Leita í fréttum mbl.is

PERVERTISMI allsráðandi eða hvað?

Ótrúlegt en satt að svona einu sinni í viku er ég alein að heyra frásagnir af misnotkun á börnum. Ekki bara í nútíðinn heldur líka af fullorðnum sem hafa verið misnotaðir sem börn. Misnotkunin er í öllum myndum allt frá káfi upp í samræði. En það sem er óhuggulegast í því öllu er að fórnarlambið í flestum tilfellum getur ekki lokað á þetta meðan það stendur vegna þeirra einföldu ástæðu að barninu er ekki trúað í fjölskyldunni eða það er vísvitandi lokað á umræðuna til að halda sjúklegu ástandi áfram sem fólk oft á tíðum getur ekki brotist út úr.

Í dag hefur aukning á allskonar klámi í gegn um netið orðið til þess að barnaklám verður sífellt vinsælla. Allt eru þetta karlmenn sem brotið hafa af sér með barnaklámi í fórum sínum og hefur mér orðið hugsað til þess mjög oft að undanförnu hvernig uppeldi þessir karlar hafi fengið eða hvort þetta er hrein og tær geðveiki?

Mér finnst óhugnanlegt hvað ásókn karla er mikil í barnaklám og svo áhrifin sem þetta hefur á börn og framtíð barna. Uppeldi karla er í molum! FAKTA. Tökum þetta í gegn og hættum tepruskapnum og talið við syni ykkar - sérstaklega þið karlmenn - gerið svo vel að uppfræða syni ykkar um heilbrigða sýn á kynþroskann og heilbrigt kynlíf! Takið syni ykkar í kennslustund núna!


mbl.is Tugir þúsunda klámmynda fundust í tölvum tveggja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til að jarða þessa mítu að 'börnum sé ekki trúað' þegar þau segja frá kynferðisofbeldi ?

Það er etv ekki eins skelfilegt að telja sér trú um að börnum sé ekki trúað, frekar en að þurfa að horfa framan í að fjölskyldumóðirinni var vel kunnugt um misnotkunina en hún lét hana viðgangast til að "halda friðinn í fjölskylduni".

Fransman (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki kominn tími "Fransmann" að gera móðurina samstundis ábyrga fyrir allt sem miður fer í lífi barns?  Hvernig væri að einblína á gerandann.  Það er ekki mýta að börnum hafi ekki verið trúað í gegnum tíðina þó vissulega hafi það breyst töluvert til batnaðar.

Takk Edda fyrir að taka á þessu máli.

Smjúts á þig yfir flóann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mann setur hljóðan, hvað á maður að halda? ég veit ekki. Þegar ég  les svona fréttir þá veit ég ekki hvort ég á að verða hneykslaður, reiður, sorgmæddur eða hvað! Alla vega verðum við öll að taka höndum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir svona harmleik í uppeldi barna okkar.

Páll Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hef lengi haft það á tilfinningunni, að flestir þessara perra hafi annað hvort verið ofverndaðir af mæðrum sínum, eða misnotaðir af feðrum sínum, eða öðrum karlmönnum. Kannski tóm bábylja, en engu að síður eitthvað til að hugsa um

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2007 kl. 19:52

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Algjör viðbjóður þetta barnaklám. Þessir menn hljóta að vera alvarlega sjúkir eða geðveikir. Það verður að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir svona harmleiki.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.11.2007 kl. 20:33

6 identicon

Það þarf að taka þessa menn úr umferð til langframa. Stuttir dómar, eiginlega hálfgert klapp á bakið hefur ekkert að segja og hvetur þennan viðbjóð til að halda áfram.  Annað hvort að vana þá ef þeir láta sér ekki segjast, eða langt fangelsi á viðeigandi stofnum. Það sem þessir menn eru að gera er að þeir eru að fremja morð og eiga að fá hegningu við hæfi

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:12

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Mikið óeðli hér í gangi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.11.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Kolgrima

Þetta er skrítið en skrítnara er þó friðhelgi þessara manna; það má t.d. ekki dæma þá í meðferð vegna barnafíknar (nema það hafi breyst), gefa þeim lyf sem bæla kynhvöt þeirra eða neitt sem gæti minnkað líkurnar á að þeir endurtaki athæfið - nema þeir óski eftir því sjálfir! 

Ég get ekki að því gert, en ég held stundum að þar standi hinn karllegi löggjafi og hið karllega dómsvald stífan vörð um allt sem hugsanlega gæti vegið að "karlmennskunni", jafnvel þótt hún beinist að börnum. 

Kolgrima, 6.11.2007 kl. 03:24

9 identicon

Sorglegast er finnst mér allt það ferli sem barnið sjálft þarf að fara í gegn um áður en ákveðið er hvort gefa eigi út ákæru, síðan er bara sagt við foreldrana " leiðinlegt en enginn varð vitni að þessu svo ekki var tilefni til ákæru " og svo situr maður uppi með barn sem er gersamlega niðurbrotið og þvælt, ekki bara af gerandanum, heldur lika þeirri erfiðu reynslu sem þetta ferli felur í sér, barnahús, myndatökur með dómara, rannsóknarlögreglu og alls kyns fólk að horfa á og spyrja sem barnið þekkir ekki neitt, það er erfitt, fyrir barn og foreldra.  Ég er afar fústreruð yfir þessu öllu og að fenginni reynslu tel ég að barnahús og " faglega "starfsemin þar sé stórlega ofmetin, að mínu mati, saksóknari er alls ekki að standa sig í rannsóknum á þessum málum, þar vantar ALLA fagkunnáttu, þarna eru bara einhverjar löggur sem hafa ekki sérkunnáttu í þessum málum að rannsaka og að klúðra þessum málum í stórum stíl, þetta er auðvitað mín prívat og persónulega skoðun. En ég tel mig hafa nokkuð góða reynslu af þessum málum. Þetta er bara ekki að gera sig þetta ferli og ég hef fengið upp í "KOK". Afsakið þetta átti nú ekki að verða svona langt en svona er það þegar maður er reiðuróg sár og skriðan fer af stað. Mikið vildi ég að það færi að heyrast í t.d. Sif Konráðsdóttur hrl, hvað henni finnst um rannsóknarþáttinn í þessum málum á Íslandi. 

alva (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:34

10 identicon

Halldór Egill Guðnason: Athyglisvert þarna hjá þér með það að drengir hafi verið ofverndaðir af mæðrum sínum?? Ertu til í það að útskýra það nánar? Ég er býsna forvitin.

alva (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:02

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fransmann, það er eins og Jenný segir að það er engin mýta, það er hins vegar staðreynd að margar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem börn hafa aldrei fengið uppreisn æru bæði vegna þess að þær gátu ekki talað um þetta í æsku og eins vegna þess að ef þær töluðu við móður sína um þetta að þá létu þær oftast eins og um slys væri að ræða eða lokuðu á það sem ímyndun frá barninu. En þetta var! Nú er fagfólk mun meðvitaðra og eins börn um hver mörkin eru þótt þau ráði oft ekki ferðinni en þá segja þau frekar frá í dag - oft öðrum en mæðrum sínum í fyrstu.

Já Páll, því miður hefur þetta haft allt of mikil neikvæð tilfinningaleg áhrif á karla í nútímasamfélagi og margir upplifa sig sökudólga einungis afþví að vera þetta kyn. En ég er sannfærð um það, að um leið og karlmenn geta farið að tala opið um þessa hluti að þá batnar margt í okkar samfélagi. Það hefur sýnt sig að karlmenn sem hafa komið saman og myndað baráttuhóp gegn nauðgunum hafa haft mun meiri áhrif en ég held að almenningur geri sér grein fyrir  og það er æðislegt að þetta er ekki einkamál kvenna.

Halldór, það er ljóst að sérstaklega áður voru samin bæði leikrit og sögur um sérkennilega karla sem ólust upp hjá móður og margir talað um ödipusar duld drengja sem er afbrýðissemi út í föður sinn. Staðreyndin er sú að þeir sem misnota hafa verið misnotaðir, þá er spurningin er þetta lært eða dulin harmur sem kemur svona út?

Jú Ólöf sjúkleikinn er mikill og klárt er að það er ekki nægjanlegt að ðpna þetta og ræða þetta í fjölmiðlum heldur líka á heimilum fólks.

Ég er sammála þér Þorteinn að þetta er einskonar morð. Í kringum 1982-83 fannst lítil telpa í Þýskalandi látin rétt fyrir utan þorpið eða litla bæinn sem hún bjó í, hún var held ég  6ára. Henn hafði verið nauðgað og drepin. Telpan var einkabarn ungrar móður. Fljótlega beindist grunur að manni á miðjum aldri sem bjó á staðnum og hafði ekki búið þar lengi, hann bjó með konu. Hann var dæmdur kynferðisafbrotamaður og löngu búin að sitja dóminn af sér og hafði þar að auki verið vanaður. Hann kynntist konu sem hann fór að búa með og þau sóttu um að han fengi aftur fyrri getu sína, og fékk það með aðgerð. Ég veit ekki hvað langur tími leið frá aðgerðinni þar til hann fremur þetta brot. En þegar dómsmálið fór að taka þá stefnu að gera lítið úr móðurinni - greinilega til að milda nýjan dóm yfir honum, tók móðirin völdin í sínar hendur og skaut mannin til dauða í réttarsal.

Gísli, hjá hverjum er óeðlið?

Kolgríma, sú tilfinning að karldómarar standi vörð um karlgerendur er ekkert nýtt og þrátt fyrir að sönnunarbyrðin sé engin að þá er þetta mín tilfinning líka enda hafa dómarnir sem flestir þessa manna fá ef ekki allir ekki verið í neinu samhengi við brotið.

Alva, það er satt að allt það ferli sem börn og fjölskyldur þeirra fara í gegn um eru aldrei of góð og lengi má gott bæta því það er stutt síðan að þessu var sópað strax út af borðinu.

Kristjana, það er alveg öruggt að allir foreldrar reyna að gera það besta fyrir börn sín - en stundum held ég og veit upp á mig sökina að fjölskyldur loka sig of mikið af, þ.e.a.s. þær halda að þær geti reddað öllu. Ég skil aldrei afhverju við eigum að fara á námskeið í hundauppeldi en ekki í barnauppeldi og þá á ég við bæði kynin.

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 17:08

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er að tala um óeðlið hjá þeim sem hafa áhuga á svona hlutum, þ.e. gerendunum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.11.2007 kl. 17:36

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var ekki alveg klár á hvort þér fyndist óeðli að fjalla um þessi mál eða á því sem fjallað er um. Mér finnst þetta líka óeðli að safna og hlaða niður klámefni í hvaða mynd sem er og af börnum er þetta nánst dauðasynd, í það minnsta hjá gerendum kvikmynda og ljósmynda af börnum. 

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 20:55

14 identicon

Góður og þarfur pistill. Ég held að það vanti mikið upp á að foreldrar sporni við fótum og reyni að hafa áhrif á stráka þannig að þeir átti sig á hvað þeir eru í raun að skoða á netinu. Það er ekkert víst að þeir átti sig alltaf á því sjálfir hvaða áhrif þetta hefur á þá. Tek heilshugar undir hvatningu þína.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:21

15 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gott Edda að þú sért ekki á því að eitthvað sé að mér

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 13:06

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góð færsla! Ég er sammála þér Edda og ég á unglingsstrák sem er að fermast og við leyfum honum aldrei að vera í tölvunni einn heima eða inni í lokuðu herbergi. Hann er alltaf hérna frammi þar sem við erum og fylgjumst með. Þetta er allt undir eftirliti og við ræðum þessi mál mjög mikið við hann og hann er svo sáttur við þetta fyrirkomulag. Kannski er það bara rétt eftir allt saman að börnum líður best þegar það eru skýr mörk !

TaKK fyrir mig!

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 17:58

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góður pistill Edda mín.  Ég hef sagt það áður og segi það aftur að mér finnst að það eigi að vana svona menn.... hiklaust.

Anna Einarsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:50

18 identicon

edda eg er með keflið klukkan 20 á fimmtudagskvöldið

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:38

19 identicon

Ég sá viðtal við mann í danska sjónvarpinu sem vinnur við það að uppræta svona glæpahringa. Það var mjög merkilegt og mjög óskemmtilegt að reyna að setja sig inn í hans stöðu. Hann og félagar hans þurfa semsagt að vera horfa á svona efni daglega og hann var að lýsa því hvernig það væri og hvað þeir gerðu til að halda geðheilsu og til að geta farið heim án þess að taka vinnuna með sér. Þetta þótti mér ótrúlegt, hef aldrei spáð í þessu.

En hann var spurður að því í lokinn hvort það væri ekki ógjörningur að ætla sér að uppræta þessa starfsemi. Hann svaraði því játandi en það væri jafnframt afar mikilvægt að vinna að þessum málefnum með þessum hætti svo að glæpamennirnir finni fyrir því að það sé verið að anda ofaní hálsmálið á þeim og að þeir fíli sig ekki örugga í því sem þeir eru að gera. Ótrúlegt!

Sindri (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband