Leita í fréttum mbl.is

Stoppum sálarmorð.

Konur á Íslandi fagna Kvenréttindadeginum í dag 19. júní í fallegu veðri en því miður ekki allt jafn fallegt sem konur hafa þurft að burðast með í gegn um tíðina og ber hæst þá ofbeldi gegn konum í ýmsum myndum.

Bleikir steinar hafa verið afhentir á þessum degi undanfarin ár á vegum Femínistafélags Íslands. Steinarnir eru afhentir til að vekja athygli á sérstökum málum sem varða konur og því órétti sem þær eru beittar.

Í ár fær Dómsmálaráðherra Íslands Bleika steininn, ásamt Forseta hæstaréttiar, Dómarafélag Íslands og Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar.

Ekki undarlegt miðað við þá dóma sem kveðnir hafa verið upp í kynferðisakamálum gegn konum og börnum.

Í dag hafa þó nokkrir blogg vinir mínir bloggað um mál í tilefni dagsins og set ég slóðir þeirra hér inn.

Jenný Anna bloggvinkona mín er líka gömul æsku-og hverfisvinkona og er svokallaður ofurbloggari enda með þrjár færslur sem falla undir kvenréttindi ef ekki fjórar.

Bleika byltingin

Hver fær grjótið

Þjóð í móðursýkiskasti

Einum rúnkklúbbi minna

Næst er það Hulda Elma Guðmundsdóttir frá Norðfirði sem bloggar um "Gæfusporið fyrir 93 árum"

Þá er það Gísli Baldvinsson á Akureyri sem bloggar um "Kvenréttindi eru Jafnréttindi"

Að lokum er Það Rósa Harðardóttir sem kannar skyldleika við þekktar konur, "Guðrún Ósvífursdóttir"

 


mbl.is 98% þolenda eru konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála því að það þarf að stoppa sálarmorð, en finnst þér ekki líka þurfa að vekja upp þá sem eru sofandi yfir þessum óhugnaði.
Allt of margir vilja bara loka augum og eyrum, og segja bara, nú já
þetta er hræðilegt, svo er það ekki meir. Ég er búin að lenda í all mörgum konum sem ekki trúa, og þetta er nú kannski ekki alveg svona slæmt segja þær.
Hvað með þá konur og karla, sem setja út á konur sem berjast gegn þessu, hvað skildi vera að þeim? Jú það er afneitun.
Það hefur verið sagt við mig, heyrðu Milla mín ert þú ekki bara með smá móðursíki? Halló jú jú, blessaðar og sælar.
                Til hamingju með daginn.
                    Kveðjur til þín Milla

                    

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með daginn Edda mín. Er búin að lesa alla pistla bloggvina þinna sem þú bentir á. Takk fyrir mig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað ég er ofvirk.  Ók, er ritari svo ég er snögg.

Takk fyrir að linka á mig.

Gleðilegan afgang.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Til hamingju allar bleikar bárur og birnur. 

Til hamingju Ísland að við fæddumst hér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.6.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Kolgrima

Þú ert alltaf svo flott, Edda. Takk fyrir þetta og til hamingju með daginn

Afmælisbarn dagsins

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Ragnhildur mín. Ég er búin að fara á linkinn sem þú sendir og það er merkilegt að Aun San Suu Kyi eigi afmæli í dag, 63 ára og búin að vera 13 ár í stofufangelsi. Það er við hæfi að minnast hennar.

Ingibjörg, takk fyrir kveðjuna!

Jenný, þú ert engin smá hespa og pistlarnir allir æði!

Ólöf, takk fyrir innlitið og vonandi gastu notið þess!

Milla, það er allt satt og rétt sem þú segir, en ég hef enga aðra lausn á málinu aðra en að halda þessu stanslaust áfram þ.e.a.s. skrifa og ræða um þessi mál. Þetta er viðkvæmt og eldfimt og það sem er viðkvæmt og allt að því óhugnanlegt lokar fólk á. Hef staðið sjálfan mig að því og treysti því ekki að það komi ekki fyrir aftur. Takk fyrir innlitið.

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 18:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið rétt Edda, getum ekki neitt annað en haldið áfram, en mér hugnast það eig að fólk sem er að óskapast út í menn úti í heimi sem  nauðga konum og börnum, en svo horfir það öðruvísi við er litið er heim til Íslands.
ÆI, fyrirgefðu röflið en ég er stundum örg, nei ekki út í þig, heldur fólk sem ekki hlustar.
                              Knús til þín og eigðu góða rest.
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með daginn Edda mín og allir aðrir

Sá í kvöldfréttum mér til mikillar vonbrigða að það tóku ekki allir á móti steininum.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krumma það er greinilega verið meðvitað að sniðganga steinanna!

Sömuleiðis til þín.

Milla, þetta er ekkert röfl - þetta er háalvarlegt mál og ber að vera eins mikið á vaktinni eins og hver og einn getur. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vera angra þig og pirrast út af meðvirkni og meðvitundarleysi hjá fólki, það er eðlilegt, en ég hef vonandi lært að flokka eitthvað úr og reyni að eyða ekki orkunni í pirring en þar sem þessi mál eru svo flókin og efið viðureignar, s.b. nálgun á allan hátt að þá er oft ekkert annað eftir en að pirrast.

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:13

10 identicon

Þótt seint sé.....til hamingju með daginn!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Guðrún!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband