Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
17.9.2007 | 14:41
Aldrei má maður ekki neitt.
![]() |
Bannað að kasta hrísgrjónum yfir brúðhjón í Feneyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 10:55
Gulrótarbollur og annað góðgæti.
Þessa dagana er ég að kenna 4. og 5. bekk heimilisfræði. Námsefnið hjá þeim er uppfullt af góðum uppskriftum sem eru ef til vill allt of lítið notað á heimilum þessa lands, því loksins þegar nemendur eru komnir heim með heildarnámsefnið er komið vor og sumar og ekki eins mikill áhugi fyrir bakstri og fleira.
Ég ætla að setja inn að gamni það sem er að gerast í flestum skólum á landinu með þennan aldurshóp í Heimilisfræði.
Krakkarnir í 4. bekk búa sér til gómsætar samlokur með túnfisks salati. Hræra saman einni dós af sýrðum rjóma og einni dós af túnfiski í vatni, (sigta vatnið frá) ásamt tveimur teskeiðum af sætu sinnepi, einni teskeið af hunangi og hálfu niðurbrytjuðu epli. Salatið sett á sneið af fjölkornabrauði og salatblað ofan á eða eitthvað annað blaðkál sem til er og svo aðra sneið ofan á. Hér er komin gómsæt samloka. Nota svo hugmyndaflugið og breyta um bragðefni eftir dagsforminu.
Gulrótarbollur eru viðfangsefni 5. bekkjar. Stillið bakaraofnin á 50. Einn og hálfur dl. heitt/volgt vatn og tvær og hálf tsk. þurrger eða 15 til 20 g af blautgeri. leysa upp. Hálfur dl mjólk og hálfur súrmjólk, ásamt hálfri tsk. salt, einni tsk hunang, þremur msk af matarolíu blandað saman.
Fimm dl. hveiti og einn dl hveitiklíð ásamt tveimur msk söxuðum valhnetum (má sleppa) og einni rifinni gulrót sett í aðra skál og blandað saman. Þurrefnum blandað saman við blautefnin og slegið saman með sleif og sett á borð og hnoðað. Einn dl. hveiti aukreitis til að hnoða upp í.
Skipta deiginu í þrennt og úr hverjum hluta eiga að koma sex bollur, svolítið misjafnt, oft minna. Hækka hitastig ofns upp í 200 og baka bollurnar í ca 20 mín.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.9.2007 | 19:07
Tjarnagatan
Er í Tjarnagötunni hjá Ingu vinkonu. Er að fara borða lax sem Moby veiddi í Selá austur á Vopnafirði. Ég hlakka svo til, þetta er fyrsti alvörulaxinn sem ég borða í sumar. Inga er að fara til Ítalíu með manni og mágkonum í frí og Vaskur hundurinn hennar fer til Sigrúnar dóttur hennar og Kolli bróðursonur Ingu ætlar að passa hús og kött. Æ það er alltaf svo notalegt að koma til Ingu og Moby og það er allt of langt síðan við höfum verið saman. Moby að troða í maíspípu sko bara venjulegu tóbaki! Jenný darling, Inga biður að heilsa.
Var í Ikea eina ferðina enn að kaupa vinnuborð og stóla fyrir strákana mína, það passar aldrei tíminn sem maður er búin að gefa sér í svona leiðangur. Komst ekki í leikfimi fyrir vikið. Spælandi! Komum því heim með úttroðin bíl og opið skottið, bundið með snæri eins og bændurnir í sveitinni.
Tréin í Tjarnagötu eru himinhá 16 - 18 metra há og notalegt að horfa á þau út um gluggann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2007 | 16:32
Skákklúbbur bloggfélaga
Það er ótrúlega spennandi að hitta bloggfélaga sína eins og ég gerði í fyrrakvöld. Vinkona mín sem sem ók mér heim til Ægis spurði mig hvort ég væri virkilega að fara hitta fólk sem ég hefði aldrei séð og hvort ég væri búin að athuga hvort það væri í lagi þann sem héldi boðið eða Ægi sem lánaði húsið sitt undir boðið?
Ég finn fyrir ákveðinni hræðslu hjá fólki gagnvart svona afhjúpun og mín tilfinning er sú að konur eru meira að spegulera í því en karlar. En þetta eru líka konur sem ekki blogga og þekkja ekki þetta samfélag, þær setja bara samasem merki milli þess að að vera á netinu og hitta einhvern karl þar.
Við vorum níu, fjórir karlar og fimm konur, allir komu með verðlaun með sér sem mátti ekki kaupa. fimm komu með myndverk eftir sjálfan sig og einn kom með útsaum, annar kom með silfur - plast diplóma, þriðji með blóm og sá síðasti kom með heimilisiðnað á geisladiski.
Það er skemmst frá því að segja að ákveðið var að halda annað mót í spilamennsku og verður það Norskt Rommy.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.9.2007 | 07:14
Stóri dagur.
Í dag verður stóri dagur hjá Ægi bloggvini mínum. Hann hefur af rausnaskap boðið nokkrum bloggfélögum heim í Skákmót bloggfélaga. Líklega er þetta fyrsta skákmótið sem boðað er til í gegn um bloggfélaga sem aldrei hafa hitst. Þetta er ákveðin afhjúpun þar sem samskiptin hafa eingöngu verið á lyklaborðinu. Það verður gaman að fara á fjölda bilndstefnumót. Öll verðlaun eru heimtilbúin og einn bloggvinur sér um mat ofan í íþróttafólkið.
Alveg hissa núna að Hrafn Jökulsson hafi ekki fundið upp á þessu meðan hann var á blogginu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen