Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
12.6.2007 | 13:49
tuttugu og fimm stiga hiti hér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 15:57
Brekkuvíðir, maðkar og fleira.
Kuldakastið sem kom í maí virtist seinka gróðrinum í garðinum hjá mér og ég var hin rólegasta. Á laugardaginn fer ég út að skoða limgerðið í kringum garðinn og viti menn allt maðkétið! Ég fer að reyna ná í garðyrkjumanninn minn sem klippir alltaf tréin okkar á vorin, en ekki náðist í hann svo ég fer að spyrja aðra ráða og mér sagt að eini eiturmaðurinn á Skaga sé með allt bókað langt fram í tímann. Ég fór í Hússmiðjuna og keypti eiturgræjur og nú á að setja manninn á heimilinu í það í kvöld !
En ég er efins, því það er eins og meirihlutinn af limgerðinu sé dautt? Er einhver sem þekkir vel til þessara mála?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2007 | 20:12
Grænfáninn og óvissuferðin.
Bloggvinkona mín Jenný er að forvitnast um Grænfánann, svo ég ákvað að segja lítillega frá markmiðum hans. Grænfáninn er verkefni á vegum Landverndar og geta skólar sótt um að flagga grænfánanum eftir forvinnu sem felst í skrefunum sjö, http://www.landvernd.is/graenfaninn/yflokkar.asp?flokkur=1042 eftir það er ætlast til að skólar haldi þessu við með eftirliti landverndar og er Brekkubæjarskóli einn af fimmtán skólum í ár sem getur flaggað Grænfánanum. Ég hef tekið þátt í Grænfánateyminu í vetur og hefur það bæði verið gagnlegt og skemmtilegt. http://www.landvernd.is/default.asp. Á heimasíðu Brekkubæjarskóla er líka hægt að kynna sér skýrslu skólans til landverndar eftir tveggja ára vinnu. Hér er hægt að sjá hvernig við urðum skóli á grænni grein, http://www.brak.is/default.aspsid_id=20030&tre_rod=008|001|&tId=1.
Óvissuferðin byrjaði kl. 13 á föstudaginn eftir deildarfund um morguninn og vinnu við það sem ekki var klárað daginn á undan. Ég var svo þreytt í gær eftir ferðalagið og vinnuvikuna að ég svaf meira og minna í allan gærdag.
Sumir urðu fyrir stundar vonbrigðum þegar ekið var fram hjá veginum upp að Mýrum, nokkrir voru að vona að við færum á Snæfellsjökulinn. En við héldum áfram upp í Borgarfjörð og fyrsta stanzið var við sjoppuna Baulu og varð þar mikill hamagangur á klósettinu. Næsti staður var Daníelslundur í Svignaskarði, þar áðum við í hálftíma og fórum í leiki og fengum prince og coc eða ölla. Svo var beygt upp í Bröttubrekku og næsti áningastaður var á einhverju bersvæði þar sem hvorki var hægt að pissa vegna landlagsleysis og borða vegna sterkrar golu eða vinds. Ég fann þó stóra áburðarpoka út við veginn og hljóp þangað í einum spreng og pissaði framan í alþjóð en í skjóli frá samferðafólki.
Næsti áningastaður voru Laugar í Sælingsdal, þar tóku á móti okkur yndisleg hjón frá Akranesi að hálfu, Jörgen (danskur)og Anna Magga sem hafa búið þar í vetur. Jörgen bauð upp á gönguferð og þeir sem ekki vildu í gönguferð gætu stungið sér í laugina. Eftir það var farið í leiki í íþróttahúsinu sem Jörgen stjórnaði. Á Laugum er starfrækt hótel á sumrin og við borðuðum þríréttaðan kvöldverð kl 19, kvöldverðurinn stóð í tvo og hálfan tíma og þreyta komin í liðið. Allan tímann var meira og minna sungið með þrjá gítarleikarar bæði í rútunni og á hótelinu. Heimkoman var um tólf leytið.
Þetta var stórgóð skemmtun og skemmtinefnd skólans var með allskonar uppátæki á leiðinni og það er galdurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2007 | 00:14
Allt búið á morgun.
Á morgun er lokadagur í skólanum. Það er gott að hafa klárað fráganginn í dag og hafa það rólegra á morgun. Það er frábært starfsfólk í skólanum og mikil þróun í gangi. Við erum Góður fróður skóli og svo höfum við unnið að því s.l. tvo vetur að fá Grænfánann og fengum um daginn, svo við byrjum skólastarfið í haust á að flagga Grænfánanum.
Í fyrramálið er fundur og svo verður farið í óvissuferð, ég hlakka til þess. Blogga meir seinna um ferðina.
Ps. Okkur vantar kennara við skólann - ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki svikin af því að koma til okkar að kenna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 15:03
Skólaslit og frágangur
Skólaslit 10. bekkinga var í gærkvöldi og hjá yngri bekkjunum fyrr um daginn. Nú eru kennarar og starfsfólk í frágangi, sem inniheldur tiltekt og extra mikið hjá heimilisfræðikennurum eins og ég er búin að vera í vetur.
Í skólanum er allt þrifið sem ekki er gert heima, svona eins og einn ísskápur stór, einn frystiskápur stór, sjö eldavélar með ofnum og þar af leiðandi er þetta stóra eldhús eins og fimm til sjö venjuleg eldhús að umfangi. Ég er komin með í bakið og samstarfskona mín er með liðagigt svo ástandið er ekki gott. En allt hefst þetta og á morgun er áætlað að það klárist!
Það er að mörgu leyti notalegt en líka söknuður af skólastarfinu, sumarlokun skóla er of löng, vetrafríin ættu að vera lengri, tvisvar á vetri. Það var algjör dásemd þegar ég var að ala upp mín börn þegar frí var í skólanum, þau þurfa mest á því að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2007 | 16:12
Magnea 1 árs og landsleikurinn er að byrja í
sjónvarpinu. Pabbi hennar Magneu er svo mikill fótboltakall að ég verð alltaf steinhissa í hvert skipti sem þeir bræður Sindri og Fylkir tala saman í síma að þá er mest talað um fótboltann! Ég veit ekkert hvaðan þeir hafa þetta - jú annars ég veit það, allavega ekki frá pabba þeirra. Annars elsku litla Magnea mín til hamingju með eitt árið.
Hér er unaðsleg mynd af henni Magneu með pabba sínum og reyndar mömmu hennar líka á skemmtilegan hátt því hún er ljósmyndarinn. http://gull.barnaland.is/
ps. ég er búin að fá tölvuna, en það er ennþá eitthvað bögg í gangi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen