Leita í fréttum mbl.is

Ekki seinna vænna - tökum saman höndum og stöndum saman!

Vistakstur er það sem koma skal.

Nú er að duga eða drepast - bætum umferðamenninguna og fækkum slysum og eldsneytiseyðslu!

Myndin í kvöldfréttum sjónvarpsins frá  þrettán þúsund manna bæ í Þýskalandi eða Austurríki var með smellnara sem ég hef séð uppá síkastið.

Engin umferðamerki, engar götumerkingar, engar hjólabrautir og engin umferðarljós, s.s. tilraun til bættrar umferðamenningar og það hafði skilað árangri.

Allir tóku tillit og fóru hægt á gatnamótum  og sá sem var á undan fór yfir - engar bílaraðir.

Æðislegt - vonandi getum við bráðum gert tilraunir með VISTAKSTUR!


mbl.is Vistaksturskennsla styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Minnkandi eldsneytiseyðsla að kemur af sjálfu sér, eins og það kostar að setja bensín á bílinn Ég hef varla tímt að hreyfa bílinn megnið af árinu - sem er e.t.v. bjarta hliðin á þessu ástandi.

En vistaksturskennsla er með ljótari orðum sem ég hef séð lengi! 

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Notum almenningssamgöngur eins og Gurrí, t.d.

Það þarf að færa þær til nútímans, og við munum spara helling.

Geðilegan 19. júní.

Þú baðst um bleika skó,  hér færðu einn:

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ó hann límist ekki, þú getur náð þér í hann yfir á minni síðu.  hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegan 19. júní bloggvinkona

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Tína

Hverjum hefði dottið í hug að svona aðferð myndi virka? Til hamingju með daginn krútta.

Kramkveðjur

Tína, 19.6.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Af hverju ekki bara vistganga? Sleppa því að fara á bílnum út í búð eða í vinnuna, ganga.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:15

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn

Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband