Leita í fréttum mbl.is

Magnea og níu ættliðir.

"Allir hlustuðu þegar hann talaði" sagði presturinn séra Jón Dalbú við útför Sigurbjörns biskups. Það væri líka hægt að heimfæra þessa setningu upp á ömmubarnið mitt hana Magneu litlu tveggja ára  og þriggja mánaða.

Hún er búin að vera á Íslandi í næstum þrjár vikur bæði hér og hjá ömmu og afa í Laxakvíslinni Signý og Páli. Hún fór í morgun með mömmu sinni til Kaupmannahafnar og kom út í 20 stiga hita og vildi ekki fara inn til sín heldur beint á hjólið sitt að hjóla.

Sind með Magn að hjól

                Pabbi Magneu hjálpar henni að hjóla

Við erum sammála um það ömmurnar og afarnir að hún er búin að vera mikill gleðigjafi, alltaf kát, jákvæð og með mikinn húmor. Hún kvaddi langalangafa sinn sofandi í kerrunni. Hún er eitt af þremur langalangafabörnum Sigurbjörns og er hún þá níundi ættliðurinn sem Sigurbjörn hefur átt samneiti við í sínu lífi.

Það er sérstakt að hafa lifað og starfað með níu ættliðum!

Skírnardagur Magneu fyrir tveimur árum, hún fékk nafn langalangömmu sinnar og þá var frændi hennar líka skírður, Árni Bergur eftir afa hans.

 


mbl.is „Allir hlustuðu þegar hann talaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki mánuður sína ég hitti hann á göngu og hann blessaði mig.

Hann var mikið í Fossvoginum.  Hann var heilagur í mínum huga og verður það áfram. 

Falleg mynd.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.9.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sætt og ekki er fjölskyldan af verri endanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Yndislegt

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Tína

Eigðu góðan dag yndislegust.

Tína, 8.9.2008 kl. 05:42

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ef talað er um biskupINN er það herra Sigurbjörn. Öðrum biskupum verður að fylgja nafn svo maður viti um hvern er verið að tala.

Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.9.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Rúna Vala

Ég skil ekki... NÍU ættliðir? Ertu til í að útskýra?

Rúna Vala, 8.9.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Rúna ég er til í það. En það verður smábið þangað yil ég er búin að fá nöfnin.

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband