Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 17:26
Brúðkaupsdagur minn!
Í dag á ég brúðkaupsafmæli og á tvö ár í Perlubrúðkaup. Ef ég hefði haldið áfram með hjónaband nr. 1 þá væru árin átta árum fleiri og komin hátt í gullið! Hahaha
Ég man þegar við giftum okkur hjá borgadómara í Reykjavík, systir mín og sameiginleg vinkona okkar voru svaramenn. Eftir það var haldið út á Seltjarnanes til foreldra minna til að tilkynna þeim að við værum gift. Maðurinn minn hringdi í foreldra sína vesur á Snæfellsnes og svo systkini sín sem ekki voru en heima í foreldrahúsum.
Ég var komin sjö mánuði á leið af frumburði okkar og giftist í víðum þunnum lérefts/bómullarkjól svona off white með blómvönd úr þurrkuðum blómum (það var í tísku þá) sem Binni bjó til.
Um kvöldið fórum við í samkvæmi hjá vinkonu okkar, sem var svaramaður og þegar leið á kvöldið var ég orðin dáldið þreytt og vildi heim - en maðurinn minn vildi vera lengur og mér fannst það nú í góðu lagi. Systir vinkonu minnar var þarna með eitt hjónaband á bakinu og fannst þetta ekki sérlega smekklegt af brúðgumanum að fara ekki heim með brúðinni!
Ég hef oft hugsað um þetta til baka og reynt að setja mig í systur vinkonu minnar spor og get vel séð að þetta hefur ekki litið vel út, en við vorum í sæluvímu, með gjörólíkan lífsstíl systurinnar sem var dama, en við í hippaútlitinu og lifðum eftir því þangað til barnið kom.
Gleðilegt ár öll sömul!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
30.12.2007 | 22:25
Bækur, gjafir og barnabörnin.
Ein af bókunum sem ég fékk í jólagjöf er "Vestanvindur" Ólínar Þorvarðardóttur, ég fékk reyndar tvær og á eftir að skipta henni, fæ mér líklegast aðra ljóðabók eftir konu.
Eitt af ljóðum Ólínar heitir "Áramót" og er svona:
Enn vaggar tíminn
nýfæddu ári
í faðmi sínum
við deyjandi glæður
af bálför þess liðna
horfa hvívoðungsaugu
í myrkar sjónir
óræðrar fyrndar
Önnur ljóð sem mér finnst góð eru, Mæði, Fóbía, Tilfinningalíf, Á sviði, Jólanótt og Augu barns. Ég hef ekki náð að lesa allt og svo þarf ég líka að lesa aftur og aftur, það er það yndislega við ljóðabækur.
Ég fékk málaða mynd í jólagjöf frá Magneu litlu ens og hálfs árs, mamma hennar og pabbi létu hana mála með fingrunum á mörg karton í einu og svo voru þær klipptar niður í ramma handa mörgum í fjölskyldunni.
Hér eru myndir af Magneu að mála og svo afraksturinn komin í ramma og ég fékk þessa þriðju frá vinstri. Nú er Magnea að fara heim aðfaranótt nýársdags aftur til Kaupmannahafnar. Ég á eftir að sagna hennar mikið.
Þarna eru Jón Geir og Edda (fjær) tvíburar 4 ára og Ylfa Eir 6 ára hér fyrir framan búin að missa tvær framtennur í efri góm. Hér busla þau í pottinum hjá ömmu Eddu og afa Bigga. Edda litla er veik heima hjá afa Hannesi í Garðabæ og mamma hennar er að stíga upp úr veikindum. Þau fara ekki fyrr en 5. janúar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.12.2007 | 17:25
Karlrembur og fegurðarsamkeppni.
Ég er ein af þeim sem læði bók í jólapakka einhvers fjölskyldumeðlims sem mig langar að lesa sjálf. Svoleiðis var það um þessi jól og er bókin "Játningar Karlrembu" eftir Lars Einar Engström sænskur sálfræðingur sem hefur starfað við ráðgjöf og starfsmannastjórnun í Svíþjóð og víða í Evrópu s.l. 25 ár.
Það sem kemur mér á óvart við bókina er að hún er skrifuð á einfaldan og skýran hátt og jafnvel einlægan.
Núna þegar einhver bloggari sem titlaður er blaðamaður hefur farið af stað með fegurðasamkeppni femínista á blogginu og fjölmiðill eins og Morgunblaðið lagst svo lágt að gera sér mat úr því er ekki úr vegi að staldra við og skoða hvað Engström hefur að segja um orðið "Femínisti" og sína kynbræður, uppeldið sitt og þeirra og uppeldi stúlkna.
Byrjum á því síðast nefnda:
"Styrkur kvenna felst í óþreytandi vilja þeirra til að sameina vinnu og fjölskyldulíf, að leggja á sig að taka á vandamálum,að leita lausna og úrræða. Í stuttu máli, konur passa upp á lífið. Stjórnsemi karla er fremur áunnin. Flestir okkar hafa ekkert unnið okkur til ágætis annað en það að fæðast sem karlar og þar af leiðandi fengið ýmis forréttindi í vöggugjöf." (bls. 16)
Oft hefur verið talað um tengingu karla á vinnustöðum og svokallað "karlanet" oft er þetta "net" sem er ekki skipulagt heldur meir eins og samtenging stráka, arfleifð leikja og íþrótta þar sem örvunin gengur út á að keppa og passa upp á hvorn annan. Hefðin hjá körlum er rótgróin og þeir hafa getað sinnt því óskiptir. Þessi nettenging kemur líka fram í kúgun á konum. Engström segir að það hafi ávallt verið ljóst hvað fyrirtæki vildu við mannaráðningar, ef þeir vildu karl þá fengu þeir karl þótt þeir hafi þurft að nota kúgunarferlið við það.
"Þegar kona var ráðin sem upplýsingafulltrúi í fyrirtækinu mætti hún andstöðu úr öllum áttum. Sumir grínuðust, aðrir voru kaldhæðnir og bókuðu fundi með henni með engum fyrirvara. Við hinir, þar á meðal ég, hlógum með þeim sem verstir voru, hvort sem við skildum grínið eða ekki. Enginn studdi hana og að sjálfsögðu hætti hún fljótlega. Það er eimitt það sem við karlarnir vildum og okkur tókst ætlunarverk okkar." (bls. 35)
Engström hefur birt skilgreiningu á orðinu "Femínisti eftir vísindamanninn Lenu Gemzöe sem starfar hjá kvennarannsóknarstofnun í Stokkhólmi. Hún segir að Femínisti sé persóna sem telur að:
"1. Konur séu lægra settar en karlar
2. Því eigi að breyta"
(bls. 59)
Það er margt skemmtilegt og gott í þessari bók og það sérstaka er að Engström uppgötvar þetta ekki fyrr en á miðjum aldri búin að fórna konu og börnum og er í nýrri sambúð en samt... hefur það kannski orðið honum til góðs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.12.2007 | 22:07
Veikindi herja á þessu heimili um jólin!
Aðfangadagskvöld var dásamlegt, stelpurnar mínar (barnabörnin) frá Svíþjóð Edda og Ylfa Eir voru í eins kjólum og Jón Geir var í skyrtu með bindi. Kalkúnn á borðum og börnin borðuðu ekkert betur spennan svo mikil. Þau voru þakklát og glöð með hvern einasta pakka og nutu alls í botn.
Morguninn eftir voru báðar dætur mínar orðnar veikar og eru enn. Pabbi þeirra var lagstur á Þorláksmessu og nú er öll hans fjölskylda orðin veik í Garðabænum, konan hans, sonur minn og dætur hans, þannig að árlegu jólaboði á jóladag var aflýst þar á bæ. Þetta setur strik í reikninginn, en samt hefur þetta gengið vel, enda hafa börnin ekki orðið veik hér. Auðvita vona ég að sleppa við veikindi, en það kemur bara í ljós.
Magnea, Sindri og Aldís kíktu í dag og fóru svo í jólaboð kl. 18 í bænum og á morgun förum við svo í jólaboð á Álftanesið til forsetans... æi ég meinti til Þóru mágkonu!
Set myndir inn á færsluna síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.12.2007 | 14:53
Snjókorn falla, á allt og alla...
Það gerðist í gærkvöldi þegar barnabörnin mín frá Svíþjóð fóru í heita pottinn og busluðu eins og þau ættu lífið að leysa að það snjóaði örlítið og ekki þlaust við að það sé á leiðinni fleiri korn.. Þau eru æði. Magnea litla er farin til Reykjavíkur í Silungakvíslina að halda jólin með ömmu Signý og Páli afa og Veru frænku.
Elsku Bloggvinir mínir nær og fjær.
Gleðileg jól! Veðrið er yndislegt eins og er og sólin heilsar okkur með ljósinu sínu eftir dimmviðrið og vetrarsólstöður.
Það eru alltaf nokkrir pakkar eftir í lokin er að leggja síðustu hönd á þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.12.2007 | 19:26
Afhverju þurfa konur að sæta því að ofbeldismenn gagnvart þeim og börnum þeirra gangi lausir?
Afhverju er ekki hægt að fá nálgunarbann á menn fyrr en sannað þykir að þeir hafi gert eitthvað saknæmt af sér?
Hvar eru forvarnirnnar?
Ég skil ekki það kerfi sem býður hættunni heim á þennan hátt. Fyrrverandi makar geta verið með áreiti síendurtekið og ekkert hægt að gera fyrr en þeir brjóta af sér, helst með líkamsmeiðingum.
Hvað ætli það séu margar konur á Íslandi sem sæta andlegu ofbeldi án þess að nokkuð er hægt að aðhafast?
Hver þekkir ekki til kvenna eða kvenmanns sem sætt hefur áreiti og eða ofsóknum á einn eða annan hátt frá karlmanni?
Fyrir nú utan það ofbeldi sem fjölskyldur fíkniefnaneytanda þarf að búa við, stöðuga hræðslu um ógnun og ofsóknir.
Ég fæ steinsmugu af þessum pælingum.
Bless á meðan.
Hæstiréttur staðfestir nálgunarbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.12.2007 | 16:47
Siðareglur
Þetta snýst ekki bara um glæpamenn eins fram hefur komið hjá einhverjum í bloggheimum, heldur almennt siðgæði og mér finnst að það ætti að gilda líka fyrir kennara í fullorðinsfræðslu þ. e. háskólstig og fleira. Nemendur hafa þurft að flýja eða hætta námi vegna ástarsambands við kennara.
Þetta er ekkert minna mál fyrir kennara frekar en lækna og sálfræðinga og ætti að gilda um allar starfsstéttir sem hafa skjólstæðinga eða börn/fólk í sinni umsjá.
Ég er á því að taka eigi umræðuna innan kennarasamtakanna á öllum skólastigum.
Vill siðareglur fyrir starfsstéttir sem vinna með börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.12.2007 | 22:32
Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun Stormviðvörun
Er engin þreyta í mönnum á þessu orði "stormviðvörun" eða kannski veðri?
Ég er alveg búin að fá upp í kok á þessu. Þeir sem búa úti á landi og þurfa að sækja margt til Reykjavíkur þá er þetta orðið ansi þreytt.
Gátu þeir ekki beðið með þetta þangað til í janúar?
Hvað finnst ykkur? Eruð þið sátt?
Hafið þið einhverjar tillögur/lausnir?
Stormviðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
14.12.2007 | 18:32
Bráðum koma blessuð jólin....
börnin fara að hlakka til.
Magnea er að koma heim á mánudaginn, jibbý! Mamma hennar kemur heim á Þorláksmessu. Svo verður flogið aftur til Kaupmannahafnar á Nýársdagsmorgun. Þau koma um hádegisbilið og ég fer út á flugvöll að sækja þau með afa Bigga.
Magnea með ömmu Signý og Sindra pabba.
Magnea með Aldísi mömmu sinni.
Smá sædýrasafn með myndinni ekki verra!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.12.2007 | 14:17
Forréttindi hverra? (Grein af Vefritinu birt með leyfi höfundar)
Set þessa grein hér inn af vefritinu. Leyfið fékk ég hjá Steinunni. Fegin er ég að einhver í fjölskyldunni skuli halda áfram að berjast fyrir jafnrétti kvenna og karla í fjölskyldunni, Steinunn er nefnilega systurdóttir mín. Hér kemur greinin hennar af Vefritinu.
Ef ég sagði eitthvað vitlaust þá biðst ég vægðar og vona að mér sé fyrirgefið, segir hvítur, miðaldra, millistéttar karlmaður í góðri stöðu í þjóðfélaginu. Hann er einn þeirra sem telur femínista stjórna allri umræðu í samfélaginu. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem telur pólitíska rétthugsun hafa keyrt úr hófi fram. Hann telur sig varla geta opnað munninn án þess að vera skotinn niður af femínista í herklæðnaði sem skýtur úr jákvæðri mismununarbyssu, varpar kynjafræðisprengjum, notar strategíska jafnréttisáætlun í sókn sinni og verst með jafnréttislögum. Hin úthugsaða operation heimsyfirráð sem femínistar hafa planað síðan á seventís er greinilega á fúllsving.
Femínistar virðast samkvæmt umræðunni vera búnir að banna hitt og þetta og svo er fólk voða pirrað yfir að málfrelsi þeirra sé heft (af femínistum náttúrulega) þegar sleggjudómar þeirra um hópa fólks eru gagnrýndir. Ef það er málfrelsi að fullyrða að útlendingar séu nauðgarar upp til hópa, af hverju er það þá árás femínista á karlmenn að benda á það að yfir 90% naugðara eru karlmenn? Hið fyrrnefnda er vanalega rökstutt með tilfinningu og hið seinna með rannsóknum. Og hvað er það annað en alvarleg aðför að tjáningarfrelsi kvenna að hóta þeim konum kynferðislegu ofbeldi sem tjá sig opinskátt um jafnréttismál á opinberum vettvangi. Við höfum dæmi um þetta frá því nú í vikunni á bloggi Gillzeneggers og á fleiri bloggum frá því í kringum klámráðstefnumálið hið mikla. Kenna kjellingunum smá lexíu, þær eru orðnar aaaaðeins of valdamiklar.
Orðnar of valdamiklar? Klassískt dæmi, viðsnúin hlutverk: Ef konur væru 70% þingmanna, karlmaður hefði aldrei verið bankastjóri, forsætisráðherra né biskup. Allir bankastjórar og seðlabankastjórar væru konur, enginn karl væri kvótakóngur, karlar fengju greitt minna en konur fyrir sömu störf og þau störf sem titluð væru karlastörf væru lítt metin og illa borguð. Karlar væru innan við 8% stjórnarmanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það sem karlar gerðu væri lítið fréttnæmt. Fréttatímar væru yfirfullir af því sem konur eru að gera af því að það væri merkilegt en það sem karlar gerðu væru í ansi mörgum tilfellum kallað fótboltafréttir og ekki vert að minnast á. Helstu birtingamyndir karla væru að birtast hálfnaktir, sólbrúnir og stæltir í kynferðislegum stellingum og það sem konum fyndist skemmtilegast að pæla í varðandi karla væri hversu stórt typpi þeir væru með. Karlar væru seldir svo hundruðum þúsundum skipti á milli landa í þeim tilgangi að neyða þá í vændi. Ef að karlar síðan svo mikið sem voguðu sér að setja út á þetta ástand þá væri þeim bent á að jafnrétti væri löngu náð og sannast sagna væru þeir frekir vælukjóar sem hefðu of hátt.
Það er mjög merkilegt að komin sé upp sú staða að internetið er fullt af forréttindafemínistum og hvítum, karlkyns, millistéttar, gagnkynhneigðum píslarvottum þess að hafa fæðst inn í heim þar sem þeim sé bannað að tjá sig vegna þess að þeir tilheyri ekki minnihlutahóp. Hvernig gerðist það að femínismi er allt í einu tengdur við forréttindi og jakkafatakarl við píslarvotta? Ef femínistar hefðu raunverulega þau völd sem þeim eru eignuð í þessari orðræðu þá liti samfélagið svolítið öðruvísi út. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staða kvenna í samfélaginu verður aldrei leiðrétt nema staða karla sé líka leiðrétt. Til dæmis tel ég það raunverulegt baráttumál fyrir karla að fá rými til að ræða tilfinningar sínar án þess að hæðst sé að þeim. Þegar stelpustrákur er ekki lengur niðrandi orð er takmarkinu náð. En þegar málefni karla eru rædd á þann hátt að kvennabarátta síðustu áratuga hafi gert drengjum þessa lands ljótan grikk þá erum við á villigötum. Að lokum: Operation heimsyfirráð er auðvitað algjört bull og hefur aldrei verið til, femínistar eru ekki gjarnir á að klæða sig í hermannabúning og væri þá til of mikils mælst ef hætt væri að stilla jafnréttisbaráttu upp sem skotgrafarhernaði milli karla og kvenna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen