Færsluflokkur: Bloggar
17.8.2008 | 10:31
26,2% styðja nýjan meirihluta
Þá vitum við það.
Vonandi að Hanna Birna hafi rétt fyrir sér að hún geti snúið þessu við. Við erum hvort sem er svo fljót að gleyma.
Óskar hlýtur að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, það er ekki að sjá að það sé neitt bakland að hans hálfu, jú bíddu aðeins, Ásrún Kristjánsdóttir ætlar að koma aftur held ég og halda honum á floti!
Svo verða það náttla hinir og þessir sem eru tilbúnir að hlaupa í allt fyrir nýja brunaliðið,. Tjarnarkvartettinn gat þó sungið en Brunaliðið öskrar.
Bruninn er líka mikill.
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.8.2008 | 20:29
Nú er mér nóg boðið
Forstjóri Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson telur Héraðsdóm Norðurlands senda hörmuleg skilaboð út í samfélagið en Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur er sammála dómnum á þeim forsendum að íslensku lögin séu loðin þrátt fyrir að dómurinn sé á skjön við mannréttindasamninga og samþykktir Evrópuráðsins.
"Foreldrar þurfa að hafa ákveðið svigrúm, segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir sem nýverið skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands. Bar ritgerðin heitið Líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hildigunnur er sammála niðurstöðu héraðsdóms og segir íslensk lagaákvæði óskýr. Í Svíþjóð eru miklu afdráttarlausara lagaákvæði. Þar bara má ekki leggja hendur á börn, það má ekki refsa þeim líkamlega. útskýrir Hildigunnur."
Þurfa foreldrar að hafa svigrúm til lemja börnin sín?
Hvað í fjandanum er þetta með Íslendininga og barsmíðar?
Hvar á eiginlega að byrja ef ekki stopp á líkamsmeiðingar á börnum?
Ég veit að foreldrar margir hverjir lömdu börn sín þegar ég var að vaxa úr grasi og mín kynslóð líka, en örugglega í minna mæli. En nú þarf að fara taka til á hinu háa Alþingi og kippa þessu í liðinn,
BANNAÐ AÐ LEGGJA HENDUR Á BÖRN
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.8.2008 | 12:19
Þetta endar með prófi úr Lögregluskólanum
Kennarar fá að bera byssur í bænum Harrold í Texas þegar skólinn byrjar núna.
En það sem er skrýtnast að ég finn ekki fleiri en 268 íbúa í Harrold
http://www.fizber.com/sale-by-owner-home-services/texas-city-harrold-profile.html
Hvað ætli þetta séu þá margir kennarar með byssur?
Kennarar fá að bera byssur í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.8.2008 | 19:37
Taugaþroskaröskun ADHD Athyglisbrestur og ofvirkni
Flengingar þóttu kannski ekki mikið tiltökumál hér áður fyrr, án þess að ég viti hvernig fólk almennt bar sig að við flengingar á börnum. En þegar flengingar/rasskellingar eru orðnar þannig að það þarf að bera olíu á rass barna, 4 ára og 6 ára eftir athæfið, þá getur það tæplega kallast refsing nú til dags eða hvað?
En þessi mbl. frétt minnti mig líka á það að áður fyrr var talað meir um óþekkt í börnum, sem sífellt var verið að skamma og refsa fyrir ekki neitt að þeirra upplifun. Fullorðið fólk víðsvegar hefur sterkar skoðanir á atferlum barna og eiga vont með að skilja að það sem var kallað m.a. óþekkt, mikill fyrir sér, óltátabelgur og villingur voru börn sem áttu við verulega taugaþroskaröskun.
Ég er búin að sitja á námskeiði í allan dag um Athyglisbrest og þótt ég sé búin að vera á ýmsum fyrirlestrum og lesa mig til um Athyglisbrest er alltaf eitthvað nýtt að koma fram bæði með rannsóknum og eins líka það sem hefur farið fram hjá mér.
Vissir þú að ADHD hamlar framkvæmdagetu og hindrar barn oft í haga sér í samræmi við þekkingu?
Vissir þú að 3 strákar á móti hverri einni stelpu er með ADHD?
Vissir þú að Foreldrar barna með ADHD eru oft með það sjálf?
Vissir þú að börn með ADHD eru seinni í þroska sérstaklega þegar þau eru komin á miðstigs- og unglingastigs aldur?
Mér varð eiginlega fyrst hugsað um taugaþroskaröskun (ADHD) þegar ég las þessa frétt um manninn sem rasskellir drengina og konuna líka. En að sögn fréttarinnar var rasskelling á konunni með leðurbelti með hennar samþykki í kynlífsleik. Héraðsdómur Norðurlands hefur sýknað manninn af ákæruum um líkamsárás og brot á barnaverndarlögum!
Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar.
Ríkisstjórn Íslands skrifaði undir í morgun.
SEGJUM NEI VIÐ OFBELDI
Skrifið ykkur inn á undirskriftalista inn á Unifem og segið NEI við ofbeldi á konum í heiminum.
"Mansal, kynferðisleg áreitni, limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. sagði Regína Bjarnadóttir stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi."
Tekið úr frétt á mbl.is
Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.
Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
13.8.2008 | 15:39
Óttinn nálgast
Hugsið ykkur að skuli strax vera komið og kinnarnar bitnar á nóttunni. Samt er þetta búið að ganga svo vel í sumar, engin kinnabit á nóttunni og enn er sumarið eins og á Spáni.
Þá er best að njóta þess í botna áður en kinnar okkar eru bitnar og hlaupa upp með til heyrandi blettum, áblástri, útbrotum og ofnæmi. Nætur frostið er samt ekki svo mikið ennþá en þetta er byrjunin og náði sér á strik á þremur til fjórum stöðum undanfarnar tvær nætur.
Kuldaboli Kuldaboli
ekki koma alveg strax...
Getur svo ekki einhver botnað þennan leir eða búið til nýtt um BOLA?
Þetta hér fyrir ofan bað ég um í dag og nú eru elskulegir bloggvinir mínir búnir að koma með skáldskapinn sinn sem er frábær.
Brattur sem heitir reyndar Gísli skrifar oft eða eiginlega alltaf skondna pistla um orð og orðnotkun ásamt örsögugerð og ljóð.
Frá Önnu Ólafsdóttur hef ég ekki séð neitt áður í bundnu formi en kemur mér samt ekki á óvart.
Anna Þóra Jónsdóttir er ljóðskáld og kennari og hefur hún birt mörg ljóða sinna á síðu sinni sem eru að mínu mati góð.
Anna Einarsdóttir er komin líka inn. Hún bloggar oft um gátur og svo er hún hrekkjusvín!
Takk fyrir þátttökuna kæru vinir.
Brattur, 13.8.2008 kl. 18:08
Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma alveg strax
Húðin mjúk sem barnsrass þolir
eina mínus gráðu max!
Knús og kveðja á Skagann
Anna Ólafsdóttir (anno), 13.8.2008 kl. 20:29
Piffff...er það nú rímorð til að vinna með......finnst botninn hennar nöfnu hér að ofan alveg brilliant og Brattur er einnig flottur. Ætla samt að reyna.........bara til að vera með.
Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma strax.
Kuldaþolna ullarboli
þarf þá til undirlags.
Anna Þóra Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:23
Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma strax
Fyndið ef að Óli foli
fengi tagl og fax.
(Af því að Ólafur var á forsíðu Séð og heyrt kallaður foli á lausu).
Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:46
Finnst ykkur ekki magnað að það eru þrjár Önnur hérna inni með skáldskap!
Skoðið svo heimasíður þessara bloggvina minna.
Frostið bítur kinnar á nóttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.8.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.8.2008 | 10:50
Ekki undarlegt
Það eina sem hægt er að gera í þessum óstarfhæfa meirihluta er að koma sér út úr honum. Því í ósköpunum er hann að hafa fyrir því að koma heim á borgarstjórnarfundi?
Hvar er varamaðurinn?
Ég veit ekki, en þótt ég sé hlynnt konum og geti séð að Hanna Birna gæti eitthvað, að þá þarf líka svona mann eins og Gísla sem er auðvitað dáldið simbúl fyrir að vera maður fólksins.
Maður sem á fjölskyldu og býr mitt í hringiðu fjölskyldufólks og veltist ekki um í peningum.
Ég vona bara að hann komi fílefldur til baka, hann er betri en flestir í borgarpólitíkinni.
Gísli Marteinn hættir í borgarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.8.2008 | 00:13
Úps strákar hverra eru þetta?
Af hverju er ég alltaf svo sæl í sinni þegar Þjóðverjar eru lagðir í knattspyrnu og handbolta?
Er einhver sem veit það?
Makalausir töfrar sem koma yfir þetta hanboltalið á Ólympíuleikunum, ekki í fyrsta skiptið.
Hvaða skýring er á því?
Spyr sá sem ekki veit.
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2008 | 13:07
Rólegheit og sjálfsvorkun
Skrapp í sumarbústað að Álftavatni í gærkvöld í dýrindis matarboð hjá Ingu vinkonu. Nær allir úr fjölskyldunni hennar voru í mat þótt ég sé alltaf jafn spæld yfir að vera ekki meira skyld henni en í 7. til 9. lið er ég meðlimur í ættarmótinu.
Í boðinu voru: Dúa mamma, amma og langamma, Lóa og Raggi, Tinna, Hrafnhildur, Bergljót og Steinþór með litluna sína Hrafnhildi Lóu.
Inga og Helgi, Sigrún og Tobbi með Bergþór og Heiðu, Þuríður tengdadóttir Ingu og Helga með litluna sína hana Heklu.
Ingólfur og Inga með Benna sinn og tvíburana Ingvar og Vöku.
Erla systir Helga.
Ég og Birgir.
Það vantaði þrjá afkomendur Dúu og við og Erla fylltum upp í það.
Hópmyndina vantar, hún kemur síðar.
Það var yndislegt að fara þennan bíltúr í gær, tókum Þingvallaleiðina, Grafning/Grímsnes - svo fallegt.
Annars er verið að mála þakið hérna á Bjarkagrundinni og erum ekki sérlega spennt fyrir vætunni sem er spáð í dag, vona þara að það sleppi. Mannurinn er stanslaust að, bændaeðlið er sterkt í honum. Næst á að fara flísaleggja, setja upp innréttingu í eldhúsið og fleira. Þetta gerir mannurinn allt sjálfur og svo fær hann verulega góða astoð frá syninum sem hættur er í vinnunni til að vinna heima.
Það er mikill söknuður í mér, ég sakna krakkanna minna, barnabarna og fallega sumarsins sem ég merki að er á förum.
Sólin skýn hér úti og ég get legið í sólbaði á milli þess sem ský dregur fyrir sólu.
En hvað, það er alltaf eitthvað á hreyfingu, það er skammt í komu Sindra og Magneu litlu eða 20. ágúst - og þá verður gaman.
Líkur á síðdegisskúrum vestanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.8.2008 | 10:50
Ellen Kristjánsdóttir
Hér á bæ eru karlmennirnir að fara á Clapton. Minn maður er gítarleikari, sonur minn syngur í sturtu og alls staðar, bróðir mannsins míns sem verður líka er bassaleikari og píanóleikari og litli bróðir mannsins míns sem varð ekki tónlistarmaður í formlegri merkingu (hefur kannski fengið nóg heima af allri tónlistinni enda örverpið) heldur áhugamaður af lífi og sál, ætla allir að sjá meistarann í kvöld.
En hver ætlar að sjá Ellen?
Íslendingar eru þekktir fyrir að mæta of seint, seint, seint, á nær alla viðburði.
Afhverju ætli það sé?
Ef ég færi í kvöld, sem ég geri ekki, læt kúga mig tilfinninga- og félagslega af karlastóði, þá væri sko Ellen mitt áhugamál nr. eitt.
Það er sko listamaður sem hefur unnið á í gegn um árin, hún er frábær flytjandi.
Það eru afar fáir sönglistamenn sem hafa þroskað söng sinn á jafn áhrifamikinn hátt og Ellen Kristjánsdóttir.
PS. Það er mjög erfitt að finna mynd af Ellen á netinu - ef einhver getur fundið betri má hann vera svo vænn að senda mér.
Jenný sendi mér þessa mynd, sem er stórglæsileg af henni.
Clapton er mættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Kuldaboli, kuldaboli
Ekki koma alveg strax
Ég þoli ekki, ég þoli ekki
Kulda eins vel og lax