Leita í fréttum mbl.is

Óttinn nálgast

Hugsið ykkur að skuli strax vera komið og kinnarnar bitnar á nóttunni. Samt er þetta búið að ganga svo vel í sumar, engin kinnabit á nóttunni og enn er sumarið eins og á Spáni.

Þá er best að njóta þess í botna áður en kinnar okkar eru bitnar og hlaupa upp með til heyrandi blettum, áblástri, útbrotum og ofnæmi. Nætur frostið er samt ekki svo mikið ennþá en þetta er byrjunin og náði sér á strik á þremur til fjórum stöðum undanfarnar tvær nætur.

Kuldaboli Kuldaboli

ekki koma alveg strax...

 

Getur svo ekki einhver botnað þennan leir eða búið til nýtt um BOLA?

Þetta hér fyrir ofan bað ég um í dag og nú eru elskulegir bloggvinir mínir búnir að koma með skáldskapinn sinn sem er frábær.

Brattur sem heitir reyndar Gísli skrifar oft eða eiginlega alltaf skondna pistla um orð og orðnotkun ásamt örsögugerð og ljóð.

Frá Önnu Ólafsdóttur hef ég ekki séð neitt áður í bundnu formi en kemur mér samt ekki á óvart.

Anna Þóra Jónsdóttir  er ljóðskáld og kennari og hefur hún birt mörg ljóða sinna á síðu sinni sem eru að mínu mati góð.

Anna Einarsdóttir  er komin líka inn. Hún bloggar oft um gátur og svo er hún hrekkjusvín!

Takk fyrir þátttökuna kæru vinir.

Smámynd: Brattur

Kuldaboli, kuldaboli
Ekki koma alveg strax
Ég þoli ekki, ég þoli ekki
Kulda eins vel og lax

Brattur, 13.8.2008 kl. 18:08

 

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir (anno)

 

Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma alveg strax
Húðin mjúk sem barnsrass þolir
eina mínus gráðu  max!

Knús og kveðja á Skagann Heart

Anna Ólafsdóttir (anno), 13.8.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

 

Piffff...er það nú rímorð til að vinna meðGetLost......finnst botninn hennar nöfnu hér að ofan alveg brilliant og Brattur er einnig flottur.  Ætla samt að reyna.........bara til að vera með.

Kuldaboli, kuldaboli

ekki koma strax.

Kuldaþolna ullarboli

þarf þá til undirlags.

Anna Þóra Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 

Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma strax
Fyndið ef að Óli foli
fengi tagl og fax.  LoL

(Af því að Ólafur var á forsíðu Séð og heyrt kallaður foli á lausu).

Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:46

Finnst ykkur ekki magnað að það eru þrjár Önnur hérna inni með skáldskap!

Skoðið svo heimasíður þessara bloggvina minna.

 


mbl.is Frostið bítur kinnar á nóttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Maður er svo góðu vanur eftir sumarið að ég hálf kvíði kuldanum sem á eftir að skella á fyrr en varir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.8.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Brattur

Kuldaboli, kuldaboli
Ekki koma alveg strax
Ég þoli ekki, ég þoli ekki
Kulda eins vel og lax

Brattur, 13.8.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég pínu hlakka til að fá vetur.......þarf að drífa þetta ár af....næsta má vera á venjulegum hraða !

Sunna Dóra Möller, 13.8.2008 kl. 18:28

4 identicon

Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma alveg strax
Húðin mjúk sem barnsrass þolir
eina mínus gráðu  max!

Knús og kveðja á Skagann

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Piffff...er það nú rímorð til að vinna með......finnst botninn hennar nöfnu hér að ofan alveg brilliant og Brattur er einnig flottur.  Ætla samt að reyna.........bara til að vera með.

Kuldaboli, kuldaboli

ekki koma strax.

Kuldaþolna ullarboli

þarf þá til undirlags.

Anna Þóra Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá þið eruð brilljant. Ég ætla færa þetta yfir á síðuna.

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kuldaboli, kuldaboli
ekki koma strax
Fyndið ef að Óli foli
fengi tagl og fax. 

(Af því að Ólafur var á forsíðu Séð og heyrt kallaður foli á lausu).

Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

..................

upp á Hvoli, Geiri svoli,

vildi frú með fax.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 00:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að vakna og á eftir að starta kvörnum. Góðan daginn annars.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 06:57

10 Smámynd: Kolgrima

Hm... er að koma vetur?

Kolgrima, 14.8.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband