Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kaupmátturinn búin og brjálæðið vex dag frá degi!

Ég er ekki í bjartsýniskasti þessa daganna. Mér finnst hafa gripið um sig múgæsing kaupmanna sem hækka allt svo hratt að ekki vinnst tími til að skipta um merkingar á hillum verslana.

Ég keypti gullhring handa barnabarni mínu, hann átti að kosta 15 þús, ég lét breyta eða smíðaður var nýr hringur og þá kostaði hann 18 þús - jú gullið var orðið svo rosalega dýrt.

Bensíntankurinn á bílnum kostaði tæpar 6000 þús fullur nú kostar hann yfir 800 þús.

Nú fer ég út í búð og kaupi daglega fyrir ekki minna en 3000 í matinn og að auki meira um helgar! (Við erum fjögur fullorðin í heimili)

Ég veit að fjölskyldur með mikið af börnum geta hreinlega ekki leyft sér að kaupa allt það grænmeti sem til þarf á dag fyrir hvern einstakling - hamrað er á því við börnin að þau eigi að borða "fimm á dag" þ.a.e.a.s. bland af grænmeti og ávöxtum. Þetta bara getur kostað 300 til 400 kr. á dag fyrir hvern einstakling!

Það eru nokkrir sem hafa skrifað um verðhækkanir. Hér og hér eru ágætir pistlar frá Lilju Guðrúnu um hillumerkingar.


mbl.is Kaupmáttur rýrnar í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er skrýtið í kýrhausnum - nú ættu menn að sýna sinn betri helming og segja af sér!

Ef þetta er ekki tilefni til þess að segja af sér og mynda nýjan meirihluta, þá veit ég ekki hvað þarf til þess?

Fyrirgreiðslupólitík hefur verið hugtak sem oft og einatt hefur verið notað um póltík, en ekki passar það alveg við þennan gjörning því það líkist meira einkafyritæki eða öllu heldur fjölskyldufyrirtæki með bland af lénskipulagi!


mbl.is Gagnrýna samning án útboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvo hendur eftir notkun á tölvum!

Já en hvað er til ráða fyrir hinn almenna tölvunotenda?

Eru til einhver sótthreinsiefni fyrir heimilin? Ég nota gleraugnaklúta, einnota á skjáinn og fer svo yfir lyklaborðið í leiðinni.

Er eitthvað annað betra til?

Ég vil helst ekki vera þess valdandi að smita alla í kringum mig eð a bera sýkla á milli.Sick

Ein ofsahrædd.Frown


mbl.is Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband