Leita í fréttum mbl.is

Áframhald af Norðurljósablús

Eins ég sagði í færslunni hér á undan var ég á Hornafirði um helgina að borða góðan mat og hlusta á blús. Seinna kvöldið mitt á Höfn fór ég fyrst heim til kunningjafólks að borða grafnar gæsabringur með melónu og sólberjahlaupi í forrétt og humar í aðalrétt með rósapiparsósu og hrásalati og í eftirrétt var besta súkkulaðikaka sem ég hef fengið með ferskum jarðaberjum og ís. Þetta er nú smá útúrdúr til að kitla bragðlaukana.

Úr matarboðinu gengum við upp á Hótel sex saman og hlustuðum á sænsku sveitina Emil &The Ecstatics. Þeiru voru á fyrstu blúshátíðinni fyrir tveimur árum og hrifust heimamenn og aðrir svo af þeim að ákveðið var að fá þá aftur. Emil Arvidsson sem er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar hefur spilað blús frá unga aldri, hann var í hljómsveit sem hét The Yong Guns  sem hann stofnaði og varð töluvert vinsæl í Svíþjóð og gáfu út tvær plötur, sveitin flosnaði upp og þá stofnaði Emil þetta blúsband eða Emil &The Ecstatics sem er eitt af topp blúsböndum í Sverige í dag. Þeir hafa gefið út tvo eða þrjá diska og spila soulskotinn blús. Johann Bendriks spilar á hammond orgel, Tom Steffensen á trommur og Mats Hammerlöf á rafmagnsbassa. Þeir eru ferskir og skemmtilegir eiginlega grallaralegir, náðu miklu stuði upp og fantagóðir tónlistarmenn.

Að síðustu fór ég á Víkina og hlustaði á Johnny And The Rest. Íslensk hljómsveit með ungum mönnum, samt yfir tvítugt. Í prógrammi er sagt að tónlist þeirra sé alveg frá hreinum blús út í sækadelíu (phsycadelic, progressive) og djassáhrif. Þeir hafa m.a. unnið tónlistarkeppni um plötusamning hjá Cod Music. Ég þekki akkúrat ekkert til þeirra en þeir voru kröftugir og skemmtilegir með of mikin hávaða fyrir mig enda spila þeir eins og flestir ungir menn i hljómsveit með mikilli greddu.

Þessi helgi var ævintýri og ekki laust við að mig langi aftur í þetta ævintýri. Það er í það minnsta óhætt að mæla með ferð á Norðurljósablús - mikil upplifun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Endurtek það sem ég sagði á síðustu færslu þinni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að lesa um þessa helgi fyrir austan. Þetta hefur aldeilis verið gaman.  Minningin mun ylja jþér lengi.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð alltaf jafn sorgmædd þegar ég missi af blúshátíðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 23:49

4 identicon

Mikið hefur þetta verið skemmtilegt. Ég á örugglega eftir að bregða mér á blúshátíð á Hornafirði. Hef reyndar stundum látið mér detta í hug að fylgja húsbandinu þangað. Hann hefur oft spilað blús og djass á Hornafirði. Líklega er það einn af fáum stöðum sem ég hef ekki farið með honum á.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna við drífum í þessu á næsta ári og tökum minnsta kosti Jenný og Einar með ef ekki fleiri!

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er nú greinilegt að þú hefur átt skemmtilega helgi, njóttu minninganna.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.3.2008 kl. 15:08

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 5.3.2008 kl. 21:10

8 Smámynd: Brattur

... blues - humar  og grafnar gæsabringur.... =

Brattur, 5.3.2008 kl. 23:16

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef komið á blúshátíð á Höfn, það var alveg frábært, virkilega notaleg og eftirminnileg ferð.

Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Kolgrima

Ævintýralegt nafn, Norðurljósablús, og fullt af fyrirheitum...   gaman að þið skylduð skemmta ykkur svona vel

Kolgrima, 6.3.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband