem við hana er kenndur nái að blómstra vel inn í framtiðina.  Það væri ekki úr vegi að umhverfisráðherrann okkar sýndi þessu máli áhuga.,  Mér finnst hún þurfa ........................................  segi ekki meir. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:36

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Seinni málsgrein er ekki nógu góð, getur auðveldlega misskilist,   Bið fólk að afsaka, ég á auðvitað við að Vigdísi sé sýndur meiri sómi en svo að lundirinn hennar þorni upp og drepist.

Brettum upp ermar, stofnum klúpp sem lætur sig lundinn varða.

 Býð mig fram.  Edda þú gætir veitt klúbbnum forystu, 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er alveg ferlegt að það skuli ekki hafa verið einhverjir aðrir sem settir voru í að hugsa um þetta en bærinn sjálfur!

Þessi lundur var gróðursettur á einhverju afmæli Akraness 1992 eða 3!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:31

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

50 ára afmæli Akraness 1992 !

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband