Leita í fréttum mbl.is

Hnetur

Ég er sjúk í hnetur. Ég fer iðulega í Shell sjoppuna hér heima og kaupi mér hnetur eftir vigt. Þær eru dýrar, en á laugardögum er helmings afsláttur og þá er stundum keypt dáldið mikið og svo eru þær faldar út um allt í íbúðinni svo ég klári þær ekki allar í einu.

Stundum er mér skammtað að kvöldi einn bolli fyrir framan sjónvarpið, það finnst mér voða gott því ég veit ekkert hvar hitt er falið. Karlarnir mínir eru rangeygðir af hneykslan yfir þessu hnetuáti en eru samt meðvirkir, ég held nefnilega að þeir hafi lúmskt gaman af þessu.

Hneturnar eru með súkkulaðihúð og jógurthúð og ég tel mér trú um að þetta sé hollt. En málið er að hnetur eru ansi fitandi, þrátt fyrir það segi ég alltaf við sjálfan mig að hollustan nái fram yfir fitu! Svona blekkingarleikur er voða sérstakur, það er ákveðin fullnægja sem fylgir þessari áráttufíkn.

Ég var að koma úr Reykjavík áðan, koma frá pabba sem liggur á Landspítala Borgarspítala, ég stoppaði í Shell uppi á Höfða og keypti mér hnetur og rúðupiss. Svo japlaði ég á hnetunum á leiðinni heim alein í bílnum og naut þess í botn  Tounge - nema þegar trénaðar hnetur eða gamlar leynast inni á milli og eyðileggja fyrir manni nautnina. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af, að þegar fyllt er á þessa kassa, að ein og ein hneta verði gömul með þessum nýju og það er ekki djúsý get ég sagt ykkur!Angry

Svo eru þær rándýrar þessar helv... jæja nú er ég orðin pirruð - skildi ég nú hætta hnetufíkninni eða þarf ég að fara í hnetmeðferð?Devil

Fáið ykkur hnetur!GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hnetumeðferð ekki spurning, annars er hollt og gott að hafa svona fíkn.  You're Nuts  Peanuts Peanuts 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hefur þú nokkuð talið hitaeiningarnar?  Þér eru hjúts margar

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.1.2008 kl. 22:16

3 identicon

Hnetur er góðar fyrir hjartað. það er sannað af læknum

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hef því miður ofnæmi fyrir hnetum, en hvernig er það er ekkert verð samráð hjá olíufélögunum í hnetu bransanum? nei bara

Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 22:38

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú keyptir hnetur og rúðupiss en það fylgir ekki sögunni hvort þú sért haldin rúðupissfíkn líka.  Mér finnst persónulega í lagi með hneturnar. 

Anna Einarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Iss hnetur eru ógissslega hollar......í hófi skil þig samt alveg, súkkulaði húðaðar hnetur mmmmmmm.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.1.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Kolgrima

Njóttu þess bara

Kolgrima, 21.1.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hnetur eru æðislegar.  Gulur MM er eitthvað sem ég byrja á og hætti ekki fyrr en allt er búið

Einhver kallaði þið "verndara síðunnar minnar"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.1.2008 kl. 17:35

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Segi það sama Gísli, ég er líka sjúk í MM _ Takk öll fyrir innlitið alltaf gott að fá viðbrögð.

Edda Agnarsdóttir, 21.1.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hnetur eru með hollri fitu í. Þannig er það nú. Ég veit samt ekki með hjúpinn á hnetunum Edda min

Jóna Á. Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 23:58

11 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hnetur eru algjört æði. Ég er mjög veik fyrir þeim og yfirleitt sit ég ein að þeim á mínu heimili.  Gott fyrir mig að fá að vera í friði með þær. Allt gott er dýrt, eins og til dæmis Harðfiskur, en ég sit nú ekki ein að honum. Edda mín við skulum bara borða okkar hnetur með góðri list. Þær eru sko hollar og góðar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.1.2008 kl. 15:18

12 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hnetur eru hollari en margt annað svo þetta er í góðu lagi svo framarlega sem þú hefur ekki skolað þeim niður með rúðupissinu

Björg K. Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 15:22

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Pistasíuhnetur.....mmmm.! Já og bara allar hnetur. Alveg sammála þér Edda. Hnetur eru sælgæti.

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband