Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hjartaknúsari með Pétursspor!

þráhyggja 

Gaman að sjá hvað þessi hjartaknúsari er fjölhæfur. Hann spilar á píanó og hefur gefið út einn disk (Time Waits for Everyone)  með píanóspili sínu, hann gefur út bækur eftir sjálfan sig aðra listamenn, m.a. bók eftir Georg Guðna listmálara Strange Familiar. Hann tekur ljósmyndir og hefur gert frá því hann var smágutti, hann málar líka málverk, semur ljóð, semur tónlist og ekki síst er hann góður leikari.

Mamma hans er amerísk og pabbi hans er danskur, hann talar bæði tungumálin auk spænsku. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og hefur líka verið í Færeyjum og langaði til að búa þar. Hann elskar einveru og lýsir því í viðtali Fréttablaðsins að hann hafi ekið út á land fyrir einhverjum árum hér og lítið sofið en komið endurnærður til baka frá birtu sumarnóttanna.


mbl.is Mikill áhugi á myndum Viggo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer ég á djammið...

... með skólanum. ferðinni er heitið að Hraunsnefi í Borgafirði - leggjum af stað kl. 18 með rútu og komum heim á miðnætti það verður fjör.

ömmur og mamma

 

En Magnea mín lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 1 í nótt með pabba sínum og þau koma beint hingað! Jibbý!

Þarna er Magnea í ruggustól hjá ömmu Signý sem er lengst til hægri og svo kemur langamma Rúna og mamma hennar Aldís!


Bráðum sér fyrir endann á þessum skólavetri...

... og af því tilefni ætla ég að setja inn eina mjög þægilega og góða uppskrift af pizzadeigi sem slegið hefur í gegn hér í Heimilisfræði í vetur. Hún er svona:

Pitsubotn með lyftidufti. Hráefni: 

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1/8 tsk salt

½ tsk pitsukrydd

1 msk matarolía

1 dl mjólk

 Aðferð: 
  1. Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Blandið mjólk og matarolíu út í, hrærið saman með sleif. Reynið að hræra ekki mikið.
  2. 2. Látið á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt. Ekki hnoða meira en nauðsynlegt er til að deiginu saman, því deigið vill verða seigt ef það er hnoðað.
  3. 3. Hveitistráið deigkökuna og fletjið út kringlótta köku u.þ.b. 20-25 cm í þvermál eða skiptið deiginu í tvennt og búið til tvær minni pitsur.
  4. 4. Látið á plötu og bakið í 3 mín. Við 2000°c.
  5. 5. Setjið pitsusósu, fyllingu og ost eftir smekk á botninn.
  6. 6. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til botninn er gegnbakaður og osturinn hefur fengið fallegan lit.

 

Munið bara að forbaka botninn í 3 - 5 mín. fer eftir ofnum. Öll uppskriftin passar á eina plötu.

Njótið vel!


Maríurnar og prinsarnir

 1b5d6809c23c4aa18fbbc9cff1984e7e_joakim

 

Og þá var kátt í kotinu, kotinu, kotinu

og þá var kátt í kotinu kot - i-nuu!

Það verður næs að skoða allt fíneríið á undan júróinu!

Ótrúlegt hvað þessar Maríur bræðrana eru áþekkar/líkar, hef verið að horfa á danska varpið með öðru auganu í morgun og þar var sýnd heimildarmynd um Maríu frönsku og varð margs vísari um snótina.

Húrra Danmörk!


mbl.is Konunglegt brúðkaup í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir þjóðarsálina að Íslendingar eru komnir áfram!

460918 

 Ég var dálítið skotin i Tyrkjunum - ég fann eitthvað íslenskt við það, ég get ekki útskýrt það en kannski einhverjir aðrir geti það? Kissing

Ég kaus þá ekki af því ég vissi það fyrirfram að þeir kæmust áfram - allir í þýskalandi!Tounge

Annars kaus ég Dani, Króatíu og Portúgal.Undecided

Ég kann ekki að meta strippklæðnað nokkurra söngvaranna, er eiginlega alveg búin að fá nóg af þessum ljósu og leyndu pornópjötlum. Þoli ekki sænsku pórnódrottninguna, er svo langrækin, get ekki fyrirgefið skúbbið á Selmu.Ninja

Þetta verður spennandi á laugardaginn.

En hvað kusu þið?


mbl.is Íslendingar eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamaðurinn Arnór Smárason

 

Arnór Smárason, leikmaður Heerenveen í Hollandi hefur verið valinn í landsliðshópinn sem mætir Wales þann 28 maí í vináttuleik. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari mun samt sem áður ekki tilkynna leikmannahópinn fyrr en seinna í þessari viku en heimasíða Heereveen birti frétt um þetta í dag.

 Þessa frétt má m.a. sjá á Gras.is

Arnór Smárason er ég búin að þekkja síðan hann var 2ja ára - sömuleiðis sonur minn, Þór sem kynntist honum í leikskólanum þar sem þeir fylgdust að á deild og alla leið upp úr í grunnskólanum eða þangað til Nóri (eins og vinir hans kalla hann) flutti til Hollands til að spila fótbolta og læra. Mamma Nóra er leikskólakennari, hún Gulla, hún var á deildinni þeirra þegar þeir voru litlir.

Nóri flutti út til fjölskyldu sem tekur að sér að hafa fótboltastráka hjá sér og þar var hann til 18 ára aldurs. Stundum er skrýtið og eflaust dáldið erfitt fyrir bæði fjölskylduna og stráka sem flytja svona ungir burtu í annað land en Arnór stóð það allt saman og er orðin ansi heimavanur í Hollandi þar sem hann hefur eignast kærustu.

Hann var hér heima um jólin og ég smelli inn myndum af honum, kærustunni og þór.

arnórþór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Arnór í fyrsta sinn í A-landsliðshópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seyðisfjörður

Það væri gaman að vera á Seyðisfirði núna, einum fallegasta stað á Íslandi. Þar á ég skyldfólk bæði búandi og brottflutt. Ég var á Seyðisfirði á hundrað ára afmælinu þeirra og gleymi því aldrei meðan ég lifi. Dásamlegt veður og hrikalega mikið af flottum sýningum og uppákomum. Þarna gat að líta rjómann af íslenskum myndlistarmönnum auk tónlistarmanna sem heimsóttu staðinn.

Það eru margir sem eiga hlut að máli við svona viðamiklar hátíðir og margt skapandi fólk sem býr í þessu litla byggðarlagi og hefur búið. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þótt ég nefni Þóru Guðmundsdóttur arkitekt, Pétur Kristjánsson myndlistarmann sem hafa sett sitt mark á staðinn og eins ber að nefna Diether Roth sem var mikið Seyðisfirði og hans afkomendur sem hafa hreiðrað um sig þar í listalífinu.

Og nú er Pétur með listrænt framlag sem á tákna samgönguleysið við smærri staði eins og Seyðisfjörð þar sem lögð er áhersla á borinn sem getur borað göng og gert Íslendinga að einni þjóð.


mbl.is Á seyði sett á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðgur komu frá DK í mýflugumynd um helgina og afmæliskaffi hjá Eyrúnu í gær.

Aldís tengdadóttir mín og Magnea litla rúsína komu á fimmtudagskvöldið til Íslands. Mamman kom til að gæsa vinkonu sína á mótorhjólum, flugvél, spa og út að borða á laugardaginn. Á meðan var Magnea litla hjá ömmu Signý og afa Páli í Laxakvíslinni. Ég og afi Birgir fórum í bæinn á laugardagsmorgunin til að hitta hana og aftur í gær.hjá ömmu Signý11.maí hjá ömmu Signý

 

 

 

 

 

 

 

                               Hér er Magnea heima hjá ömmu Signý og afa Páli.

Í gær komu þær mæðgur í afmælisboð til Eyrúnar Aradóttur bróðurdóttur minnar sem verður 11 á morgun. Ég fékk hana s.s. í afmælisgjöf fyrir ellefu árum. Þar var margt um manninn eins og venjulega heima hjá bróður mínum og mágkonu, Védísi sem búa á Melhaganum og eiga þrjú börn. Ari er litli bróðir minn, samt bara tíu árum yngri og fór dáldið á seinni skipunum í barneignEyrún 11.maí2008krummi þannig að börnin hans eru af kynslóð barnnabarna minna.egill                 

 

Hér eru börnin hans Ara bróður: Eyrún 11 ára, Egill 9 ára og Hrafn (Krummi) 5 ára.

 

Við komum við hjá pabba í lok dags til að leyfa honum að berja Magneu augum , en Magnea var feimin við hann og pínulítið skelkuð. Pabbi er líka skrýtinn útlits í veikindunum og getur ekki talað. Samt náðist ágætis mynd af honum og er Aldís og Magnea með á myndinni en litla mús hjúfrar sig að mömmu sinni.                                                              

 

                       Magnea og langi Agnar                                                      

 

 

 

Að síðustu er það mynd af okkur þremur á kveðju stund fyrir utan spítalann í gær. Íslenskt rok mjög viðeigandi og þær komnar heim í sumarhitann eða 30 stiga hita.

 

mæðgur


Dimission í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

l_1dc437e4ec94a5ce4393960a1a2a80dd

Þann 25. apríl s.l. var Kveðjuhátíð útskriftarnema hér á Akranesi. Það vakti mikla athygli hvað búningar nemanna voru glæsilegir.

Þema búninganna var Charleston tímabilið og höfðu nemendur pantað alla búninga frá Bandaríkjunum. Strákarnir allir í teinóttum jakkafötum, jakkarnir voru síðir,  með hatta og stelpurnar Í gulllituðum og svörtum kjólum ásamt höttum og munnstykkjum. Það var mikil hrifning yfir þeim glæsileika sem fylgdi þessari múnderingu sem var töluvert ólík þeim sem hefur verið í tísku undanfarin ár.

Hér eru tvær hópmyndir af krökkunum og útskriftin verður svo 21. maí n.k.

mynd_12[1]

IMG_1590

Hér er svo mynd af Alexöndru, lengst til hægri (tengdadóttur minni) og þremur vinum hennar, strákurinn er Gummi Ingi, ég veit ekki hvað stelpurnar heita.

 


Brekkubæjarskóli á Akranesi

Í skólanum mínum er alltaf eitthvað skemmtilegt og jákvætt að gerast. Um daginn vann ein stúlka í 4. bekk aðeins 9 ára til verðlauna i ljóðasamkeppni  og birti ég fréttina af heimasíðunni okkar hér. Einnig birti ég tvær örsögur eftir litla hnátu  sem er aðeins 8 ára. 

 

  

Ljóð unga fólksins

Undanfarin ár hafa almenningsbókasöfn í landinu staðið fyrir ljóðasamkeppni meðal barna 9-12 ára og 13-16 ára. Veittar eru viðurkenningar fyrir 3 ljóð í hvorum flokki auk þess sem gefin er út ljóðabók með úrvali ljóða úr keppninni. Nemendur Brekkubæjarskóla hafa verið duglegir að senda inn ljóð í keppnina og hafa oft átt fulltrúa í verðlaunasæti og í ljóðabókinni.

indiana

 

 



Árið 2008 er það Indiana Nicole Taroni í 4. EH sem fær viðurkenningu fyrir ljóð sitt í flokki nemenda 9-12 ára. Verður ljóð hennar jafnframt birt í ljóðabókinni og vonandi verða fleiri nemendur skólans þess heiðurs aðnjótandi. 

Ljóð Indiönu:

Þú ert minn dagur,

þú ert mín nótt,

þú átt mitt hjarta sem hamast ótt,

þú ert lífið í æðum mér,

mitt litla hjarta fel ég þér,

því aldrei máttu gleyma mér. 

  

Sesselja Dögg Sesseljudóttir er ung námsmey í 3ja bekk sem hefur ánægju af því að setja saman smásögur - eða eigum við að segja örsögur. Hér leyfum við okkur að birta tvö ágætis dæmi:

Hvolpurinn
Einu sinni var stelpa sem var úti að leika sér við vini sína og hana langaði að fá hvolp. Mamma hennar var að fara út í búð að kaupa hvolp. Bæ 
Stelpan 
Einu sinni var stelpa sem var að dansa við músikina sína og hún æfði á  bassa og fiðlu og hún sá mús og tók hana inn til sín og æfði núna út af því hún var að fara á tónleika og hún varð að taka músina með sér og hún fór og hún spilaði og spilaði  á fiðluna. Teh end, bæ

Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband