26.1.2008 | 12:53
Krúttalegur strákur en góður leikari.
Horfði á myndina Knight's Tale með Heath Ledger í gærkvöldi í danska sjónvarpinu. Hef séð hana áður, en horfði á hana öðruvísi núna, aðallega á Ledger. Ótrúlega góður leikari og skemmtilegt og svipbrigðamikið andlit. Myndin er frá 2001 og hann aðeins 22 ára.
Ég uppgötvaði hann í þætti hjá Jay Leno fyrir nokkrum árum og þá var hann að leika í myndinni The Patriot sem gerð var árið 2000, þar lék hann annað aðalhlutverkið á móti Mel Gibson, flott mynd. Í þeirri mynd lék líka Joely Richardsson sem er dóttir hinnar miklu baráttuleikkonu Vanessu Redgrave.
Svo kom frægasta myndin með honum árið 2005 Brokeback Montain sem hafði mikil áhrif á leiklistarferil Ledger og líka á hans einkalíf. Þar hitti hann leikkonuna Michelle Williams og eignaðist með henni dóttur og er Jake Gyllenhaal sem lék á móti honum guðfaðir barnsins. Það er greinilegt að þau þrjú hafa þurft að leggja mikið á sig fyrir þessa mynd og bundist órjúfanlegum böndum við gerð hennar
En einhver klikkun er í gangi í BNA því nú hafa einhverjir farið af stað með mótmæli gegn minningu leikarans af því að hann lék HOMMA!
Minningarathöfn um Ledger fer fram í Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Af því að hann lék homma?.......er heimurinn fullur af hálvitum......
Á svo ekki að fara drífa sig í bíó, á Íslensku myndina? það algjört möst
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.1.2008 kl. 13:57
Svona er Ameríka í dag !
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:25
Vissulega lúkkar hann vel - en ég er nú ekki meiri bíógúrú en það að ég kannast ekkert við kauða.
Þetta með homma, lesbíur og fordóma, fordómarnir eru allt í kringum okkar líka hér á litla Íslandi, því miður.
Kvitt. Palli Jóh.
Páll Jóhannesson, 26.1.2008 kl. 15:41
Frábær talent þessi strákur en sorglegur endir á stuttu lífi.
Kemur mér ekki á óvart þetta með trúarhópana sem svívirða hann vegna þess að hann lék homma. En þeir eru á Guðs vegum audda? Fíbbl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 16:54
Búin að sjá að það búa allskonar vitleysingar í öllum löndum og það ber sko sannarlega mikið á þeim. Þetta er eins og í skólanum, það ber mest á þeim sem mestir eru fyrir sér, en við megum samt ekki gleyma því. að í þeim hópi leynast snillingar.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2008 kl. 19:24
Ég get eiginlega ekki talað um hvað það er sorglegt þegar ungt fólk fellur frá.
Hins vegar finnst mér rétt að vara fólk við því að segja opinberlega fólk er fíbbbl. Sá nefnilega Kristin segja þetta í sjónvarpinu í tengslum við olíusamráðsmálið og ekki svo löngu síðar tapaði hann fjárfestsingarfélagi og milljörðum.
Það sem ég veit ekki enn er hvort fólk sem tapar milljörðum sé líklegra en aðrir til að segja fólk er fíbl, eða hvort þeir sem segja fólk er fíbl séu líklegri en aðrir til að tapa milljörðum (eða bara svona handhægu lausafé).
Og svo mæli ég með því að Íslendingar standi vörð um ekki svo sjálfsögð réttindi samkynhneigðra og ekki svo sjálfsagðan árangur í jafnréttismálum; efli hann og styrki með ráðum og dáð, samfélaginu til heilla.
Kolgrima, 27.1.2008 kl. 04:08
Hallgerður, það er sko heimurinn!
Kolgríma, við megum aldrei gleyma réttindabaráttu samkynhneigðra, þetta er besta fólkið!
Gunnar, ég þori ekki að taka undir með þér eftir gagnrýni Kolgrímu sem á rétt á sér - en stundum verður manni heitt í hamsi.
Jú jú mikil lifandi ósköp, það eru snillingar í þeim fyrirferðamiklu, en ég held að það finnist ennþá meiri snilld hjá þeim samkynhneigðu Ingibjörg!
Jenný, þetta er svo sorglegt að ég hugsaði bara um mína fjóra stráka í þessu samhengi, allt lífið framundan og kannski fullkomnunaráráttan að fara með ungt fólk - hver veit?
Páll, þess vegna er svo mikilvægt að gleyma ekki baráttunni!
Ingigerður, þeir hafa að minnsta kosti áhyggjur í henni Hollywod núna yfir því hvað það er mikið af ungu fólki í show bransanum sem ræður ekki við álagið!
Krumma og Einar, ég veit ekki um hálfvitana en það er allavega mikið að! Ég fer að sjá Brúðkaupið ákveðið.
Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.