Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

.....bloggidiblob

Ekkert stuð hér, er ekki komin niður eftir landsfundinn, lifi bara á minningunum, það er líka gott. Það eru líka margir búnir að blogga um fundinn og svo er svo gaman að skanna allt sem bloggvinir eru að skrifa og læt það vera nóg fyrir mig í bili.

Var í fermingarveislu í gærkvöldi, fermingarbarnið heitir Helgi Andrésson, þar var mikil tónlistarveisla og kann ég ekki að nefna alla þá tónlistarmenn sem komu þar fram nema þá hljómsveitina margfrægu Baggalútur sem ég sá og hlustaði á annan daginn í röð. Eitt tónlistaratriðið var söngur ungrar stúlku úr Borganesi sem heitir Inga Björk sem er aðeins 14 ára við undirleik Davíðs Þórs ættaðan af Skaga og hún söng án þess að hafa æft með Davíð eða hitt hann áður. Hún á hrós skilið fyrir kjarkinn  að láta vaða!

Ég er strax farin að hlakka til miðvikudagskvöldsins, þá ætla konur að hittast í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Akranesi og spjalla saman og fá góðan gest úr Reykjavík Oddnýju Sturludóttur.

Allar stelpur/stúlkur/konur eru velkomnar. 


Hvað getur maður sagt!

Ég hef aldrei á ævinni upplifað aðra eins samkennd í svona stórum hópi fólks eins og landsfundi Samfylkingarinnar í dag og í gær. Hrikalega mikil og góð vinna sem var framkvæmd á þessum fundi. Nú erég sæl of þreytt og blogga um þetta siðar.

En ég verð að setja inn texta Magneu J.Matthíasdóttur á ljóðinu  sem Diddú flutti á svo eftirminnilegan hátt, eitt af mínu uppáhaldi.

 Yfirlýsing.

 

líf mitt

er ekki laugardagsvöllur

að þú getir leikið þér

í fótbolta

með tilfinningar mínar

 

líkami minn

er ekki vesturbæjarlaug

að þú getir svamlað þar

þér til hressingar

gegn vægu gjaldi ástarorða

 

hjarta mitt

er ekki aðalbókasafnið

að þú getir sótt þangað

þær kenndir

sem falla best að smekk þínum

 

í stuttu máli

heyri ég ekki undir félagslega þjónustu

í reykjavík

heldur er ég kona

bý í skerjafirði

og á mig sjálf 


20 ára

 

 Páskar 2007 og Fylkir 20 ára 034

Sonur minn Fylkir varð tvítugur í gær 13. apríl. Hér er mynd af honum með sinni heittelskuðu Alexöndru. Hér á heimilinu var kökuát um kvöldið afþví foreldrarnir voru uppteknir annarvegar á landsfundi Samfylkingarinnar og hinsvegar í vinnu á austur á landi. Alexandra kom með súkkulaði köku sem á voru 20 kerti. Myndin var tekin í miðju kökuáti.

Ég veit að hann er ekki alveg að fíla svona nokkuð að mamma sé að setja mynd á bloggið en hann fyrirgefur það vegna aldurs míns og aukins áhuga á ljósmyndum  afkomenda!


Fjölmenni var á fundi Samfylkingarinnar

 í gamla verkalýðssalnum á Akranesi í gærkvöldi. Þar mættu til leiks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, undir slagorðinu "Sterk saman" ásamt frambjóðendum Norð-Vesturs kjördæmis, það eru Guðbjartur Hannesson, Karl Valgarð Matthíasson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Ingibjörg geislaði eins og venjulega og hvatti fólk áfram þrátt fyrir slælega könnun sem kom í gær. Hún sagði frá nýútkomnum bæklingi sem Jón Sigurðsson ritstýrði  f.v. Seðlabankastjóri (þó ekki nafni hans í Framsókn). Jafnvægi og framfarir heitir bæklinurinn og er greinagerð sem unnin er í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu.

Þetta er bæklingur sem allir verða að lesa eða í það minnsta skanna. Þar er greint frá málum eins og kostnaði fyrirtækja og heimila vegna krónunnar og spurningunni um hvort krónan sé nógu stór fyrir okkur Íslendinga? Einnig er að finna hvernig ríkissjóður er orðin háður ofþenslunni, sundurleitni í bótakerfi almannatrygginga, ósanngjarna skattbyrði,hvernig styrkir til búvöruframleiðslu halda aftur af hagvexti, fákeppni sem heldur uppi vöruverði og vinnumarkaðinn og ymsar breytingar sem hafa orið á honum undanfarið. Heill kafli er líka um um "Umhverfi og efnahag" þar sem m.a. er stiklað á loftlagsbreytingum og ógninni sem fylgir því og lausn sem felst  hnattrænu átaki og heildraráætlun um viðbrögðum Íslendinga.

Aðgerðaráætlun í málefnum barna og lífskjör aldraðra var ofarlega á baugi enda með eindæmum merkilegt hvað það voru margir eftirlaunþegar á fundinum sem fundu sig jafnt í að spjalla um sín eigin mál og barnbarna sinna. Össur sagði reynslusögu af sínum foreldrum sem er að verða ofþekkt staðreynd í íslensku þjóðfélagi án þess að til ráða verði tekið og það þvingunar skilnaður hjóna á elliárum inni á dvalarheimilum.

Guðbjartur stjórnaði fundinum með glæsibrag og tók til máls ásamt Karli og Önnu. Þau voru öllu Norð-Vesturkjördæmi til sóma og er því ekkert eftir neitt annað en að setja lítið x við stóra essið!

 


Ingibjörg Sólrún drottning Íslands og Össur sterk saman

Ég hlakka til kvöldsins sem verður fundur með stjórnmálaskörungum þjóðarinnar á Akranesi í kvöld kl. 20. Allir eru velkomnir, húsið er stórt enda hýsir það Glitni og þeir eru venjulega ekki í neinum kofum. Húsið hefur stundum verið kallað Verkalýðshöllinn og hentar því vel fyrir drottningu vora.

Ingibjörg drottning stjórnmálanna á Íslandi með alla erfðaprinsanna í kringum sig. Það verður forvitnilegt hvernig það er fyrir íslenska drottningu að kljást við alla erfðaprinsanna og hvort hún þurfi að setja einhverja í ónáð og eða jafnvel í turnin!

En Ingibjörg er góða drottningin svo það er ólíklegt að hún noti sömu aðferðir og vondu drottningarnar. Góðar drottningar kunna að finna lausnir, hún situr hvorki á gullinu sínu eða horfir í spegilinn og segir "Spegill spegill herm þú mér...."

Drottning vor kann líka eilítið aðra hluti en hefðbundnar drottningar (ef núlifandi drottningar eru ekki taldar með) hún kann að tala fallegt mál, hún er góður stílisti í rituðu máli, hún tekur glímuna við andstæðingana án skylminga, hún er feiknagóður verkstjóri, hennar hjarta slær í takt við jafnrétti og systra-bræðralag. hún er góður jafnaðarmaður og hún er kvenfrelsiskona.

Hún er.

 


Titringur

Það er gaman í bloggheimum núna. Það er heilmikið skrifað um niðurstöður nýjustu kannana Capacent Gallups og ekki fæ ég betur séð en Sjálfstæðismenn séu languppteknastir af því að skrifa um óvinsældir Ingibjargar. Þeir eru svo uppteknir af því hvernig Samfylkingarmenn bregðast við niðurstöðunum að þeir gera sér bæði upp hugmyndir um skoðanir þeirra og vísa líka beint á bloggsíður Samfylkingafólks til að vísa í "feluskap" um könnunina af því skrif þeirra fjalla ekki  um könnunina.

Það er eitt að hafa óskhyggju um það hvað aðrir skrifa um á bloggsíðum sínum, en annað er að virða skrif fólks án þess að gera því upp væl, þagnir og fleira.

Eitt er merkilegt við þessi skrif er að langtum meirihluti þess sem skrifar eru karlmenn. Nokkrar konur taka þátt og þá aðallega í athugasemdarskrifum.

Ég velti því alvarlega fyrir mér eftir skönnunina hér í bloggheimum sem virðist vera  karlmenn  í meirihluta að blogga, alltént sem er áberandi (hef engar tölur um þetta) og á vinsælum bloggum eins og það heitir hér á mbl.is að kona í forustu og valdastöðu  sem hefur sýnt og sannað að hafa skákað því valdi sem hefur mest og oftast ráðið ríkjum hér á landi er ekki "þessum" karlmönnum þóknanleg. Ögrunin er greinilega of mikil.

Þessi titringur karlmanna minnir mig á blóm sem ég hef stundum átt í gegn um tíðina er gullfallegt og heitir "Titrandi karlmannshjarta". Blöðin á blóminu eru hjartalöguð og pínulítil og stilkurinn svo grannur að það hreyfist við minnsta tilefni.

 


Bjalla er "bjórfullur" maður - en ekki bjórlaus

er málshátturinn sem kom upp úr okkar hjóna sameiginlega páskaeggi frá Nóa Síríusi og ekki minnumst við þes að hafa heyrt hann áður. Ef einhver veit deili á málshættinum væri gaman að heyra um það!

Ungur frændi minn sem er hér í dvöl hjá mér yfir páska fékk sinn úr Biblíunni og er svona: Vont samtal spillir góðum siðum.


Bjalla er bjórfullur maður

er málshátturinn sem kom upp úr okkar hjóna sameiginlega páskaeggi frá Nóa Síríusi og ekki minnumst við þes að hafa heyrt hann áður. Ef einhver veit deili á málshættinum væri gaman að heyra um það!

Ungur frændi minn sem er hér í dvöl hjá mér yfir páska fékk sinn úr Biblíunni og er svona: Vont samtal spillir góðum siðum.


Vont og verst

Vont er að láta leiða sig,

leiða og neyða.

Verra að láta veiða sig,

veiða og meiða.

Vont að vera háð,

verst að lifa af náð.

Gott að vera fleyg og fær

frjáls í hverju spori.

Sinnið verður sumarblær,

sálin full að vori.

 

Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum.


Fermingarbarnið Vera

vera

Í dag var ég í fermingarveislu hjá Veru sem er mágkona sonar míns. Það var glæsileg veisla og fermingarbarnið svo fallegt með fallega fléttugreiðslu og fallegum tvískiptum kjól úr hvítri blúndu. Veislan var haldin í sal úti í bæ í einum af grunnskóla Reykjajavíkur. Samt er alltaf dálítið skrýtið að það er ekki lengur til siðs að taka upp gjafir í fermingarveislum, ekki laust við að ég sakni stemmningarinnar sem fylgir því eins og í afmælum sem ég mæti í hjá fjölskyldunni eða bara eins og í þá daga sem ég fermdist og veislan var heima og pakkarnir teknir upp jafn óðum og gestirnir komu.  Ég er svo forvitin. En Vera var og er dásamleg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband