Leita í fréttum mbl.is

Af hverju í ósköpunum er svona mikil tregða við það að semja við kennara?

 

Það er ekki eins og þetta séu eiginlegar kjaraviðræður, þetta eru samtöl eða viðræður um grein 16.1 sem samþykkt var í síðustu kjarasamningum kennara. Þetta fjallar um svo sjálfsagt mál eins og efnahags- og kjaraþróun. Þegar samið var árið 2004 var talið að verðbólgan myndi aldrei fara yfir 3% en hvað hefur gerst? Óskapnaðurinn eða verðbólgan hefur farið yfir 7%.

Af uppeldisstéttunum þremur þ.e. Þroskaþjálfar,Leikskólakennarar og Grunnskólakennarar eru Gunnskólakennarar lægstir í launum. Það er af sem áður var. En það er ekki þar með sagt að ég samgleðjist ekki hinum tveimur systurstéttum Grunnskólakennara, mér finnst það frábært að fólk er metið eftir vægi starfa og í raun og veru gott betur.

Grunnskólakennarar eru ekki með lausa samninga fyrr en 1. janúar 2008 og eftir því sem á undan er gengið virðist allt í hnút og ekkert verði gert fyrr en þá. En því miður það er og verður allt of seint. Grunnskólakennarar eru þegar farnir að tínast úr störfum sínum vegna lágra launa.

Í grein 16.1 segir m.a.:
Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um.
Eins og þarna kemur fram eiga aðilar að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða, og ef svo er eiga þeir að koma sér saman um hver þessi viðbrögð eru.

Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Kemur þeim þetta ekkert við? Hver er þessi launanefnd sveitarfélaga, máttlausir fulltrúar sveitarfélaganna? Hvað hræðsla er í gangi hjá sveitarstjórnarmönnum að skipta sér af þessari deilu opinberlega meir en þeir hafa gert? 

 Launanefnd sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara hafa ekki náð saman í viðræðum og virðist vera langt í land á þeim bæjum að það sé einhver grundvöllur til aðgerða vegna bókunnar 16.1

Nú lítur allt út fyrir að systurstéttir grunnskólakennara ásamt öðrum stéttum sem standa okkur nær verði með 15%hærri laun en Grunnskólakennarar 1. janúar 2008.

ÁFRAM KENNARAR  - LÁTIÐ EKKI DEIGAN SÍGA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband