Leita í fréttum mbl.is

Íslenski skemmtiþátturinn rann aðeins betur í kvöld en fyrir viku, en ekki var hann

hnökralaus.

Lögin voru betri en síðast og ég kaus Magga Eiríks enda flutningur Pálma með ólikindum miðað við lengdartímabil reynslu í söngnum. Pálmi er náttla besti karldægurlagasöngvari sem við eigum. Stúlkan sem var með honum, Hrund held ég að hún heiti verður að æfa sig betur, kannski stress ekki óeðlilegt, mér fannst hún ekki alltaf halda lagi.

Edgar söng að vísu eins og venjulega eins og engill, lagið var fallegt og notalegt.

Hvað er Dr. Gunni alltaf að hugsa, lagið hans var fínt, en er það ekki fullmikið að yfirfæra leikskólalag yfir í Eurovision? Ég veit það ekki sjálf, einfeldni lagsins og útsetningin engin, bara svona demó! það er kannski bara fínt!

Í rauninni var Jón Gnarr bestur og lagið hans ætti að fara áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Gnarr var með djúpan texta og mikla hrynjandi í sínu lagi.  Afburða tónsmíðar

Pálmi tók þetta nottla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 22:23

2 identicon

Voða notalegt að lesa þetta  En veistu hún Hrund er þvílíkur talent að hún slær alls staðar í gegn þar sem hún opnar munninn. Hún er búin að koma fram með Mannakornum meira og minna síðasta eitt og hálft árið eða svo og það var reyndar Pálmi sem uppgötvaði hana í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir tveimur árum að mig minnir. Hún keppti fyrir MR og vann keppnina. Ég held að röddunin hafi frekar virkað eitthvað óvenjuleg á þig heldur en að Hrund hafi ekki haldið lagi. Er búin að hlusta á þetta aftur og flutningurinn í kvöld var nákvæmlega eins og á upptökunni sem húsbandið leyfði mér að heyra.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Anna mín það getur verið - mér fannst þetta aðallega í fyrra sinnið.

Ég var sko ekki að ná Gnarr fyrir viku ,fannst það prump en núna var hann að meika það Jenný!

Kristjana mín - bara horfa á þetta á netinu.

Edda Agnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:28

4 identicon

Verð að kommenta á Jón Gnarr. Ég hef stundum ekki fílað hann en í kvöld hélt ég að ég myndi kafna úr hlátri og ég er sammála með textann, djúpur er orðið 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Verð að játa að mér finnst vanta eitthvað púður í þennan þátt, sorry. Flytjendurnir sem fluttu lögin voru allir fínir, þó Pálmi hafi staðið upp úr. En lagasmíðarnar, veit ekki. Lagið hans Magga þó langbest enda klikkar sá snilli aldrei.

Páll Jóhannesson, 14.10.2007 kl. 11:45

6 identicon

Mér finnst þetta eitthvað hálf dapurt format, Gísli er fínn, en þetta dómarapanel er eitthvað allt annað.  Þetta er svona eins og hinn þátturinn Útsvar, það ávísun á Zoloft og Paxal.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:55

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Freyjudjúpur hann Gnarr kenndan við Jón.

Mér finnst allt í lagi að vera með leikskólalag, það væri ekki verra að ungviðið syngi með, þegar þar að kemur.  Láta Heiðu fara með 5 barna kór. Algjörlega skothelt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.10.2007 kl. 15:48

8 identicon

Ég horfði á þetta á netinu og er fullkomlega sammála þér að þessi þáttur rann mun betur en sá síðasti. Sketsarnir hjá Jóni og Sigur-Jóni voru betri, Kynnarnir betri og innskotið hjá Árna skemmtilegt o.s.frv.

Ég er ekki alveg að meika Heiðu núna en mér fannst lagið skemmtilegt. Lagið hennar Svölu var leiðinlegt og mér fannst söngvarinn vera að taka upp einhverjar Svölu-krúsídúllur í söngnum, sem var ekki að virka. Lagið hans Magga var gott, Pálmi er í miklu uppáhaldi en því miður ekki jafn góður og hann var (en það er allt í lagi) Mér fannst Hrund þessi vera gera skemmtilega hluti í söngnum en hún var kannski svolítið óörugg á sviðinu.

Erpur er skotheldur en Þorvaldur alltaf jafn tilgerðarlegur... eða bara eikkað vanræðalegur

Annars finnst mér Útsvar ótrúlega skemmtilegt en það er ekki stjórnendunum að þakka. Sérstaklega finnst mér gellan vera erfið, húmorslaus. Hefði bara viljað sjá Þóru Tómasdóttur þarna

Sindri Birgisson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:29

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hefði valið lagið hennar Svölu Björgvins fyrir Eurovision... gullfallegt lag og vel sungið.    Ég er sammála þér varðandi Hrund.... að því leyti að raddirnar hennar og Pálma passa einfaldlega ekki saman í þessu lagi.  Held að karlkyns bakrödd hefði gert mun betur þarna.

Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband