Leita í fréttum mbl.is

Frábærir læknar á Akranesi

Einu sinni fór ég til læknis á sjúkrahúsi Akraness sem er jafnframt heilsugæslan mín.. Ástæðan var stanslaus vindgangur.

Þegar ég hafði sagt lækninum raunasögu mína um þennan vindgang í tíma og ótíma og magaverkjunum sem fylgdu í kjölfarið spurði læknirinn mig hvort það kæmi mikil lykt af því.

Ég sagði honum að það væri nú heppni í óheppninni að það væri sem betur fer lyktarlaust og það heyrðist heldur aldrei neitt í þessum vindgangi frá mér. Mér varð síðan mál að prumpa og leysti mikinn vind beint fyrir framan lækninn og  hann varð einskis var. Við fórum lauslega í gegn um mataræðið og hvort eitthvað þar væri sem mætti betrumbæta og lét mig hafa lyfseðil upp á mixtúru sem ég skildi taka inn tvisvar á dag töflur sem bæta áttu ristilinn.

Eftir hálfan mánuð fór ég aftur til læknisins í tékk og hann spurði mig hvernig gengi. Ég sagði honum að vindgangurinn væri jafnmikill en verkirnir væru svotil horfnir en nú væri komin svakaleg lykt af vindganginum. Læknirinn leit glaður upp frá skrifborðinu á mig og sagði að það væri gott að ég fyndi lyktina og þá væri bara eftir að lækna eða finna út úr hvað hægt væri að gera fyrir heyrnina í mér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha ha   og ertu þá komin með heyrnartæki.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahaahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skunk

Góður doxi, EddaDoctor

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.2.2008 kl. 07:03

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

hahahahahaha !

Sunna Dóra Möller, 7.2.2008 kl. 08:39

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Velkominn Ægir minn!

Ég get tekið að mér að panta tíma.

Það eru margir góðir læknar hérna við sjúkrahúsið Beta mín, en þessi var sýnu bestur af þeim sem ég hef lent á, hann er einn af fáum læknum á Íslandi sem hafa lært sálfræði!

Krumma, læknar skaffa ekki heyrnatæki og ég er ekki en búin að fá mér er alltaf á leiðinni.

Já hlæðu bara Jenný - en þetta er alvarlegt mál.

Góður skunkur Imba samt ekkert líkur lækninum og ekki mér heldur!

Hallgerður, trúirðu því virkilega að þetta sé grín? Þetta er allt án gríns, en það má hlægja!

Það er gott ef ég get létt undir með þér í ritgerðasmíðinni, mátt meira segja nota þetta ef það passar einhversstaðar inn í!

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Hahaha Edda þessi er góður

Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 17:20

7 identicon

HA HA HA HA  Frábær saga

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:49

8 identicon

 hehe góð!!!

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:40

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Edda, ég ætti kannski að blogga um það, þegar ég fór á spítalann á Akranesi.  Það gekk næstum af mér dauðri.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.2.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja Imba gerðu það!

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:50

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta var nú allt stolið og skælt. Stundum verður bara að herm aeftir þegar tómleikinn yfirtekur mann.

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband