Færsluflokkur: Bloggar
16.6.2008 | 17:57
...og allir komu þeir aftur og engin þeirra dó...
... af ánægju út af einum hver einasti bangsi hló!
Vaá allt svo spennandi - hvernig skildi vaktin verða í nótt? Er ekki hægt að svæfa dýrið í nótt? Vonandi er einhver að taka heimildarmyndir!
Hugsið ykkur bara 300 metra frá íbúðarhúsinu. Hjúkket!
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.6.2008 | 01:52
Gói og Jói!
Þetta voru óborganlegir drengir. Sjaldan skemmt mér eins vel. Þeir eru snillar og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni! Það sem hann Gói var sætur í kvenmannsgervinu - hann á svo sem ekki langt að sækja það, pabbi hans var laglegur strákur og langan hans hún Rannveig var gullfalleg kona!
Gangi ykkur vel á framabrautinni drengir!
Grímuhátíðin áfallalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 18:37
Gróðurinn í garðinum og í náttúrunni!
Ég hef ekki keypt mér nein sumarblóm ennþá. Ég reyni að njóta þeirra fáu fjölærra sem ég hef í garðinum sem eru; íslenskur valmúi í gulu og appelsínurauðu, burnirót, randagras úr Skagafirði frá vinum mínum Bryndísi og Ingvari, risaburkna og svo eru tvær til þrjár í viðbót sem ég þekki ekki nafnið á.
Í dag fór ég út í gróðurhús og keypti skriðsóp sem blómstrar gulu og vikur í tvo potta sem ég keypti um daginn í Ikea - en ég keypti Himalajaeinir í Blómavali og svo á ég bergfléttur frá því í vor sem ég set í potta á stéttinni.
Þegar ég keypti húsið fyrir nokkrum árum var garðurinn svo mikið eitraður að það kom ekkert mikið upp úr moldinni, það tekur þrjú ár að jafna sig og nú er þetta loks að verða náttúrulegt og upp koma einhverjar fjölærar sem ég veit ekki hvað heitir allt saman.
Annars er garðurinn fullur af trjám, birki, brekkuvíði, öspum, hansarós (sjálfsagt ekki tré) og einhverjum toppi.
Myndin hér að ofan er af fyrsta tréinu eða blöðum og berjum sem ég kynntist, því þau voru í bakgarðinum hjá langafa mínum þegar ég var lítil, það er auðvitað íslenski Reynirinn.
Dagur hinna villtu blóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.6.2008 | 13:16
Aukin menntun og hvað svo?
Ég velti fyrir mér hverju lengra nám skilar í kennaramenntuninni. Í dag er mín tilfinning sú að stór hluti háskólanema er undir miklu álagi af vinnu og rekstri heimilis og fjölskyldu, námið verður fyrir vikið sterilt, þ.e.a.s. skóli, próf, starfsréttindi! Hugsunin nær ekki lengra en að drífa það af, ljúka ákveðnu verki til að geta farið út á vinnumarkaðinn og sjá fyrir fjölskyldunni!
Með aukinni menntun er krafist hærri launa, ég er hrædd um að þessar kröfur um aukna menntun skili sér hvorki í faglegra fólki né betri launum. Það er ákveðin þvingun í þessari auknu menntun sem ætti að snúast um val fyrir kennara hvort þeir taki meistararéttindi í kennslu eða einhverju öðru. Mín skoðun er sú og hefur verið lengi að innan kennarastéttarinnar er alltof einsleitur hópur, kennarastéttin þarf að blandast hópum fólks með aðra menntun innan skólanna.
Í skólanum fer mikið umönnunarstarf fram og í raun alltof mikill tími sem fer í það hjá kennurum. Þetta ummönnunarstarf heldur ekki áfram upp í framhaldsskólanna og háskólanna eins og það ætti að vera. Það er ekki nóg að hafa skóla án aðgreiningar í grunninn og svo ekkert gert með það þegar á efri stigin er komið. Við tölum um umburðarlyndi gagnvart börnum en gleymum svo umburðarlyndinu við fullorðna.
Ég gæti s.s. talað endalaust um þessi mál - en ég er farin að njóta veðurs og svo til RVK í grill!
Skjáumst!
Próf standa alltaf fyrir sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.6.2008 | 21:07
Svanavatnið var dásamlegt hjá Hollendingunum!
Þetta var sko æði!
Engin smá leikur - þetta var eins og að horfa á Svanavatnið!
Sáuð þið hvað þeir dönsuðu flott?
Enda ekki skrýtið - þetta lið er þjálfað með hugleiðslu og greinilega mikilli fjölskyldumeðvitund!
Það væri gaman að sauma út sporin þeirra á vellinum eða bara mála þau á striga!
Holland vann Frakkland, 4:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.6.2008 | 00:25
Ekki borgunarmenn vegna skaðabóta.
Þegar menn eru dæmdir í skaðabótagreiðslur eru þeir í flestum tilfellum ekki borgunarmenn fyrir því.
Þetta er ótrúlega mikið notað í okkar dómskerfi þrátt fyrir að vitað er að þeir geti aldrei greitt þetta og ekki bætir úr að ef á að rukka ríkissjóð um greiðslu þá getur það kostað fórnarlambið allt að 6 - 7 sinnum meira.
Er ekki betra að þyngja refsinguna á annan hátt?
Dæmdur fyrir að áreita stúlkur í sundlaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.6.2008 | 11:59
Hver er tilgangurinn?
Ég spyr sjálfa mig hver tilgangurinn er með þessum heimildum um líkamsbyggingu fyrrverandi forseta BNA - þetta kemur út eins og hann sé látinn!
Þetta er svona eins og tveir karlmenn (sem ég hef einhverntíma í fyrndinni komið nálægt) tækju sig til og skrifuðu eða fjölluðu um líkamsbyggingu mína í heimildarmynd!
Þetta er kannski hugmynd fyrir alla þá sem eru atvinnulausir og eru að verða það í kreppunni að gefa út líkamslýsingar fyrrverandi maka og þeirra sem þau hafa slegið sér upp með eða sofið hjá?
Aldrei að vita - það er svo ótrúlega margt sem selst.
Kannski hægt að selja Kára þetta!
Prófið bara.
ps. annars karlinn er flottur!
sama
Kynnin við Clinton gleymast ei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2008 | 03:45
Fer þessu ekki að linna?
Nú finnst mér komið nóg! Eigum við að leggjast á bæn til að biðja máttarvöldin að stoppa? Ég get ímyndað mér að fólk á þessum slóðum sé orðið þreytt, stanslausir skjálftar og krafturinn hefur aukist.
Fólk úti í heimi hefur hætt við að koma til Íslands vegna skjálftanna en Íslendingar reyna að umgangast þetta eins og það hafi ekkert gerst! (mín tilfinning)
Afhverju eru ekki fleiri að aðstoða fólk á þessu svæði þótt ekki væri nema að tala saman um það á blogginu - ég er handviss um að það er mikil hjálp í því fyrir fólk á þessum slóðum.
Koma með allt upp á yfirborðið - skemmdir á fólki og mannvirkjum er enn að koma í ljós og reyndar aftan að fólki.
Hjálpumst að og styðjum við bakið á fólki á skjálftasvæðinu.
Skjálftavirni að aukast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.6.2008 | 23:52
Manneskja í skrímslalíki?
Ótrúlegt - skiptir engu máli hvort þú ert menntaður eða ómenntaður, geðveiki sækir jafnt á alla, en er þetta geðveiki?
Siðblinda er persónuleikaröskun. Flokkast kynferðisbrot gegn börnum innan siðblindu ? Þetta er ofbeldi og brýtur gegn allri blygðunarsemi manneskjunnar og einhvernvegin finnst mér þetta nálgast geðveiki í verstu mynd eða skrímsli!
9 kærur vegna kynferðisbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.6.2008 | 00:00
Obama búin að fá sætið til foretaframboðs Demókrata - Olíhreinsistöð í Arnarfirði? Nei takk!
Þá er allt búið í BNA og Obama búin að tryggja sér sætið til forsetakjörs. Nú bíð ég spennt eftir að sjá hvað Hillary gerir.
Nú er það olíuhreinsistöðin í Arnarfirði sem er næsta baráttumál náttúruverndarsinna og andstæðinga stóriðju.
Heiða hefur bloggað lítillega um þetta og hafist handa um að fólk sæki um inngöngu í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða. Skoðið bloggið hennar og skráið ykkur í samtökin.
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/558792/#comments
Lára Hanna bendir á færslur frá þessum bloggara: http://ingibjorgelsa.blog.is/blog/ingibjorgelsa/entry/542801/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen