Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2008 | 14:28
Áfram Spánverjar!
Það verður liðið mitt í kvöld.
Þeir hafa líka bara einu sinni orðið Evrópumeistarar en Þjóðverjar þrisvar.
Ég veit að þjóðverjar eru hættulegir og það í einni en fleiri merkingu!
Aldrei hugnast þeir í Evrópu- eða heimsmeistarakeppnum.
Væntingar í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.6.2008 | 11:38
"Meðvirknin" er það sem við erum endalaust að kljást við. Afmælisboð barna á skólatíma.
Afmælisveislur barna á skólatíma geta stundum orðið að verstu martröð kennarans. Börn eru skilin útundan og oft eru það alltaf sömu börnin. Það er fullorðinna að hafa áhrif á börn sín og eiga að setja reglur um það við börn sín hvernig afmælisboð eiga að vera. Ef börnin vilja velja úr börn sem þau bjóða í afmælið sitt þá gera þau það heima hjá sér en ekki í skólanum, hvorki inni í kennslustund eða á skólalóðinni, ekki heldur heim úr skóla eða á leið í skóla.
Það er ekki gott að velja þannig að það eru aðeins einn, tveir eða þrír afgangs en ef valið snýst við er það eðlilegra.
Ég er sérgreinakennari og hef oft hlustað á börn tala saman um afmælisveislur sínar í tímum.
Ætlarðu ekki að bjóða Gunnu? Af hverju ekki ?
Mamma vill ekki fá marga!
Einhvern vegin eru samskiptin oft með þessum hætti. En ég hef líka heyrt, hann bauð mér ekki í afmælið sitt!
Sem betur fer getur skólinn sett reglur nákvæmlega eins og heimilin setja reglur. En ef að heimilin ætla að fara með sínar reglur gegn skólareglunni inn í skólann, þá verður einhver að stoppa það. Í þessu tilfelli er það kennarinn í Svíþjóð sem stoppar boðsmiða útdeilingu vegna í rauninni eineltis.
Flestir ef ekki allir skólar á Íslandi eru með þessar reglur, að ef þú deilir út boðsmiðum í bekknum þá eru það allir eða engin.
Mér hefur alltaf þótt dálítið skjóta skökku við að um leið og við erum að kenna og ala upp börnin okkar í jafnrétti, góðum dyggðum og uppeldi til ábyrgðar, þá eru til foreldrar sem verða svo ofurmeðvirk með börnum sínum að það hálfa væri nóg!
Það er ekki hægt að gera upp á milli barna í sama bekk sem hafa ekki nægilegan félagsþroska og þurfa þess vegna stjórnun og umræður um umburðarlyndi sem er þolgæði og taka vægt á yfirsjónum annarra.
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.6.2008 | 16:49
Mismunandi heilsufar öldunga.
Í fyrradag fékk ég langömmu barnabarns míns í heimsókn ásamt manni hennar og bróður. Allt þetta fólk er komið yfir áttrætt. Langamman býr við góða heilsu miðað við aldur orðin 86 ára, maður hennar á svipuðu reki er aftur á móti búin að fá parkison veiki og hefur líka þurft að gangast undir aðgerðir vegna kransæða og hjarta. Bróðir langömmunnar er aðeins yngri og vel ern.
Umræður okkar snérust meðal annars um heilsufar öldunga og langlífi. Mamma systkinanna dó 102 ára og hafði aldrei farið á spítala. Hún var orðin blind en mjög vel ern fram í andlátið. Í dag væri hún ekki blind, því Það sama hrjáir dóttur hennar og hún hefur tvívegis á tíu ára millibili farið og látið skipta um augasteina og þarf ekki að nota gleraugu 86 ára. Mamman dó árið 1993.
Það er framfaraspor að rannsaka öldrunarsjúkdóma eins og Hjartavernd hefur tekið þátt í sem gæti orðið til þess að fólk gæti lifað góðu lífi í ellinni!
Hver veit?
Uppgötvun Hjartaverndar vekur víða mikla athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2008 | 11:13
Ekki skylda verktakans?
Það kemur mér á óvart að það er ekki skylda verktaka að ganga frá byggingasvæðum sínum til að koma í veg fyrir að börn fari sér að voða.
Hver á að sjá um að framkvæmdarsvæði í þéttbýli séu frágengin þannig að börn og óvitar fari sér ekki að voða?
Er það kannski sveitarfélagið, eins og þessu tilfelli Grindavíkurbær?
„Á eftir að enda með slysi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2008 | 20:12
Fyrir barn er meðganga þess óeðlileg og ofbeldi á likama barnsins.
11 ára gamalli stúlku heimilað að fara í fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.6.2008 | 13:23
Ekkert lát á barnavændi í heiminum.
Í hádegisfréttum Útvarps mátti heyra þessa frétt þar sem börnum var bjargað úr klóm barnaníðinga sem selja börn í vændi.
Hér er brot úr fréttinni frá ruv.
"Nálega 400 manns hafa verið handteknir í Bandaríkjunum, síðustu 5 daga, grunaðir um að selja börn í vændi. 21 barni hefur verið bjargað úr kynferðislegri ánauð.
Þetta eru viðamestu aðgerðir bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í slíku máli hingað til, og náðu þær til 16 borga. Undanfarin 5 ár hefur yfir fjögur hundruð börnum verið bjargað úr klóm glæpamanna. En yfirmaður FBI segir að Netið geri fólki auðveldara að ná börnum á sitt vald og einnig að selja þau öðrum ofbeldismönnum."
Ég ætla að setja inn hvern einasta óþverra um þessi mál í smá tíma - fá smá yfirsýn yfir það hvað þetta er stórt og mikið vandamál í heiminum.
Stöðvuðu för vændisbíls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.6.2008 | 18:57
Ofbeldið og klámið heldur áfram
Stundum spyr ég sjálfa mig hvort öll tæknivæðingin eins og upptökuvélar, myndbandstæki og myndbönd almennt + sjónvarp séu aðal orsakavaldur á ofbeldi gegn börnum?
Hvað haldið þið?
Miðað við þær rassíur sem lögreglan er að gera víða í Evrópu í þessum málum sem eru ´öllum tilvikum stór og umfangsmikil.
Bara á Spáni eru þeir að taka kannski bara brot af því sem fyrirfinnst þar, eða hátt í fimmtíu manns sem dreifa ósómanum á netið! Og þetta er inni á heimilum fólks - hvaða fötlun eða sýki eða geðveiki er þetta?
Er einhver nær?
Handtökur á Spáni í tengslum við barnaklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.6.2008 | 19:20
Magnea og "Skoppa og Skrítla"
Skoppa og Skrítla eru í miklu uppáhaldi hjá Magnea litlu Sindra og Aldísardóttur. Hún horfir á Skoppu og Skrítlu þætti lon og don af DVD diskum heima hjá sér.
Svo gerðist það einn daginn í vetur að Skoppa og Skrítla komu í heimsókn til Kaupmannahafnar og héldu nokkrar sýningar fyrir íslensk börn.
Magnea fór með mömmu sinni og það var ekki að spyrja að því, barnið steinlá fyrir þeim og fannst hún alltaf hafa þekkt þær, faðmaði og knúsaði í lok sýningar.
Nú eru Skoppa og Skrítla að búa til kvikmynd um sjálfar sig, það verður gaman að fara í bíó með ungviðið!
Hér fyrir neðan er svo nýjasta myndin af Magneu minni sem varð 2ja ára 2. júní s.l.
Skoppa og Skrítla á hvíta tjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.6.2008 | 21:27
Fjárvík á Hjaltlandseyjum og íslenska krónan!
Kannski er bara best að flytja til Fjárvíkur, hver veit?
Þetta brjálaða land sem við búum á - hvað er í gangi?
Nú fara bankarnir að gera upp fjórðungsuppgjörið og örugglega í + eins og venjulega og þeim er spáð mörgum plúsum?
Huga fólksins í landinu er svo dreift með Ísbjarnarblúsum, góðu veðri, útihátíðum og öllu kítingi í kringum það, einhverju blaðri um utanlandsferðir ráðherra og þingmanna, eldneytiskostnaði hjá sama fólki og fleira og fleira.
En hvenær ætlum við öll í landinu að rísa upp á afturlappirnar og spyrja út þessa blessuðu krónu sem var í sögulegu lágmarki í dag?
Eins og ég spurði fyrst - eigum við að flytja til Fjárvíkur?
Lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.6.2008 | 11:38
Tengsl foreldra og barna.
Það vekur athygli mína um leið og fréttir hafa borist undanfarið af niðurstöðum könnunar um kynlíf unglinga hér á Íslandi til samanburðar í öðrum löndum í Evrópu þar sem íslenskir unglingar stökkvi fyrr út í kynlíf en jafnaldrar þeirra að íslenskar stúlkur séu ekki jafnverndaðar og jafnöldrur þeirra í öðrum löndum!Þetta segir Þóroddur Bjarnason prófessor í dag.
Ég hef verið hugsi yfir því undanfarið, hvað það er í okkar munstri sem ekki er að skila sér. Erum við teprur eða finnst okkur kynlíf unglinga í lagi? Þarf ekki að taka stórt skref fram í umræður um þessi mál? Ég er langþreytt á öllu tali um hið neikvæða þætti tengslum við kynlíf og kynlífsathafnir og er til í að vera með í að snúa dæminu við og gera eitthvað jákvætt og fallegt úr þessu.
Í dag á sonur minn Högni afmæli, hann er 36 ára í dag. Hann á eina dóttur sem heitir Sandra María og er að koma frá heimkynjum sínum í Vejle til Íslands í kvöld og dvelur í þrjár vikur. Hún er yndisleg stúlka og ég hlakka heil ósköp að fá hana, hún ætlar að dvelja eitthvað hér hjá mér.
Högni og Sandra María daginn fyrir fermingu hennar í vor.
Missa verndarhlutverkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen