21.7.2008 | 09:17
Nellie McKay
Nú segi ég þið "verðið"!
Að sjá þetta myndband í morgunsárið var bara ekki fyndið heldur líka svo ljúft, milt og vel sungið.
Þess vegna segi ég þið verðið að sjá það.
Þökk sé Sóleyju að hafa fundið þessa snilld.
Hef ekki hugmynd hver þessi söngkona er og vona því að einhverjir geti frætt mig og aðra um hana, hún er yndi.
Ef að fellibylurinn er á leiðinni til landsins , þá er þessi söngur einmitt til að hlusta á í rigningu og roki af Bertu!
En það er annað mál og krefst meiri pælinga með þessi kvennmannsnöfn á fellibyljum!
Berta kemur til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Þetta er talsvert athyglisvert af hverju allir fellibyljir eru nefndir kvenmannsnöfnum. Ég get ekki séð neitt samband á milli fellibyls og konu.
Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 09:48
Jú, jú Jakob minn, við konur erum ótrúlega líkar fellibyljum. Komum og förum með látum en endumst stutt í reiði eða vonsku, erum oftast ljúfar sem lömb
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 10:27
já hvað er það að láta fellibylji heita kvenmannsnöfnum ??
gott myndbandið
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.7.2008 kl. 10:54
Já myndbandið er draumur, Hrafnhildur!
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 11:18
Ég bloggaði einu sinni um þetta með fellibylji og kvenmannsnöfn og það logaði hjá mér kommentakerfið.
Sá þetta myndband fyrst hjá honum Herði á Eyjunni og það er algjörlega brilljant.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 12:43
Hvenær var þetta blogg þitt Jenný - það þyrfti að tengja það upp á nýtt.
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:03
Mér skilst að núna heiti fellibyljir karl- og kvenmannsnöfnum til skiptis. Heitir ekki sá næsti Charles eða Christopher?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.7.2008 kl. 14:56
Ég hef aldrei heyrt fellibyji nefnda öðru en kvenmannsnöfnum. Kannski eru það bara þessir litlu og ómerkilegu sem heita karlmannsnöfnum.
Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:08
Það eru mismunandi nafnakerfi á fellibyljum. Ég fann ekki aðra heimild en Wikipedia, en hef lesið þetta einhvers staðar annars staðar. Áður voru þetta eingöngu kvenmannsnöfn, örugglega mjög sexísk notkun. Og þess vegna var þessu breytt þegar viðhorf í samfélaginu til kvenna breyttust til batnaðar, og þess vegna eru nöfn á mjög slæmum byljum ekki notuð aftur í bráð.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.7.2008 kl. 20:08
Þeir heita kvenmannsnöfnum vegna úthaldsins sem þeir hafa. Enginn karl hefði úthald fellibyls en það hafa konur.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:20
Ekki veit ég neitt um þessa fellibylji annað en að þeir heita flestir eða hafa heitið kvenmannsnöfnum.
En ég skoða Wikipediu við tækifæri Ingólfur - takk fyrir.
Jú Helga, örugglega, þeir byljir sem gera minnsta skaðann.
Gunnar, ég varð nefnilega lúmskt skotin í þessari söngkonu en er ekki búin að athua hana á Wikip... þarf að gera það. Já kannski endar þetta allt í skinnbandi - allavega inni á landsbókasafni.
Jenný, hver er þessi snót sem syngur ?
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:28
Frábært myndband.
Mér finnst það í góðu lagi að fellibyljir heiti kvenmannsnöfnum (og eldfjöll líka, soldið spæld yfir Laka) vegna þess að þeir eru kraftmiklir, láta engan ósnortinn, brjóta niður flestar varnir, hafa power og komast í fréttir!
Mér finnst eitthvað við það að heimurinn standi á öndinni yfir einhverju sem heitir kvenmannsnafni - Bush og Bertha hljómar mun betur en Kim og Christopher.
Kolgrima, 22.7.2008 kl. 02:50
Hulda, góð leið að sjá jákvæðu hliðarnar við karlrembulega notkun máls, eins og þú gerir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 10:12
Þeir voru komnir með Dolly inn á mbl í morgun - svo þegar éga ætlaði skoða það betur var hún horfin!
Tek undir með Ingólfi, Hulda þú ert brilljant!
Kolgríma hver er Kim?
Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:17
raindrops keep falling on my heads. Þetta er þannig lag og söngur
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 12:38
Er ekki tungumálið í eðli sínu karllægt, Ingólfur?
En það skýrir ekki af hverju er það karlrembulegt að kalla fellibylji kvenmannsnöfnum.
Er það af því að þeir hafa eyðileggingju í för með sér? Eða af því að þeir eru ópersónulegir og fá þess vegna kvenmannsnöfn? Eða af því að ef þeir hétu karlmannsnöfnum þyrfti fólk að hugsa sig um áður en það áttaði sig á því um hvað væri verið að tala? Ha, hvaða Charles?
Ég var ekki að grínast hér að ofan, mér finnst hressandi að eitthvað jafnáhrifamikið, allur þessi kraftur og máttur, skuli heita kvenmannsnafni, það er ekki oft sem nöfn kvenna prýða forsíður dagblaðanna eða eru aðalfrétt kvöldsins.
En það er klárlega vegna þess að um náttúrlegt fyrirbæri er að ræða, ég yrði ekki svo hress ef gjöreyðingavopn heimsins hétu Angie og Diane upp á útlensku.
Edda: Kim Il Sung
Kolgrima, 22.7.2008 kl. 13:31
Kolgríma, Hahahah hættulegt! En veistu Kim er jafnt notað á karla og konur.
Auðvitað er best að setja Kína-Kim á hann!
Næst verður það Gísli Eiríkur Helgi.
Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:10
Einhvern tíma heyrði ég að fellibyljir væru eins og kvenfólk....koma heitar og rakar, snúa öllu á hvolf og hverfa svo með húsið og bílinn.....
ætli það sé ástæðan?
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:01
Ekki veit ég það Guðrún, en svona fyrir mig sjálfa hugnast mér betur skýring Huldu Elmu hér fyrir ofan.
Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:28
Jú líklega er það miklu betri skýring Ég ætla að halda henni frekar
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.