Leita í fréttum mbl.is

Fékk einhver bæklingin inn um bréfalúguna "Staðreyndir um kennarastarfið"?

Þetta er efalaust staðreyndir sem margir hafa beðið eftir bæði almenningur eða foreldrar og kennarar. Þennan bækling fékk ég í dag inn um bréfalúguna  og ekki vanþörf .

það er ekki bara almenningur sem hefur oft þurft á upplýsingum og útskýringum á vinnutíma kennara að halda, heldur kennarar sjálfir ekki síst. Ég þori að fullyrða að það er enginn vinnutími jafn flókinn og kennara. það er líka eflaust hluti af því að kennarar hafa átt í erfiðleikum með ímynd sína og kjarabaráttu í gegn um tíðina.

Einn bloggari mbl. bloggar í dag og kallar kennarastéttina í landinu "varavinnuafl heimilanna"! Þessi bloggari heldur áfram og segir að með aukinni sókn kvenna í starfið hafi kennarar samið af sér launahækkanirí stað frídaga!

Þvílíkir fordómar eru sjaldséðir - en því miður þeir eru til.

Það þekkist ekki hjá öðrum starfsstéttum þjóðfélagsins að vinnustöðum sé skipulega lokað til að starfsmenn endurmennti sig. Líkt og aðrar stéttir ættu kennarar að geta lagt stund á endurmenntun án þess að skella í lás.

Ætli það geti verið að aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins sæki sér endurmenntun utan vinnutíma?

Ekkert fer eins í taugarnar á foreldrum og starfsdagar grunnskólakennara. Og það vita kennarar ósköp vel og óskiljanlegt hvers vegna þeir hafa ekki samið um breytingar á þessu fyrirkomulagi.

Hvenær fer hugsunin í gang hjá manneskjunni að skólar eru ekki gæslustofnanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband