19.1.2008 | 17:32
Afkomendur, formæður og forfeður
Barnabörnin mín eru alltaf endalaus uppspretta fallegra, hlýrra og jákvæðra hugsunar. Myndirnar er sá þáttur sem yljar manni þegar ekkert af barnabörnunum fimm búa á Íslandi.
Í dag talaði ég við Ylfu Eiri í símann og sagði henni hvað ég saknaði hennar frá því hún var hér um jólin og gerðist svo eigingjörn að færa það í tal við barnið að næst gæti hún komið ein til að vera hjá ömmu um tíma. Hún er 6 ára og er byrjuð í skóla, hún sagði í dag við mig aðspurð um hvort væri gaman að það væri.
En mamma hennar segir að hún er óhress með það að fá ekki að læra á bækurnar eins og lestur, reikning og skrift. Þau eru í svokölluðu fornámi og það er mikil sköpunarvinna málun, klipp, leir og fleira.
Ylfa Eir er alveg sérstaklega góð í öllum lausnum og ótrúlegt hvað hún finnur góðar lausnir og er óhrædd við að prófa. Dæmi um það er, að þegar hún var hér að baka piparkökur hjá mér, kenndi ég þeim að leggja öll formin á deigið í einu og þrýsta á með höndum og taka þau svo öll af. Ylfa sparaði sér vinnuna með því að nota kökukeflið á formin og rúllaði nokkrum sinnum yfir og þá var hægt að losa formin. Þá var maður laus við auma lófa.
Skóli Ylfu Eirar er í Ingaredskólen sem er rétt hjá Alingsas í Svíþjóð, eftir skóla fer hún á leikskólann sinn því hann er líka skóladagvist fyrir börnin í hennar hverfi upp í 10 ára, hann heitir Norsen og er í Lerum kommune. Ylfa Eir hefur því altaf verið á blandaðri deild í leikskóla frá eins árs upp í tíu ára sem er sérstakt og skemmtilegt.
Hér kemur mynd sem tengdadóttir mín, hún Aldís tók þegar hún var í heimsókn hjá Hrund Ýri dóttur minni og fjölskyldu í sumar. Efri röð frá vinstri er, Edda 4ára, Svo kemur Ylfa Eir 6 ára og Jón Geir 4 ára tvíburi á móti Eddu, fyrir aftan þau er sonur minn Sindri með sína dóttur Magneu eins og hálfs árs. Þau ættu svo að þekkjast á hinum sem eftir er.
Nú þegar pabbi minn er orðin veikur og liggur inni á spítala 82 ára þá rennur þetta allt í gegn eins og svipmyndir hjá mér frá því ég var lítil stelpa að hugsa um langafa og langömmu og ömmu og afa. Ég hef hugsað um mína ömmur og afa undanfarið og verið reyna setja mig inn í þær tilfinningar sem þeir sem á undan mér eru höfðu við veikindi og missi sinna foreldra og ömmur og afa. Svona hugsanir eru óhjákvæmilegar þegar breytingar verða á heilsu okkar nánustu.
Sennilega er þetta allt orðið afar fráhverft börnum en ég ólst að hluta til upp í sama húsi og langafi minn og stjúplangamma mín sem lifði þangað til ég var í kringum tvítugt. Pabbi og mamma eiga orðið 14 barnabarnabörn og 15. á leiðinni.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Börn og barnabörn eru manni endalaus uppspretta gleði, það segirðu satt. Vonandi færðu Ylfu Eir í heimsókn næsta sumar. Hafðu það gott um helgina og kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 18:01
Myndarlegur stofn Edda. Börnin það verðmætasta sem við eigum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:27
Klók stelpa hún Ylfa Eir. Það er svo gaman að sjá hvað börn geta verið miklir snillingar í alls kyns þrautalausnum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:03
Flottur hópur Edda, þú ert svei mér rík.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.1.2008 kl. 23:23
Flottar myndir af myndarlegu fólki í sumri og sól. Takk fyrir síðast Edda.
Fríða Eyland, 19.1.2008 kl. 23:42
Innlit og kvitt, góða helgi.
Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 13:28
Falleg öllsömul. þú átt hjartað.
Heiða Þórðar, 20.1.2008 kl. 14:57
Flottar myndir sem þú hefur sett inn Edda mín.Erfitt að hafa svona gullmola erlendis.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:18
Takk öll fyrir innlitið - þið eruð náttúruleg og sæt.
Edda Agnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.