Leita í fréttum mbl.is

Algjör draumur...

... er tónlistar- leik- og  danssýning sem Fjölbrautaskóli Vesturlands sýnir núna í Bíóhöllinni á Akranesi við mikla lukku bæjarbúa.

Sýningin er samansett af gömlum og frumsömdum slögurum og ýmislegt notað úr gömlum vinsælum söngleikja-  og dansabíómyndum. Efniviðurinn er frasakenndur í léttum dúr og tekst krökkunum vel upp, sérstaklega koma snarpir þættir til að koma hláturkirtlunum af stað. 

Stjórnandi sýningarinnar er Gunnar Sturla Hervarsson sem hefur numið leikhúsmenntun í DK eftir kennarapróf og var með reynslu úr skólastarfi með leiklistaruppfærslu fyrir ásamt því að hann tók virkan þátt í félagslífi síns skóla þegar hann var nemandi í sama skóla.

Flosi Ólafsson sá um og stjórnar tónlist, hann er vel þekktur hér á Skaga fyrir margvíslegt starf að tónlist og er kennari við annan Grunnskólann.

Að dansþjálfun og stýringu komu tvær eðal konur sem eru báðar dansarar og kennarar við Jazz Balletskóla Báru þær Sandra Ómarsdóttir og Þórdís Schram. 

Sýning nr. 8 verður á mánudaginn 10. mars kl. 19.00.

Hér eru nokkrar myndir úr sýningunni .

Algjör draumur - NFFA  Algjör draumur - NFFA

Á myndinni til vinstri eru Gyða, Þór (sonur minn), Alexandra (tengdadóttir mín og einn formönnum leiklistarklúbbsins) og Vera.

Á myndinni til hægri eru frá vinstri að ofan Aron, Einar, Rakel og Harpa.

 Algjör draumur - NFFA  Algjör draumur - NFFA

Hér er Helga sem leikur, syngur og dansar aðalhlutverkið til vinstri

Til hægri eru Agla, Sigrún Dóra og Marinó

 Algjör draumur - NFFA Algjör draumur - NFFA

Til vinstri Sonja, Birna Karen og Halldóra.

Til hægri er auglýsingaplakatið með Helgu í forgrunni, myndirnar tók Marella Steinsdóttir ljósmyndanemi. 

Í þessari sýningu taka þátt í kringum 60 manns og kraftaverki líkast hvernig krakkar vinna saman að svo viðamiklu verkefni. Því miður er það að sama skapi ekki eins vel metið innan skólans og annað nám eða mætingar í skólann. Mér skilst að það sé betur metið að vera í spurningarleiknum Gettu betur.

www.skessuhorn.is Hér má finna dóma um leikritið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Firna duglegir krakkar á Skaganum.

Gettu Betur hefur víst allsstaðar forgang.  Þykir svo flott að vera með límheila og innbyrgt staðreyndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:20

2 identicon

Já frábært ungt fólk.  Orkan og gleðin skín af þeim.

Elisabet R (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er brjálæðislega gaman að taka þátt í svona verkefni....skrítið samt hvað þau fá það lítið metið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega algjör snilld og flottar myndir.  Takk fyrir að segja frá, gat nú verið að leiklistin væri ekki metin til jafns við "gáfur", hvort er gáfulegra, bara spyr??  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:35

5 identicon

Frábært! Greinilegt að menningin blómstrar á Skaganum. Þessar myndir eru verulegar flottar. Til hamingju með þitt fólk

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:39

6 Smámynd: Brynja skordal

Frábær sýning hjá þeim skemmti mér vel á líka eina dóttir sem er meðal krakkana mikil vinna sem er hjá þeim í þessu en skilar sér í gleði hjá öllum

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 02:01

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er yndislegt. Gaman að sjá þennan metnað hjá unga fólkinu og slæmt að allt ''á bókina'' sem betur metið en allt annað. Það eru ekki allir fyrir bókina, þannig er það bara.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 11:04

8 identicon

Já það er ótrúlegt hvað ungt fólk getur áorkað. Ég var að ljúka við uppsetningu á sýningu í FS (fjölbr. Suðurnesja) og þar er einnig betur metið að vera í ýmsum hópum eins og Gettu betur. Tímafjöldinn sem fer í uppsetningu á svona verki virðist ekki skipta svo miklu máli, að ég tali nú ekki um lærdóminn sem þetta unga fólk nemur í slíkri vinnu.

Bið að heilsa fjölskyldunni

Freydís Kneif (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:33

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er glæsilegt framtak og flott sýning hjá æsku Skagans. Það ættu allir að vera duglegir við að mæta á svona sýningar.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:10

10 Smámynd: Brynja skordal

Já mátt alveg vita hver dóttir mín er þarna Lára Jóhanna Magnúsdóttir

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það hefur verið gaman hjá þér Edda mín. Þetta unga fólk er frábærlega duglegt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:40

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ólöf, ég er bara búin að fara á forsýningu - en ætla að reyna að fara í kvöld eða á næstu í fjörið.

Takk fyrir Brynja, er búin að fá að vita að þetta er stúlkan með trompettinn sem kom sérstaklega vel út í sýningar kynningu í Brekkubæjarskóla.

Helga, takk fyrir.

Já Anna þær eriugóðar, enda á Marella kyn til, föðurbróðir hennar er hinn þekkti ljósmyndari ættaður af Skaga Friþjófur Helgason.

Freydís - gaman að heyra frá þér kæra frænka, ég verð að koma að sjá hjá þér sýningu - þú verður að láta mig vita þegar hún byrjar?

Jóna, þetta er ofurslæmt með bókvitið endalausa!

Ásdís, sammála.

Krumma, Kristjana og Jenný, Getum við ekki haldið námskeið í límheila? Jenný þú með bókvitið, Kristjana þú með uppeldið, Krumma þú með sjónþjálfun og ég með rúmskyn.

Edda Agnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband