Leita í fréttum mbl.is

Predikun

Í Laugardalnum var kvennamessa í gær. Ekki hef ég ennþá komist á þessar árlegu messur.

Þórunn Sveinbjarnardóttir predikaði í dag á messunni og varð það til þess að ég fór að athuga hvað orðabókin segir um orðið predikun!

Það þýðir auðvitað að flytja ræðu við guðþjónustu og gæti ekki verið einfaldari útskýring. En predikun hefur líka aðra útskýringu og hún er: að halda skoðunum fast fram!

Nú hefur ekki verið sagt frá innihaldi predikunar Þórunnar, en mín tilfinning er sú að það hafi hún einmitt gert að halda skoðunum sínum fast fram.


mbl.is Umhverfisráðherra predikaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Langaði bara að senda þér knús inn í helgina Edda mín .

Tína, 20.6.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Tína!

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á líka eftir að fara í kvennamessu.  Vonandi næst. 

Helgarknús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 09:39

4 identicon

Get alveg mælt með að skella sér í messu hjá Kvennakirkjunni - hef farið í þær nokkrar með mömmu - og finnst þær miklu skemmtilegri heldur en hefðbundnar messur

Góða helgi

Ásta (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er ekki kirkjusækin manneskja. Fór fyrir margt löngu í kvennamessu í Grindavík og fannst hún alveg mögnuð. Hætti að sækja messur hérna heima þegar sálmarnir sem sungnir voru mér óþekkjanlegir og prédikanirnar um helvíti. Góða helgi vinkona.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Kolgrima

Það verður nú að segjast eins og er að ég fer ekki oft í kirkju Mér hugnast ekki afstaða þeirra sem segjast vera kristnari en við hin til samkynhneigðra og kvenna, en kannski á það eftir að breytast.

Hafðu það gott í sólinni ég er farin að gróðursetja!

Kolgrima, 20.6.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Brattur

... gaman að fá þessa útskýringu á orðinu "predikun"... hef aldrei velt því orði fyrir mér, eins og mér finnst nú gaman að velta orðum...

... en hver er nú helsti munurinn á kvennamessu og karlamessu?

Brattur, 20.6.2008 kl. 16:58

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gísli, þá er Guð kona!

Ragnhildur ertu farin á Nesið að gróðursetja?

Hulda, það er gaman að lesa þetta um að messan hafi verið kraftmikil!

Takk fyrir innlitið Ásta.

Jenný við skellum okkur næsta sumar ásamt fleirum bloggurum.

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband