Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
19.6.2007 | 11:00
19. júní, munið allt bleikt í dag, til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 22:24
Fjallkarl handa Fjallkonunni,
"Stórlaxar að verða útdauðir", "Fánalög brotin á þjóðhátíðardegi" og "Sarkozy sigrar í þingkosningum.
Svona líta fyrirsagnir Fréttabalðsins í dag á baksíðu og forsíðu.
Morgunblaðið er með þetta:
"Landsmenn léku sér í sól og sumarblíðu", "Ógrynni tækifæra á einstöku svæði", "Verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni", "Serbarnir sigraðir í spennuleik", "Ragnar heiðraður" og "Verður MA einkaskóli?"
Viljið þið koma í leik? Búa til nýjar setningar úr hverri fyrirsögn, það er erfiðara en maður heldur. Ég er búin með fyrstu en þrír stafir ganga af og það má nota afgangsstafi í næstu setningu ef vantar, svo koll af kolli!(fjallkarlhandafjallkonunni) 1. KOLFINNA FANN HJALLAKARL -jlu
(stórlaxaraðverðaútdauðir)(fánalögbrotináþjóðhátíðardegi)(sarkozysigraríþingkosningum)(landsmenn léku sér í sól og sumarblíðu)(ógrynnitækifæraáeinstökusvæði)(verðumað endurskoðaalltkerfiðfrágrunni)(serbarnirsigraðiríspennuleik)(ragnarheiðraður)(verðurmaeinkaskóli)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2007 | 12:23
Þjóðhátíðardagurinn
Nú er ég orðin svo gömul að ég horfi á sjónvarpið frá Austurvelli fyrir hádegi á þessum degi undanfarin ár! Glætan að maður hafi fundist eitthvað til um þetta ræðuhjal, söngvahjal og fjalldrottninguna áður fyrr - almmáttugur bara það hallærislegasta af öllu enda hef ég aldrei verið þjóðbúningamanneskja og hef átt í mestu vandræðum með að tala sjálfan mig inn á þá línu að þetta sé í lagi og þjóðlegt.
Svo mýkist maður með árunum kannski sem betur fer. Ég átti svo kallaðan upphlut þegar ég var lítil stelpa, hann kom ekki til að góðu, því mamma neyddist hálfpartin til að fullgera verkefnið eftir að mér voru gefnir gull balderaðir boðungar af einni flínkustu balderingakonu Íslands en hún bjó í sömu götu og ég og var engri lík í umgengni við börn götunnar. Þangað fór maður ef mann langaði í eitthvað, þá var maður settur niður við borð og gefið kókómalt þess tíma sem var kakó og sykur hrært saman með mjólk og svo rúgbrauð með sykri á. Þetta voru gulldagar og gestgjafinn setti stundum grammófónplötu á litla handtrekkta fóninn sinn og dansaði ballet í kringum borðstofuborðið fyrir okkur börnin í götunni sem var sporöskjulagað og alltaf með þykkum spæl flauelis dúk á. Já það eru margar góðar minningar úr húsinu, nú er balderingakonan dáin og blessuð sé minning hennar, hún eignaðist aldrei börn sjálf en var bara með börnin í hverfinu.
En með því að ganga í upphlut á 17. júní og að mig minnir á fleiri merkisdögum naut maður ýmissa forréttinda eins það, að það var ókeypis í Tívolí í Vatnsmýrinni, ókeypis í strætó og svo voru voða margir sem vildu taka mynd af mér í búningnum en ég á sjálf bara eina sem tekin var úti við grindverk í hverfinu mínu af þýskri konu skósmiðsins í hverfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2007 | 22:11
Sigrún Edda þótt fyrr hefði verið,
en hún fékk verðlaunin í kvöld og hún er líka best, fyrir Dag vonar, æ hvað hún var yndisleg þegar hún kom á sviðið og tók við verðlaununum, til hamingju nafna!
Benedikt glæsilegi til hamingju með þig og FRÚNA ekkert smá - heil kóróna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 21:15
Þröstur Leó - hann er æði
það er ekkert skrýtið við það að hann hljóti Grímuna fyrir aukahlutverk og væri ekki hissa þótt það væri líka fyrir aðalhlutverk. Hannn er bara bestur! Víst eru það fleiri sem eru bestir, en mikið ofboðslega hef ég haldið upp á hann Þröst, allar götur frá því hann lék í "Eins og skepnan deyr" besta bíómynd for ever og Edda Heiðrún með honum - það eina senm skyggði á myndina var hárkolla eða viðbótarhár Eddu sem var algjört klúður.
Áfram Þröstur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 15:23
Umboðsmaður barna
Gott að sjá hvað margir fantagóðir hafa sótt um starfið og ekki bara lögfræðingar. Þarna hlýtur að hafa verið erfitt að velja. Það fór nú ekki mikið fyrir síðasta umboðsmanni en það segir reyndar ekki alla söguna þótt opinberir embættismenn séu mismikið í sviðsljósinu en óneitanlega var það mikil breyting frá starfsháttum Þórhildar Líndal sem kom fram með skörungsskap og heimsótti skólanna, enda var embættið nýtt í hennar tíð.
Maríu Sigurðardóttur þekki ég ekki neitt og ekki heldur finnst mér hafa borið mikið á henni sem framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en vonandi koma ferskir vindar með henni í nýja starfið og til hamingju með það!
Margrét María Sigurðardóttir ráðin umboðsmaður barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007 | 19:06
Það þurfti þó þetta til!
Þetta er niðurlag fréttar á mbl af Gunnari nokkrum Birgissyni og viðbrögðum hans við tímritsgreinum um Goldfinger þar sem hann var tíður gestur, hvernig í fjand... ná svona menn inn í pólitíkina? Mér finnst að hann eigi að segja af sér öllum ábyrgðarstöðum fyrir almenning.
,,Ég er búinn að segja það margoft að ég hef farið inn á Goldfinger og er ekkert verið að skammast mín fyrir það. Þar er lögleg starfssemi og annað slíkt. Ég mun hinsvegar ekki fara þangað oftar það er alveg ljóst.
Furðulega ódýrar afsakanir hjá Gunnari fyrir umfjölluninni þar sem hann kemur við sögu í vændissögu Íslands.
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 19:23
Hvar er allt melgrasið
sem var meðfram veginum niður í Þorlákshöfn síðasta spölinn í gamla daga? Nú er ekkert nema Lúpína!
Ferðin í Þorlákshöfn gekk eins og í sögu og Guðbjörg Runólfsdóttir tengdamóðir mín nr. 1 er fjallhress og og eins og unglamb í útliti tæplega 91 árs. En ég og dóttir mín gleymdum að taka myndir - við erum ekki alveg í lagi Ég sagði henni að hún yrði að bruna einn tveir og þrír aftur og taka myndir af ömmu sinni. Hún fór með vísur fyrir okkur sem hún lærði sem barn bæði ortar af mömmu hennar og afa. Hún les ennþá sér til hressingar og dægrastyttingar en nennir ekki að setja heyrnartækin á sig áður en hún fer í mat - allt of mikið vesen segir hún!
Þetta var góð ferð til heiðurs Guðbjörgu sem við gátum hvorugar heiðrað á 90 ára afmælinu í fyrrasumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2007 | 10:43
Þorlákshöfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 18:26
Sundlaugin
Eftir þennan frábæra sólardag sem ekki er búin sit ég hér tandurhrein við tölvuna eftir að hafa farið í sundlaugina. Þvílík mannmergðí lauginn, held ég hafi aldrei séð svo marga í sundlauginni minni.
Ég fór kl 16 og mér var tilkynnt að engvir skápar væru til bara körfur - fínt segi ég og geng í búningsklefann og þvílíkt kraðak, allt út um allt og varla hægt að komast inn hvað þá í gegn og engin karfa og þá var bara að bíða.
Svo skutlaðist ég gegn og út, gekk á milli potta og vaðlauga, hitti fullt af mömmum og ömmum með börnin út um allt og æðislegt að sjá alla litadýrðinaí kútum og sundfatnaði fólksins. Æði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen