Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Leggið peninga á borðið og labbið út

Það er hægt að styrkja Björgunarsveitirnar í landinu með því að afhenda peninginn og labba út. Hvernig væri að eiga hljóðlátt Gamlárskvöld og mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu í hljóði?

Það er ekki þannig að ég hugsi ekki um smáfólkið, þau geta fengið eitthvað fyrir sig. Annars ætti bara að vera flugeldasýning á Gamlárskvöldi eins og á menningarnótt og í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Nýjar hugmyndir að fjársöfnun fyrir björgunarsveitirnar og virkja fólkið til hjálpar!

Bíddu, hvernig ætli þær hafi ávaxtað peningana sína?

Ég er alveg sammála Jóni Magnússyni f.v. formanni Neytendasamtakanna það sem haft er eftir honum hér: http://visir.is/article/20081228/FRETTIR01/394449519


mbl.is Drekka minna - skjóta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORLÁKUR...

...hinn helgi Þórhallsson biskup í Skálholti (1178 - 1193) var tekin í dýrlingatölu á Íslandi 1198. Eini Íslendingurinn sem útnefndur hefur verið verndardýrlingur Íslands frá páfastóli af Jóhannesi II árið 1985.

Dagurinn í dag er dánardægur Þorláks en Þorláksmessa að sumri er 20 júní og var lögleiddur tugum ára eftir lát hans og var einn mesti hátíðsdagur Íslendinga fyrir siðaskipti.

Skyldi nú skatan hafa orðið hefðarmatur Vestlendinga til höfuðs honum?

Jólakveðjur til allra bloggvina minna.

 Gleðileg jól

og farsælt 2009 eða þannig!


Bjargvætturinn

Það er óþolandi að fara inn á bloggið um þessar mundir. Kreppan verkar eins terapía fyrir skrifóða sjúklinga. Tortryggni, undirróður og hræðslu niðurtal hefur verið í hávegum.

Þessi frétt um staðfestingu á láni Færeyinga til Íslands var birt í hádeginu í dag og hafa aðeins þrír bloggað um þessa jákvæðu frétt - er það ekki fullmikil naflaskoðun á íslenskum bloggurum að minnast bókstaflega ekkert á það fallega, jákvæða og væmna til að lyfta upp andanum?

Þetta eru nú bara skitnar 300 milljónir danskra króna! Eða hvað heyrðist mér ekki einhver vera að segja það?

Kannski vantar auðmýktina, ekki skrýtið, hélt sjálf lengi að það orð "auðmýkt" væri bara notað í trúarlegri merkingu fyrir syndir manna.

 Íslendingar, vinsamlegast sýnið auðmýkt. 


mbl.is Færeyska lánið staðfest á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband