3.1.2008 | 23:45
Metskilabókin er...
..."Harðskafi" Arnaldar og var líka metsölubókin. Gaman væri að vita hvað þær voru margar sem seldust eftir skilin.
Það er glinggló þetta æði sem rennur á nýrembuna í okkur, allir kaupa einn höfund og ímyndunaraflið vantar töluvert. Krimmahöfunadarnir eru samt orðnir æði margir á Íslandi og það eykst með hverju ári.
Við eigum t.d. Yrsu, Árna Þórarins og Ævar Örn Jósepsson, en ekki man ég bókarheitin hjá þeim nema síastnefnda af einni bók "Skítadjobb"!
Afhverju ætli það sé?
Þorgrímur Þráinsson sagði að hann gæti ekki annað en verið glaður með sölu sinnar bókar í sexþúsund eintökum en bjóst við meiru!
Nú er hann komin í ÚTRÁS!
Jú til Danmerkur ætlar Þorgrímur að kenna bjórbaunavömbum hvernig þeir eigi að elska konur sínar.
Gaman hjá þeim.
Æi eg er orðin púruleg og tala betur við ykkur síðar
Metskilabókin í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Já hversu margir Harðskafar verða eftir á heimilum landsins þegar upp er staðið? Hm.. og hver ætli sé þá hin raunverulega metsölubók.
Sex þúsund stykki af vitleysunni í Þorgrími, OMG þjóðarsálin þarf að fara til sála. EKki seinna en strax.
Farðu vel með þig Edda mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 23:54
Hef aldrei heyrt þetta hugtak fyrr en í fréttunum í kvöld, "metskilabók..."
...en að Þorgrimur hafi selt 6 þús stk af sinni bók segir meira um kaupendurna en hann
Marta B Helgadóttir, 3.1.2008 kl. 23:59
Jenný, ég kemst ekki inn á kommentakerfið hjá þér núna - altt í hassi á þessu þetta er svo pirringslegt arg!
Edda Agnarsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:02
finnst dönskum konum gott það sama og konunni hans Þorgíms? Eða eru konur kannski það einfaldar að þær eru allar eins.
Las tvær blaðsíður úr bókinni hans Þorgríms, þar sem hann fjallaði um að eðlilegt væri að girnazt konu vinar síns hehe. Þá nennti ég ekki að lesa meira . En ætli konan hans hafi lesið bókina?
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:08
Já á þær allar og búinn að lesa þær líka. Allar góðar. Samt var Aska best, gat varla sleppt henni.;)
Asgeir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:10
Þorsteinn, þetta er óborganlegt - ég einfaldlega sprakk úr hlátri! En hvað með mann vinkonu sinnar?
Edda Agnarsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:12
Ég hefði frekar átt von á að bókin hans Þorgríms yrði "metskilabók" - verð bara að segja eins og er.
Björg K. Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 00:12
Gleðilegt ár. Guð minn góður, ég held að mikið eigi eftir að á ganga áður en ég les ÞB.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:48
Drotinn minn dýri, ég meinti ÞÞ - en ÞB?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:50
Fékk þrjá Harðskafa og eina Þorgrím í jólagjöf! Hélt einni eftir af Harðskafanum en skilaði hinum. ÞÞ verður aldrei opnaður fyrir framan mínar glirnur, hvað svo sem hann skrifar um, svo mikið er víst. Fer sennilega ekkert mjög hátt hve raunsalan á hverri bók verður, eftir að skiptidæmið er afstaðið.
Halldór Egill Guðnason, 4.1.2008 kl. 09:25
Ég er ekki mikill bókaormur. Fékk þó draumagjöf hinnar íslensku eiginkonu þ.e.a.s. bókina hans Þorgríms í jólagjöf. Verð að játa að ég hélt fyrirfram að ég myndi lesa þá bók hraðar en raunin er á, samt hin skemmtilegasta lesning.
Páll Jóhannesson, 4.1.2008 kl. 10:57
Enga fordóma, við skiluðum Guðna og ætluðum að fá ÞB í staðinn, en því miður ekki til.
Ekki svo að skilja, að ég trúi því að einhver geti gert annan hamingjusaman, það er í eigin höndum. Enda viðurkennir Þorgrímur, að titillinn sé ekki góður.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.1.2008 kl. 17:11
Rosalega átti ég erfitt með mig þegar ég blaðaði í gegnum bókina hans Þorgríms....hún er einstaklega gremjulega, ergilega vond bók ! Þegar ég sá fréttina af útrásinni þá bara datt af mér andlitið alveg niður í gólf! Það er svo merkilegt að vegir sumra eru alveg órannsakanlegir !
Bestu kveðjur og góða helgi
Sunna Dóra Möller, 4.1.2008 kl. 20:26
Fékk ekki bók, keypti ekki bók og las ekki bók. En ég ætla að bæta mér það upp á nýja árinu, íslenskir höfundar verða þar fremstir á blaði.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 21:09
Jólabókin mín var Harry Potter og henni var sko aldreilis ekki skilað.. enda stútað á 3 náttum.. og nú veit ég allt um hvort að Harry Potter lifir eður ei.. og þið megið öfundast mig út í það.. þið sem ekki hafa lesið hana
Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.