Leita í fréttum mbl.is

Sumar og deyfð á blogginu

eða bara sumarfrí? Ég finn fyrir því að fólk sem bloggar er á faraldsfæti og bloggið hefur minnkað all verulega. Ég hef líka fundið fyrir leti og finnst stundum erfitt að blogga í svona góðu veðri, en ég verð að viðurkenna að mér finnst samt skemmtilegt að lesa á blogginu. Það gæti orðið erfitt að lesa eitthvað ef allir færu í sumarletikast eða sumarfrí. Þess vegna er ég svo heppin að Jenný bloggar alltaf og nokkrir fleiri. En ef það er leti sem hrjáir manninn er ekki svo vitlaust að leita eftir einhverju um letina. ´

Í bók Gunnars Hersveins Gæfuspor ritar hann kafla um letina. Þar telur hann upp viðfang letinnar eins og leti er löstur, letinginn er bykkja, draugur og silakeppur. En í upphafi kaflans segir hann: "Að afrek letinnar er að koma í veg fyrir að maður geti öðlast það sem skiptir máli í lífinu".

Niðurlag kaflans segir: "Letin kemur líka í veg fyrir að menn vinni bug á fordómum. Það er miklu léttara að þylja upp vitleysuna eftir öðrum eða það sem oftlega heyrist heldur en að leggja á sig það erfiðiað mynda sér eigin skoðanir. Það kostar átak sem hvarflar ekki að letingjanum."

Þetta á maður nú oft við að stríða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt og kveðja frá Essex. Ætla að henda inn bloggfærslu öðru hverju. Viðurkenni að mig langar kannski dál´tið að vera löt á sumum sviðum, en ekki í blogginu, það er svo gaman að sósíalísera gegnum þennan miðil, kynnast nýju fólki, hlæja með því, fræðast af því .... bara gaman. takk fyrir blogg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta eru flott orð hjá Gunnari Hersveini! Annars held ég að bloggleti flokkist ekki undir venjulega leti ... fólk þeytist um landið, til útlanda, situr úti á svölum, hittir vinina og er eirðarlausara í bloggið, held ég.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir kvittið Anna - var að senda þér komment áðan.

Já það er satt hjá þér guðríður að letin felst nú ekki í sumarfríum og ferðalögum fólks heldur er ég öllu heldur að meina þetta til sjálfrar mín þar sem letin tekur öll völd vegna hugmyndaleysis og alltaf er líka gott að verða fyrir áhrifum frá öðrum eins og þér, Önnu og fleirum.

Kannski er þetta ekki leti eftir allt saman - bara söknuður?

Edda Agnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Á að vera GGGGGuðríður - sorrý!

Edda Agnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi eiginleiki er mér ekki að öllu ókunnugur

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:39

6 identicon

Það er soddan gúrkutíð að það skeður ekki mikið og þá minnkar bloggið, allavega það sem maður skrifar sjálfur, þess vegna að ágætt að geta tekið bloggrúntina á kvöldin svo byrjar þetta allt aftur með haustinu. Annars erum við í fínu stuði hérna í minnihlutanum í kópavogi , enda allt orðið vitlaust í skipulagsmálum eina ferðina enn. Svo kannski verði engin gúrkutíð hjá okkur.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Letin birtist í ýmsum myndum í kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk segir ,, Á morgun ætla ég að hefjast handa, það hefur dregist lengi guð það veit.....".

Svo kannski er þetta ekki leti, heldur skynsamlegt tímabil sem notað er til að hugsa og búa sig undir næstu atlögu, hver veit?

Páll Jóhannesson, 10.7.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband