Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
30.6.2007 | 11:59
Til hamingju með afmælið
elsku Heiða mín. Heiða mín er frumburður minn hún var 13 merkur fæddist um kl. 13 á sunnudegi. Heiða á tvær vinkonur sem eiga sama afmælisdag og hún, Margrét (ári yngri en Heiða)sem býr í sveit rétt hjá Vík í Mýrdal og Fanney sem er 40 ára í dag. Ég sendi þeim mínar bestu afmæliskveðjur.
Svo má ekki gleyma langafa Aldísar sem á lika afmæli í dag, til haminju með langafa Aldís mín.
Heiða fékk lítinn frænda í afmælisgjöf í morgun, Kári og Brynhildur búin að eiga strák. Til hamingju elsku Kári og Brynhildur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 13:12
Sól sól skín á mig...
Þetta er aldeilis flott veður sem við fáum þessa daganna, ég nenni engu umfram blogg og liggja í sólbaði.
Á morgun verður engin letidagur, tvöföld fermingarveisla í sveitinni n.t.t. á Snæfellsnesi, fimmtugsafmæli á Skaga um kvöldið og stærst af öllu seint um kvöldið eða nóttina kemur elsta barnabarn mitt frá Danmörku og dvelur á Íslandi í hálfan mánuð.
Sandra María Högnadóttir 12 ára snót. Ég hlakka svo til að sjá hana en það verður væntalega ekki fyrr en á sunnudag, pabbi hennar fer á völlinn að sækja hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2007 | 11:04
Held áfram að rúnta á blogginu
Ég á svo frábæra bloggvini sem skrifa svo vel að það er óþarfi að finna upp hjólið þegar ég get vonandi gefið fleirum forsmekkin af mínum bloggvinum.
Bloggið og skrifin hennar Jennýjar Baldursdóttur koma oftar en ekki út hláturgusunum þrátt fyrir að hún skrifi um háalvarleg mál. Í dag gerir hún sérkennilegu máli Bæjarstjórnar Kópavogs skil, en þau í Bæjarstjórninni hafa töluvert verið í sviðsljósinu undanfarið og þá helst vegna mála sem fram hafa komið um staðinn Gullputta.
Ólína Torfadóttir ritar pistil á sínu bloggi undir titlinum "Hverskonar vettvangur er bloggið?" þar veltir hún upp hugmyndum annara um blogg og fordóma gegn því. Nauðsynleg lesning fyrir bloggara.
Páll Jóhannesson er Akureyringur, Þórsari og jafnaðarmaður. Hann skrifar um pólitík, fótbolta og dægurmál. Hann er góður sögumaður og endar alltaf bloggin sín á fróðleiksmolum. Fróðleiksmolar hans í gær voru: Fullnæging svína varir í u.þ.b. 30 mínútur.
Fyrrverandi talskona feminista sem er eðalbloggari og búin að standa vaktina lengi bæði sem talskona og bloggari er með ágætan pistil í dag um firringuna sem á sér stað í samfélaginu á sama tíma og við göngum gegn umferðaslysum að þá er sýning á hraðakstri í Smáralind og klikt út með kökuklessu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 14:18
Rúnturinn hjá bloggvinum
Það er ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að skoða allt blogg hjá bloggvinum. Ég hef setið við tövuna frá kl.11:30 að skoða blogg og einstöku sinnum farið yfir á annað út frá þeim sem ég hef skoðað.
Ég hef líka hreinsað svolítið til á blogginu mínu eins og Jenný þar sem sum bloggin voru eingöngu virk í kringum kosningar. Svo eru alltaf einn og einn sem hætta eða flytja sig annað. Sumarfrí tilkynna líka margir þessa dagana.
Það sem helst hefur fangað athygli mína á þessum bloggrúnti er bloggið hjá Þorsteini Ingimarssynisem fjallar um staðsetningarbúnað á erlendum konum hér á landi við vinnu sína, það er svínslegt ef satt er og hvar er vinnueftirlit og lögreglueftirlit?
Brasilískst vax hefur verið töluvert í umræðunni á vefsíðum og í blöðum undanfarna mánuði og ekkert lát á. Heiða Bergþóra Þórðardóttir er ein þeirra sem hefur tekið þetta fyrir og gerir grín af þessu með skemmtilegum sans fyrir gagnrýni. Það er af sem áður var þegar við konur þurftum að berjast fyrir því að verða ekki rakaðar að neðan við barnsfæðingu, nú hafa rakarar fæðingadeilda ekkert að gera og engar stolpípur heldur! Það skildi þó aldrei vera að þeir hafi komið þessu í tísku aftur sem höfðu þennan starfa innan fæðingadeildanna?
Að síðustu bendi ég á blogg vinkonu minnar Ástu Ragnheiðar sem bloggar um allsérstakt náttúruundur við Þingvelli, svokallaðar klettagæsir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.6.2007 | 13:03
Sólin
Ég ligg í sólbaði og les blöð. Gæti ekki haft það betra.
Margt er samt ljótt í blöðunum í dag, eins og frásögn konu af linnulausi ofbeldi manns sem þóttist eiga konuna afþví hún fékk landvistarleyfi í gegn um hans fyrirtæki og vann hjá honum. Hafði bara ekki fantasíu fyrir því áður að hugsa um hvað vinnuveitendur getað ógnað fólki með þessum rétti eða lögum um landvistarleyfi til launþega hjá einkafyrirtækjum. ÖMURLEGT Þetta verður að stoppa strax.
Viðtal við einn af þremennigunum sem voru í bílnum sem lenti á Hamborgarabúlluna, hann var eigandinn og sat frammí, þetta er eitt af þessu íslenska fyrirbrygði allir vinir og jolly jolly.... eigandinn fékk sér í glas og hitti svo bara strák sem hann fékk til að keyra bílinn heim og einhver stelpa greinilega fylgir með og situr í aftursætinu beltislaus þrátt fyrir athugasemd eigandans... svo bara gerist þetta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2007 | 13:30
Stend með þeim
Hér á Akranesi er sem betur fer ekki mikið um umferðarslys , en því miður þeim mun fleiri sem eiga hér heima sem verða fyrir því í nágrenni byggðarinnar. Oft var Hvalfjörðurinn erfiður og mörg slys áttu sér stað þar sem hefur eðlilega minnkað með breyttum aðstæðum. Vegurinn á milli Akraness og Reykjavíkur er samt stórhættulegur vegna mikils álags ökutækja.
Vonandi bætast starfsmenn sjúkrahúss Akraness með ásamt sjúkraflutningamönnum. Baráttukveðjur til allra sem koma að þessu.
Fleiri bætast í göngu gegn bílslysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.6.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2007 | 12:32
Laugavegur
Skrapp aðeins á Laugaveginn í fyrradag með systur minni. Fór í tvær þrjár skóbúðir því það var mitt erindi. Í leiðinni var upplagt að skoða eitthvað að þessum nýju búðum við Laugaveginn og rákum við nefið inn í Marimekko og Þrjár hæðir.
Í fyrri búðinni eru þekktar finnskar vörur og eru ekki ódýrar en vandaðar, sem dæmi kostar ein samfella á bleijubarn á 3. þúsund krónur, gullfallegt og sterklegt.
Á þremur hæðum var hægt að kaupa kjól á 105 þús. og ein buxnadrakt, algjört gull í útliti, hægt að kaupa jakkann og buxurnar í sitt hvoru lagi, jakkinn kostar 75 þús. og ég leit ekki á verð buxunnar því þá var þetta orðið heldur óþægilegt.
Á laugardaginn í síðustu viku var ég líka á Laugaveginum, Bara á neðsta partinum og fór inn í búðina Kisu, sá þar fallega leðurtösku eða handveski og spurði um verðið? 110 þús svaraði afgreiðslukonan og bætti við að þetta væri ný country lína frá Sonju Rykiel!
Þá veit mar það og ég maðurinn minn fórum í Tiger og keyptum nokkra hluti á 800 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 22:44
Bleiku steinarnir
voru afhentir í gær af Feminístafélagi Íslands á Austurvelli og á Ísafirði til þingmanna Norð-Vestur kjördæmisins sem eingöngu eru karlmenn. Þetta eru níu steinar og þar með níu karlar sem fengu hvatningaverðlaunin sem felst í aukinni umræðu og framkvæmdum í jafnréttismálum.
Til hamingju allir og leyfið okkur nú að heyra fljótlega frá ykkur um jafnréttismál!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2007 | 19:04
Mold, vikur,blóm og pottar.
Fór í Bónus og keypti þrjú pottasett til að hafa úti, í hverju setti eru þrjár mismunandi pottastærðir. Fyrir þetta borgaði ég 1797 krónur. Svo fór ég gróðurstöðina okkar og keypti þrjá poka af 40 lítra mold, tvo poka af 10 lítra vikri og 10 kg af blákorni. Það kostaði 5048 kr.
Afhverju er ég að segja frá þessu ? Jú ég er dálítið hissa á pottaverðinu og skil ekki hvernig það er hægt að fá þá fyrir svona lítið. Við hér á Skaga erum nýbúin að fá Bónus.
Ég hef búið í sérbýli í tvö ár og hef komist að ýmsu jákvæðu við það en neikvæðar hliðar eru heldur fleiri ef fjárútlát er tekin með. Það sem við þurftum að koma okkur upp er t.d. sláttuvél, slátturorf, allskonar garðyrkjudót og garðyrkjumanni til að klippa á hverju vori, og ekki má gleyma spraututæki til að úða tréin, slöngu og margt fleira.
Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó í fjölbýlinu hvernig margir fundir fóru í að framkvæma smæstu hluti sem við gerum núna eins og að kaupa mjólk. Ég get ekki neitað því hvað mér fannst oft erfitt að upplifa smásmuguganginn í sambýlingunum þegar kom að garðyrkjunni en það má segja þeim til afsökunnar að það er alls ekki langt síðan fjölbýlishúsalóðir hér fóru að rækta í kring um sig. Nú er sú lóð ein fallegasta fjölbýlishúsalóð á Akranesi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 01:04
Dagur kvenna á Íslandi í sólskini allan daginn og himininn á heimleiðinni bleikur.
Mikið ósköp er ég fegin að hafa drifið mig til Reykjavíkur og málað daginn bleikann.
Þegar ég var komin á stefnumótið við dóttur mína og vinkonu hennar sem máluðu með mér bæinn fannst mér ég ekki nógu bleik og fann pappaspjald í töskunni sem á stóð Sabrina og var skærbleikt með hárspennum og festi í barminn minnug þess að hafa séð einhversstaðar leiðbeiningar þess eðlis að nota hvað sem er til að minna á bleika litinn.
Ég, Heiða og Eydís lölluðum okkur frá Hellusundi niður í Kvennó á móts við konur sem fóru saman í göngu um Þingholtin undir styrkri leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur. Við mættum full snemma og var engin komin nema dagskrárgerðamaðurinn Björn frá ruv sem tók viðtal við okkur í tilefni dagsins, það er hér fyrir þá sem vilja hlusta.
Eftir þessa frábæru göngu var fundur og kaffi á Hallveigarstöðum, húsi Kvenréttindafélags Íslands, það var yndislegt að sjá og hitta gamlar Rauðsokkur, gamlar Kvennalistakonur og nýja Feminísta.
Ingibjörg Sólrún var ein af þremur sem flutti ræðu og fór með tvö erindi úr ljóði um fullveldi kvenna eftir Matthías Jockumson sem hún lagði út frá í sínu máli. Hún var glimrandi góð og vona að ræðan verði birt sem fyrst.
Nú fer ég upp í rúm með 19. júní undir hendinni og byrja að lesa, mikil tilhlökkun, góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen