Leita í fréttum mbl.is

Kaupmátturinn búin og brjálæðið vex dag frá degi!

Ég er ekki í bjartsýniskasti þessa daganna. Mér finnst hafa gripið um sig múgæsing kaupmanna sem hækka allt svo hratt að ekki vinnst tími til að skipta um merkingar á hillum verslana.

Ég keypti gullhring handa barnabarni mínu, hann átti að kosta 15 þús, ég lét breyta eða smíðaður var nýr hringur og þá kostaði hann 18 þús - jú gullið var orðið svo rosalega dýrt.

Bensíntankurinn á bílnum kostaði tæpar 6000 þús fullur nú kostar hann yfir 800 þús.

Nú fer ég út í búð og kaupi daglega fyrir ekki minna en 3000 í matinn og að auki meira um helgar! (Við erum fjögur fullorðin í heimili)

Ég veit að fjölskyldur með mikið af börnum geta hreinlega ekki leyft sér að kaupa allt það grænmeti sem til þarf á dag fyrir hvern einstakling - hamrað er á því við börnin að þau eigi að borða "fimm á dag" þ.a.e.a.s. bland af grænmeti og ávöxtum. Þetta bara getur kostað 300 til 400 kr. á dag fyrir hvern einstakling!

Það eru nokkrir sem hafa skrifað um verðhækkanir. Hér og hér eru ágætir pistlar frá Lilju Guðrúnu um hillumerkingar.


mbl.is Kaupmáttur rýrnar í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil Edda.  Ég dauðskammast mín, var að missa mig í fatakaupum áðan, en ég afsaka mig með að barnabarnið verður skírt um næstu helgi.

Nú verður fólk að verða ábyrgara í innkaupum.  Það hefur áhrif.

Knús og hresstu þig við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

já, nú verða allir að gæta sín, en betra hefði verið af maður hefði haft vit á því að leggja fyrir til mögru árana, þau koma alltaf með reglulegu millimili.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Satt segir þú Edda mín. Ég held nú ekki að kaupmenn þurfi að hækka svona strax. Það þarf engin að segja mér að lagerinn hjá þeim hafi verið orðin tómur. Nei þeir voru snarir í snúningum við að hækka vöruna. Ætli það verði ekki lálaunafólkið sem finnur mest fyrir þessu. Eru það ekki þeir sem verða  alltaf mest fyrir skerðingu krónunnar.

Ég var að taka bensín áðan og hef sömu sögu um það að segja og þú. Hafðu það gott ljúfan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvet ykkur yil að bera saman verð á hillunum og við kassann. Hilluverðið er oftar en ekki lægra. Kannski við húsmæðurnar förum að taka upp baráttuaðferð vörubílstjórana. Engin mjólk í 2 daga og svo framvegis.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef rekið mig á það síðustu daga að einstaka hlutir hafa hækkað all verulega...stundum um helming....margir eiga erfitt með að draga fram lífið ég tala nú ekki um ef þeir eru með lán í erlendri mynt í ofaná lag.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér Hulda að það eiga að vera aðgerðir í gangi - kannski fara Íslendingar að vakna til lífsins, þetta nær engri átt.

Krumma ég er ekki góð í þessum peningamálum en nú horfir þetta þannig við mér að það er ekki hægt annað en að taka eftir hinu og þessu án þess að ég hafi fylgst svo gjörla hvað hver og einn einstakur hlutur kostar. Ég finn bara fyrir því að ég borga allsstaðar miklu meira. 

Ægir við verðium að taka upp Evruna - bara hugsa um það og ekkert annað.

Ólöf, bara búa til smáhópa út um allt land og taka fyrir einhverjar vörur sem við hættum að kaupa!

Satt segirðu Ásdís, að leggja fyrir er gagn fyrir alla!

Maður á nú að geta keypt sér föt ef mann vantar eða langar í ! Hvurslags eiginlega - við getum líka hæglega sparað á móti fyrir okkur Jenný mín. Hringdu í mig og segðu mér hvernig föt þú keyptir - ég er svo forvitin.

Edda Agnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 18:51

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er satt Ægir. En það er líka margt til í því sem er skrifað í forustugrein Fréttablaðsins í dag.

Ég skil ekki útkomuna á þessari skoðanakönnun að Samfylkingin hafi misst svona mikið fylgi en Sjallarnir standa í stað.

Mér er næst að halda að það sitji ákveðnir menn á valdastóli og hefni fyrir samkeppnina við Ingibjörgu í gegn um árin.

Það fer vonandi að koma að því að við tölum saman í flokknum og hvað ber að gera á næstunni,

Ertu byrjaður í garðinum?

Edda Agnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:46

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér heyrðist Guðni segja að hann vildi þjóðaratkvæðisgreiðslu um það hvort það ætti að fara í viðræður.  - Og hann vill hafa það sjálfstæðar kosningar., þar sem kosið verður umm hvort fara eigi i viðræður eða ekki.  - Það er enginn viðsnúningur hjá honum, það er bara verið að leika sér áfram að neyð almennings sem "hann og hans fylgifiskar"  hafa sett í spennutreyju skuldsetninga og óðaverðbólgu. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:00

9 Smámynd: Kolgrima

Það er líka full ástæða fyrir fólk að fylgjast með inneign fyrir og eftir símtöl við símavini úr gsm símum - ég komst að því að ég borga fullt verð fyrir símtöl sem auglýst eru ókeypis.

Kolgrima, 4.5.2008 kl. 00:33

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

það er nú eitt fyrirbærið þessir símar! Ömurlegt kolniðamyrkur og svínarí.

Guðni er í formannsleik - eitthvað verða þeir að gera til að fá einhverja áhangendur.

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband