Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Föstudagur

Bara mjög þreytt í dag, eitthvað svona sloj, vonandi bara svefnleysi. Ég er orðin ansi súr yfir þessari rigningu daginn út og daginn inn, það er ekkert lát á þessu. Er að bræða það með mér hvort ég eigi að hundskast af stað til Reykjavíkur í leikfimi, langar mest upp í rúm að sofa. Get svo sem líka farið á morgun. það er líka alltaf nóg að gera hérna heima, fara í bankann, fara til sýsló til að sækja um nýtt vegabréf, kaupa í matinn, taka út úr uppþvottavélinni, taka út úr þurrkaranum, hringja í börnin, hringja í mömmu og pabba, hringja í systur mína, elda matinn, taka til og hafa áhyggjur af yngsta syninum sem er næturgöltur og er að slaufa skólanum, kom ekkert heim í nótt og er að ranka við sér núna eftir að hafa komið heim kl. 9 í morgun!

Hann er 19 ára, á mar annars að hafa áhyggjur? Errm Eru fimmtudagar kannski orðnir að föstudögum í dag?GetLost

Bara að hugsa jafnóðum í stílinn en ekki upphátt því það heyrir engin í mér.Woundering


Geðheilbrigði á vinnustöðum

Þessi frétt frá DK ætti að ýta á aðgerðir til rannsókna á svipuðum þáttum hjá okkur Íslendingum. Ekki veitir af!
mbl.is Stór hluti Dana telur vinnuna ógna geðheilsu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar og konur

Það er svolítið merkilegt að ég hef heyrt svona áður um hunda sem ráðast bara á konur. Einn hund þekkti ég sem réðist bara á konur yfir fertugt, það endaði með svo miklu biti í læri einnar konu að sundur fór slagæð og konan lagðist að sjálfsögðu undir hnífinn í aðgerð. Þessi hundur var ekki sömu tegundar og þessi á Skaga en kannski næsti bær við, allavega mjög stór. En auðvitað geta hundar verið veikir á geði eins og manneskjan.

Ég er allavega hundbitlaus og að öllum líkindum konan í himnaríki enda hefur hún tvo öðlinga sér til varnar.


mbl.is Grimmum hundi lógað á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í góðu skapi

Í dag var íslenski fáninn dregin að húni og síðan Grænfáninn kl. 10. Þá var skólasöngurinn sunginn og svo fóru allir inn í djús og kleinur eða kaffi. Skólinn fékk nokkrar góðar kveðjur og sumar voru með gjöfum.

Ég kenndi 3. bekkingum kl. 12:30 og þau voru alveg í einstaklega góðu skapi, það ultu út úr þessum skinnum brandararnir og kitluðu hláturtaugar mínar, Júllu sem var hér til aðstoðar og börnunum sjálfum. Ég man nú ekki alla en einhverja man ég og deili þeim með ykkur. Þau eru ekki bara krútt þessi börn svona 7-8 ára, tannlaus og síbrosandi, heldur eru þau líka á þessu víðtekna brandaraskeiði, allir þurfa að segja brandara hvort sem þau kunna eður ei.

1. Einu sinni, voru tvær appelsínur að ganga eftir bryggjunni, þá datt önnur í sjóinn og þá kallaði hin; "skerðu þig í báta".

2. Það var tómatur sem var að labba syngjandi yfir götu, "Það liggur vel á mér, það liggur vel á mér" þá kom vörubíll og keyrði á hann og þá heyrðist í tómatinum; "það liggur VÉL á mér, það liggur VÉL á mér"

3. Það var kona sem átti hund sem heitir "Nýjasta Tíska", konan fór í sturtu og á meðan fór hundurinn hennar út, þegar konan kom úr sturtu og sá ekki hundinn, fór hún beint út á götu og kallaði, Nýjasta Tíska, Nýjasta Tíska.


Leikfimin og fínu skórnir hennar Magneu.

Eftir að hafa verið í málningarvinnu með yngri börnin í skólanum í dag og ýmsum frágangi fyrir morgundaginn sem er hátíðsdagur hjá okkur, það á að flagga Grænfánanum í fyrsta skiptið, að þá er ég fegin því að ég sé á leið í leikfimi í dag. Um leið og ég hugsaði um leikfimina datt mér í hug fínu skórnir hennar Magneu sem hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu Signýju, svolítið balletlegir og minnir mig á að hún getur dansað ballet eins og litlu stelpurnar hjá Báru.

skórnir- magneu

                           Magnea í fínu skónum.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband