Leita í fréttum mbl.is

Himinn og haf

er nafn á listsýningu hér á Akranesi. Sýnendur eru allt konur sem búa hér eða hafa sterk tengsl við staðinn. Þetta er sölusýning og er í heimahúsi  eða n.t.t. að Bakkatúni 20 300 Akranesi ekki langt frá Bióhöllinni.

Konurnar kalla sig Glöggar systur.

Ein kvennanna sem málar myndir í vatnslit af Akrafjalli býr í Bakkatúni, hún heitir Jóhanna Leópoldsdóttir.

Dýrfinna Torfadóttir er landsþekkt fyrir smíði sína á skarti og reyndar skúlptúrum, hún kom hingað fyrir nokkrum árum frá Ísafirði og hefur haft vinnustofu á safnasvæðinu.

Margrét O. Leopoldsdóttir vinnur með textilþrykk á hör sem eru forkunnar fallegir dúkar og löberar.

Lára Stefánsdóttir varaþingmaður og bloggari sýnir ljósmyndir en hún hefur gefið út bók með myndum sínum skreytt með ljóðum manns hennar.

Kristín S. Garðarsdóttir er leirlistar- og glerlistarkona, hún hefur m.a. gert svokölluð veltiglös sem hægt er að kaupa m.a. í fríhöfninni - mjög sérstök.

Síðust er svo Sigrún Skarphéðinsdóttir, hún vinnur með vefnað og eru borðmottur með trjágreinum ofnar í eða með tauvefnaði áhugavert og notagildið er margvíslegt.

Nú getið þið allir bloggvinir mínir meldað ykkur á Skagann og ég tek á móti ykkur og leiðsaga ykkur ef þið viljið!Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki slapp ég

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég klukkaði þig ekki Edda mín af því mér þykir vænt um þig.  Þetta klukkufyrirkomulag er hún Beta að troða á okkur sem henni er ILLA við, hehe.  Love u girls.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég byrjaði á því að klukka alla áður en ég fór af stað með átta atriðin! Mátti það annars ekki ?

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband