23.2.2007 | 12:10
Brekkubæjarskóli/Heimilisfræði
Í vetur tók ég að mér að kenna Heimilisfræði en er annars myndmenntakennari. Heimilisfræðikennarinn er í námsorlofi í Kaupmannahöfn. Það er skemmtilegt að kenna krökkunum og margt spaugilegt gerist hjá okkur en líka stundum eitthvað sem ekki á að gerast.
Fyrir nokkrum dögum kom upp eldur af olíu á pönnu, krakkarnir urðu dáldið hræddir og öskruðu á mig, ég var í hinum enda stofunnar og þegar ég leit upp var eldhafið næstum upp í loft og ummál bálsins ein steikarpanna. Ég gekk hljóðalaust að eldteppinu og kippti því niður með rykk og lagði yfir eldinn, það var dauðaþögn. Ég áminnti þau um að ekki mætti ekki setja fullan straum undir þegar nota á olíu, það var alveg klárt að þetta var besta kennslustundin í vetur. Það var ekki bara óhappið heldur meðtóku þau örugglega fyrir lífstíð hvernig meðhöndla á olíu í matseld.
En ekki er ég nú viss um að ég hefði gengið svo fumlaust til verks ef ekki hefði verið sýnikennsla ásamt verklegu með starfsfólki skólans strax eftir áramót í brunabvörnum frá slökkviliði Akraness.
Hér kemur svo ein uppskrift af pestó sem notuð var á þemadögum í skólanum í janúar, hún er tekin bók Nönnu Rögnvaldsdóttur Matarást gott með brauði, pasta eða bar einhverju!
P E S T Ó
Upprunalega kemur pestósósan frá Persíu (Íran) en er tengd Ítalíu órjúfanlega í dag. Nafn sósunnar er komið frá ítalskri sögn pestare "að steyta" þannig var sósan eimitt búin til þ.e. í morteli og allt efnið steytt í hana. Í dag þykir mörgum steytt pestó betra og flottara en flestir búa hana þó til í blandara eða matvinnsluvél. Sósan er mest notuð með pasta á Ítalíu, aðallega þó með tagliatelle. Uppskriftin hér að neðan er algengasta pestósósan en hún er þó til í nokkrum fleiri útgáfum.
Pestó bls. 442
Hnefafylli af basillikublöðum
4 msk nýrifinn parmigiano- eða pecorino-ostur
2-3 hvítlauksgeirar
3 msk fururhnetur
Örlítið salt/pipar
1½ dl ólífuolía
Allt nema olían sett í blandara eða matvinnsluvél. Stillt á meðalhraða og olíunni hellt út í í mjórri bunu. Hrært þar til sósan er slétt og jöfn. Ef þunnu olíulagi er hellt á yfirborðið á sósunni geymist hún í allt að tvær vikur í ísskáp, en þá er best að setja ostinn ekki út í fyrr en nota á sósuna.
Verði ykkur að góðu.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
heh, ég er ánægður með hvernig þú höndlaðir þetta óhapp :D
Þór Birgisson, 24.2.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.