Færsluflokkur: Bloggar
7.8.2008 | 21:21
Já já - þau eru farin og flutt.
Ég veit, það er mikið að gerast hér á þessum bæ þessa dagana. Nú er Fylkir minn og Alexandra kærastan hans flutt til Dk n.t.t. til Aarhus.
Þau fóru í dag ásamt þremur öðrum og allar fjölskyldurnar voru samankomnar á flugvellinum að kveðja börnin sín. Þetta var vægast sagt skrýtin stund.
Fylkir minn er mikill heimlingur og hefur nánast stigið út af heimilinu og við erum strax farin að sakna hans.
Hann ætlar að feta í fótspor föðursins og lesa sálfræði í Aarhus í sama skóla og pabbi, Alexandra fer í markaðsfræði, bróðir hennar Gummi fer í tækniskólann og kærastan hans hún Eyrún fer í viðskiptafræði.
Hér eru þessar elskur með ömmu og afa á Miðhrauni sem komu í fyrrakvöld að kveðja þau.
Anna og Guðmundur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2008 | 15:31
Orka náttúrunnar og orka mannsins
Samkvæmt þessari frétt er ekki langt í að Ísland verði land orkuleysis miðað við allt það vatnsrennsli og vatnsfall sem við höfum í dag. En vonandi fær orka mannsins að njóta sín áfram þótt breytt skilyrði verði.
Á meðan ég var í vikuferðinni minni í DK og Sverige átti örverpið mitt afmæli þann 31. júlí og varð tvítugur, engin kaka, ekkert kaffi, engin matur, og engin veisla, bara millifærsla á peningum til gjafar.
Þetta er Þór Birgisson 20 ára 31. júlí 2008. Þessi piltur hefur verið orkubolti frá fæðingu, hann er í fyrsta lagi stærst fæddur af börnum mínum og er reyndar stærstur af þeim í dag.
Hann er mikið félagsmálatröll og hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum á leiksviði í skólanum og syngur mikið bæði heima og annars staðar. Hann er vinmargur og finnst gaman að tjilla. Hann fór í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans og heldur áfram núna í stúdentspróf. Til hamingju kallinn.
Sandra María varð 14 ára 2. ágúst og ég náði aldrei símsambandi við hana þann daginn og ekki síðar heldur . Svo, Sandra mín til hamingju með afmælið.
Þessi mynd er hluti af ljósmyndanámskeiðinu sem hún var á í fyrra.
Þau tvö ásamt mér verða víst horfin eftir eina öld eins og Langjökullinn, vonandi að afkomendur þeirra eigi ljúfa hitadaga á Íslandi.
Langjökull horfinn eftir öld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.8.2008 | 16:28
Hvernig er hægt að eiga erfitt líf en samt hamingjuríkt?
Ég á dóttur í Svíþjóð sem býr ásamt manni, Guðna og þremur börnum í Norsesund norð-austan við Gautaborg. Þau eiga sjö ára gamla stúlku sem heitir Ylfa Eir og tvíbura (eins og Pitt og Jolie) strák og stelpu sem eru fimm ára og heita Edda í höfuðið á mér og Jón Geir í höfuðið á föðurafa sínum.
Þarna hafa þau búið frá því að tvíburarnir voru nýfæddir eða í fimm ár. Fyrst voru þau í leiguíbúð í sama húsi og tengdaforeldrar dóttur minnar, Jóni og Önnu í tvö ár en eftir það tóku þau einbýlishús á leigu í nágrenninu sem þau hafa keypt í dag.
Guðni rekur fyrirtækið "Guðni Bygg" og hefur nokkra menn í vinnu. Hann er húsasmiður og það er pabbi hans líka sem vinnur hjá honum. Ég dáist að því hvað þau eru dugleg og hafa komið sér vel fyrir. Þau búa í mjög fallegu umhverfi og börnin hafa alla náttúrudásemdir í kringum sig. En það er ekki allt leikur, það hefur verið mjög erfitt á köflum, en nú blasir við bjartari tímar og byrjunarörðugleikar að baki.
Allt tekur þetta sinn tíma.
Hér eru Edda og Jón Geir, myndin var tekin á seinnipartinn á föstudaginn. Ylfa Eir er á næstu mynd og þurfti afi Birgir að hlaupa niður að vatni til að taka mynd af henni, því miður er hún ekkert fyrir að láta taka myndir af sér og var þessi sú skásta. Þessir krakkar, baða heima í stórum sunlaugarpotti eða baða í vatninu alla daga allan daginn.
Sonur minn býr í Kaupmannahöfn og vinnur í versluninni Fona á Strikinu. Honum finnst gaman að vinna þar. En nú eru breytingar hjá honum, hann ætlar að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og bið ég alla bloggvini mína norðan heiða að vera góð við hann því hann ætlar að skilja litlu fjölskylduna sína eftir í Kaupmannahöfn þar sem kærastan er með svo góða vinnu og dóttir hans heldur áfram í leikskólanum sínum. Þetta eru erfiðir tímar framundan að þurfa að skilja við þær. Sonur minn heitir Sindri og útskrifaðist úr leiklistarskólanum Holmberg í Kaupmannahöfn fyrir einu ári og nú ætlar hann að spreyta sig á Akureyri í leikhúsinu þar, Aldís tengdadóttir mín verður því ein með Magneu litlu í Köben í ca 3 mánuði.
Hér eru svo Aldís, Magnea og Sindri þegar þau sáu apana "Bavíanana" stökkva og klifra í Dýragarðinum á sunnudaginnKona Solzhenítsyns sagði eftir lát hans að hann hefði lifað erfiðu lífi en hamingjuríku, það er alltaf það sem ég vona að allir geri þótt mismikið sé.
Erfitt líf en hamingjuríkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.7.2008 | 19:20
26 stiga hiti í Kaupmannahöfn í dag og í gær var það svipað.
Í gær var skundað á hina fornfrægu sólarströnd Kaupmannahafnar í Klampenborg, Bellevue sem Arne Jakobsen hannaði. Það er ekki nóg með að hann hafi hannað alla aðstöðuna þar, því hann hefur líka hannað þó nokkrar villur í grenndinni, leikhúsið (Bellevue Theatre (1935-36) og veitingastað, Resturant Jakobsen.
Það var heitt og ég roðnaði það mikið að ég passaði mig í dag og hélt mig í skugga og innandyra.
Í dag fór ég m.a. í Svarta Demantinn og sá sýningu bandríska ljósmyndarans Sally Mann og grínteiknimyndir af dönskum forsætisráðherrum eftir danska teiknara sem birst hafa í blöðum. Það var skemmtilegt að rifja upp þekkt andlit úr danskri pólitík eins og Anker Jörgenssen, Poul Sluther og Uffe Elleman Jenssen.
Sally Mann er af minni kynslóð fædd 1951, umdeild mjög fyrir efnistök sín í ljósmynduninni. Hún er þekktust fyrir myndir sínar af börnum, bæði sínum og annarra. Hún hefur líka rannsakað dauðann í myndefni og byrjaði fyrst á hundinum sínum eftir að hann dó. Vann sig út úr sorginni við missi hundsins með ljósmyndavinnu á honum eftir dauðann.
Á morgun fer ég til Svíþjóðar.
Reyni að hafa samband þaðan.
Bless á meðan.
Mikil blíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
26.7.2008 | 15:27
Ég er í sólbaði
Það er gott ef Freyja getur sólað sig, þá veit ég að hún er ekki með viðkvæma húð.
Nú er ég að njóta sólarinnar af og til, Hleypinn, hleyp út og alltaf til skiptist. Hér á bæ eru ýmislegt að gerast, ég er að fara til DK í fyrramálið og til Sverige á miðvikudaginn. Kem aftur eftir viku. Þetta er skreppitúr. Rétt að kíkja á afkomendur.
Sindri kemur heim 20. ágúst og tekur litla skottið með og mamma hennar viku seinna. Hrund, Guðni og fjölskylda eru stanslaust í gestamóttöku í Svíþjóð. Erfitt að finna smugu sem ég get átt með henni og fjölskyldunni.
Best að drífa sig aftur út í sólina og svo reyni ég að skrifa eitthvað frá DK og Sverige.
Hafið það gott í dag og á morgun í veðurblíðunni.
Freyja sólar sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.7.2008 | 13:37
Góð leið til styrktar fátækum
Í gegn um árin hefur verið bankað upp á heima hjá mér og beðið um flöskur til styrktar íþróttum, skátum, hjálparsveitum og vott ever!
En nú eru skemmtilegri verkefni framundan, gaskútarnir eru að vísu þungir en mun minna fer fyrir þeim en fullum svörtum ruslapoka af flöskum, enda ekki ekki hægt að fá nema brot af því sem hægt er að fá fyrir gaskút í skilagjaldi.
Nú er bara að safna öllum gaskútum og safna fyrir fátækum á Íslandi! Það þarf ekker að hanga með þetta yfir veturinn heima hjá sér, bara endurnýja næsta ár.
Bubbi þú byrjar.
Gaskútar vinsælir hjá þjófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2008 | 12:07
Framkvæmdir
Hér á bæ er mannurinn sá eini sem nennir að gera eitthvað. Hann ryksugar, eldar mat, smíðar glugga, málar, festir upp rör fyrir útblástur úr sturtu, slær garðinn þvær bílinn, teiknar eldhúsinnréttingu og nú erum við á leiðinni í bæinn, það er hin svokallaða borg, að kaupa eitt stykki eldhús í IKEA.
'Ég er auðvitað voða glöð - allt fylgir með sko allar græjur eins og ísskápur, uppþvottavél, kaffivél, ísskápaskúffur, spam helluborð, örbylgju/bakaraofn með hitaskúffu og svo venjulegur bakaraofn!
Ég held ég sé búin að telja allt upp!
Mannurinn spurði mig gær hvort ég yrði eitthvað ánægðari í lífinu við þetta?
Ég svaraði að það væri ég nú ekki viss um - kannski pínulítið.
Þá lyfti hann upp vísifingri og þumalputta og setti þá saman eins og þegar maður smellir fingrum, skildi samt rifu eftir og sagði; kannski svona lítið?
Annars er ég sæmileg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.7.2008 | 09:17
Nellie McKay
Nú segi ég þið "verðið"!
Að sjá þetta myndband í morgunsárið var bara ekki fyndið heldur líka svo ljúft, milt og vel sungið.
Þess vegna segi ég þið verðið að sjá það.
Þökk sé Sóleyju að hafa fundið þessa snilld.
Hef ekki hugmynd hver þessi söngkona er og vona því að einhverjir geti frætt mig og aðra um hana, hún er yndi.
Ef að fellibylurinn er á leiðinni til landsins , þá er þessi söngur einmitt til að hlusta á í rigningu og roki af Bertu!
En það er annað mál og krefst meiri pælinga með þessi kvennmannsnöfn á fellibyljum!
Berta kemur til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.7.2008 | 18:12
Dauðarefsingar - vegna kynferðis?
Hér í þessaari frétt er sagt frá því að konurnar séu dæmdar m.a. fyrir sifjaspell. Það hvarflar að manni að þarna sé verið að snúa hlutunum á hvolf, það er að karlmaður sem er í sömu fjölskyldu og konan, misnotar hana og hún er dæmd. Eða hvað haldið þið miðað við það sem sagt er frá hér í mbl fréttinni að þar eru átta konum refsað á móti einum karli?
Það er ekki svo ýkja langt síðan konur á íslandi voru látnar bera alla ábyrgð vegna naugana, misnotkunar og ofbeldis af hálfu karlmanna - þær voru líka teknar af lífi!
"Í Íran er framhjáhald glæpur sem varðar við dauðadóm. Refsilög Írans segja til um að karlmenn, sem hafa verið sakfelldir fyrir framhjáhald, skuli grafnir í jörðu upp að mitti og konur upp að brjóstkassa, áður en grýting hefst. Þá er tekið fram að steinarnir eigi ekki að vera svo stórir að einstaklingurinn láti lífið við fyrsta
Óhugnaðurinn eftir þennan lestur, segir mér hvað það er hræðilega langt í land að kynin í heiminum nái jafnræði.
Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.7.2008 | 19:59
Bloggvinir
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið léttskýjað í dag, þvílík veðursæld!
Ég hef verið með annan fótinn úti í porti að sóla mig og drekka kaffi og íste ásamt því að eiga góð símtöl við tvær bloggvinkonur.
Eins og margir vita eru bloggarar margir hverjir með hokið bak af reynslu lífsins og ekki er það verra að geta sótt í reynslubrunn þeirra með ráðgjöf og hlustun. Það eru ekki allir sem kunna að hlusta og þess vegna er mikilvægt fyrir alla sem lenda í hrakföllum að geta leitað til þeirra sem kunna þessa list.Ó sei sei nei nei - margir bloggarar eru duglegir að hittast og hef ég hitt t.d. u.þ.b. helming af mínum bloggvinum og fyrir vikið á ég annarskonar samband við þá en aðra sem ég hef ekki hitt.
Hrafnhildur (Krumma) er ein af þessum bloggvinum mínum sem ég hef hitt og hefur mikla og jákvæða áru og jafnvel gamla. Hún gæti verið dóttir mín vegna aldursins og hún gæti verið mamma mín vegna þessara sterku og þroskuðu áru.
Hún er yndisleg kona með hugann og starfsandann þar sem ég vildi helst vera - það er myndlistin.
Í dag átti ég gott símtal við Jennýju Önnu, hún er sú bloggvinkona mín sem ég þekkti áður en ég byrjaði að blogga. Við erum svokallaðir unglingavinir, áttum heima í sama hverfi og vorum yfirleitt þrjár til fjórar saman þegar við hittumst. En við höfum ekkert samneyti haft frá unglingsárunum og ekki vitað neitt af hvor annari fyrr en stuttu fyrir blogg.
Sömuleiðis átti ég líka langt og gott símtal við Kolgrímu sem hefur ekki bloggað lengi og þar bar hæst á góma fjölskylduleyndarmálin okkar beggja. ekki laust við að það hafi komið smá öfundarvottur yfir því að ein af okkar eðalbloggvinkonum getur svo til átakalaust skrifað um litla rasistann.
Allar eigum við leyndarmál og erum í misgóðri eða vondri aðstöðu til að opinbera þau en því miður þá verður að opinbera sum af þeim!
Léttskýjað í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen