Leita í fréttum mbl.is

Leti og samviskubit yfir letinni.

Ég er bara að vafra á netinu og bloggvinum og nenni engu öðru. Set hausinn inn á milli upp í sólina og horfi meðfram á manninn í nærbuxum einum fata við gluggavinnu, skrap. málningarlímband, grunnur og málning. Ég er í skýjunum yfir hans frumkvæði og dugnaði eeen samviskubitið alltaf til staðar nagandi.

Ég lifi að vísu dáldið á fríinu í DK og Sverige, það var svo gott og söknuðurinn hjá okkur hefur verið mikill.

Jenny er alltaf svo dugleg að setja inn myndir af Óliver sínum og hún gefur mér innblástur svo ég ætla bara líka að gera það. Aldís mín og Sindri minn fóru nefnilega sama dag og ég kom heim til Sverige og hún náði auðvitað ljósmyndarinn sjálfur myndum af barnabörnum sem sýnandi eru!

20070813004942_5

Sindri minn með Magne sína á vatnabryggjunni í Norsesund.

20070813004936_0

Edda á hjólinu sem ég og afi Birgir gáfum henni, auðvitað bleikt og Jón Geir fékk blátt. Húsið sem þau eiga  og eru alltaf að laga og betrumbæta.

Kem ekki inn fleiri myndum í bili - það er eitthvað stopp - set það í næsta blogg!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska myndir af smábörnunum okkar.  Þetta eru svo fallegir krakkar.  Um að gera að deila með sér.  Magnea er svo mikil dúlla, og auðvitað Edda líka.

Smjúts,

hentu samviskubitinu, það hefur aldrei hjálpað nokkrum manni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Edda það er hollt að vera löt

Marta B Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hausinn kominn í lag á síðunni (",)

P*aldis

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

..úpps... og jeg enn skráð inn sem þú ! hehe

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhh hvað börnin eru falleg. Og ekki skemmir umhverfið þarna fyrir. Eins og klippt út úr Astrid Lindgren bók/mynd.

og oooohhh hvað ég skil samviskubitið vel. maður er náttúrlega ruglaður

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:47

6 identicon

Vésteinn var að koma heim frá Osló og hvern hitti hann þar annan en Sindra, sem sat þar í góða veðrinu með vini sínum.  Sniðugt að ganga niður Karl Jóhann og heyra svo kallað nafnið sitt.  Gaman.

Fáðu þér göngutúr á Vesturgötuna eða eitthvað.  Við gætum drifið okkur á Akrafjallið eða bara gengið um í góða veðrinu.  Kemst ekki í leikfimi á morgun þriðjudag, eigum von á 16 brettum af steinum og Sveinn er á fundi hjá Hafnarstjórninni.

Keyrði Véstein á Selfoss í dag, hann er því farinn í bili og Ása á leiðinni til Svíþjóðar í næstu viku.  Nú fer allt að bresta á.  Við getum þó alltaf hlakkað til helgarinnar og menningarnætur, það er nú alltaf gaman.

Sjáumst eða heyrumst

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Maður á aldrei að hafa samviskubit yfir því að vera smá latur. Kallaðu það frekar hvíld og samviskan þjakar ei meir. Nema náttúrulega þú fáir samviskubit yfir því að hvílast! Ef svo er, ertu í slæmum málum. Myndir af fallegum börnum og greinilega fallegum stað. Erfitt að slíta sig frá þessu, án þess að verða oggulítið "down", en smá hvíld reddar öllu. 

Halldór Egill Guðnason, 14.8.2007 kl. 14:25

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott hjá þér Aldís mín - takk fyrir. Mig vantar bara tvær myndir inn sem neita að koma inn þótt ég geri allt eins og þú kenndir mér. Myndirnar eru af Ylfu og tíbbunum með Magneu.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:32

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk elsku krúttablogvinir fyrir innlitið.

Bogga þetta er meiriháttar fyndið með véstein og Sindra!

Það er satt Halldór, ég var að koma af námskeiði um Hamskipti blogga um það kannki á eftir!

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:34

10 identicon

Já, þarna sat ég með Magneu sofandi í kerrunni og fylgdist með norsku mannlífi á Kalla Jóa þegar einn vegfarandinn heilsar mér svona viðkunnulega. Ég verð að viðurkenna að þetta kom svolítið flatt upp á mig að sjá Véstein í Osló, en það var ótrúlega skemmtilegt.

Sindri (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 18:41

11 identicon

..komnar fleiri myndir inná gullkistuna (",)

P*aldis (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 00:45

12 identicon

Dásamleg börn. Og njóttu svo letinnar í botn  Ég tók viku eftir að ég kom heim frá útlöndum þar sem sloppurinn var aðalklæðnaðurinn og bloggvinasamskipti aðaliðjan. Dásamlegur tími

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband