Leita í fréttum mbl.is

Tölvur, ending og gallar tölva.

Ég er í leiðinda skíta málum með tölvur þessa daganna. Um daginn dó tölvan mín sem ég keypti fyrir rúmum tveimur árum, hún fór í skoðun og ekkert hægt að gera. Ég var svo sem ekkert að ergja mig neitt út af því, þetta er bara búið og gert. Tölvan átti þó fyrir mér, að duga lengur og átti að þjóna s heimilinu eitthvað áfram.

Í janúar fékk ég nýja tölvu, samloku, ægilega ánægð, ég sá ekki um kaupin heldur gerði "maðurinn" það og sagði að hún ætti aðallega að vera mín. Þetta er hin flottasta tölva allt svo nýtt að mestu vandræði voru að senda öðrum póst og fleira, (ég er sko engin tækjakerling, nýti mér bara það sem ég læri eins og páfagaukur á tölvuna og gengur bara ágætlega að mínu mati) tölvan heitir hp pavilion og mér er sagt það sé ekkert slor! Traust og gott merki. Strax í byrjun voru allskonar leiðindi með tölvuna og "maðurinn" fór með hana tví- þrígang til baka að láta skoða og athuga, en alltaf var hann sannfærður um það, eða næstum því að ekkert væri að.

Svo gerðist dáldið dularfullt í fyrradag, skjárinn á tölvunni dó - "maðurinn" fór með hana til viðskiptaaðilans og viti menn hann var sendur með tölvuna til baka! Stundum er maður svo gapandi hissa á hvernig hægt er að fífla fólk fram og til baka með vöru sem það kaupir fyrir tugi þúsunda og telja vikomandi trú um að allt sé í lagi. Nú ég settist við tölvuna og byrjaði að nota hana og allt gekk vel. Ég var hin ánægðasta og segi sí svona við "manninn" hvort ég ætti að breyta eitthvað aðferðinni við skilnað á tölvunni svona eins og að skilja hana ekki svona mikið í gangi eða kannski ekki loka henni alveg, hann kenndi mér bví hvernig ég geti sett hana á stand by. Ég prófa og kveiki svo aftur og skjárinn dauður! Devil

Í gær var sem sagt farið með hana eina ferðina enn og veit ég ekkert hvað kemur út úr því. "Maðurinn" er eiginmaður minn, það fyrirfinnst ekki eins prúður maður og skilningsríkur á jarðríki, hann kann ekki dónaskap hvað þá heldur frekju (fyrirgefið ákveðniNinja því karlar eru ekki frekir) - en nú er nóg komið því hann gæti kannski sprungið!

Ég held ég yrði bara dáldið fegin ef það gerðist Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, því miður verð ég að viðurkenna að ég hef bara heyrt vondar sögur af HP-tölvum.. Góðvinur minn og fyrverandi samstarfsfélagi þinn var t.a.m. einn af þeim sem lenti í slæmri reynslu af slíkri tölvu. 
Þegar að ég keypti mína, var HP það eina sem kom ekki til greina.
Bið að heilsa "karlinum"

Sindri Birgisson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín er HP og verði ekki að dissana addna strákar.  Edda mín nú er að krossa fingur og bíða eftir að húsbandið tryllist hljóðlega.  Þá fær hann nýja tölvu vertu viss.  Ákveðnir menn eru vinsælli en ákveðnar konur (lesist: frekar konur).

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný mín, þú komst mér aftur yfir á jákvæða stigið. Mér var allri lokið eftir kommentin hér fyrir ofan, það er alveg sama þótt ég hafi gengið með annan tveggja í níu mánuði og vel það! Sjaldan launar kálfurinn ofeldið En takk Jenný  fyrir að gæta mín

Edda Agnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband