Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2008 | 21:50
Furðulegasti stjórnmálamaður sem ég hef upplifað í einnhverri nánd.
Á Danmerkurárum mínum var Glistrup mjög áberandi. Hann var ekki bara áberandi fyrir skoðanir sýnar heldur útlit líka. Hann minnti mann alltaf á vonda vonda kallinn í bíómyndunum.
Fyrir nú utan það að honum var stanslaust klínt við allskonar peningasvindl að þá var hann mikill útlendingahatari og allt löðraði í kynþáttahyggju í kringum hann.
Hann skóf heldur ekki utan að hlutunum þegar hann tók til máls, bæði var hann orðljótur oft á tíðum og svo var framburðurinn allsérstakur eða svona eins og, "engum kemur þetta við nema mér"!
En allir áttu vel að merkja að hlýða því sem sagt var.
Mogens Glistrup er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2008 | 15:56
Tjaldsvæði og mannréttindabrot.
Frómt frá sagt að þá hélt ég já takið eftir "hélt ég" að það mannréttindabrot með aðgang á tjaldsvæði væri bara að finna á Akureyri og hér á Akranesi hvað samþykktir varða frá sveitar- og bæjarfélögum. Það er og var miðað við 23 ár.
En nú er annað komið upp á teninginn, samkvæmt þessari frásögn Kristínar Laufeyjar Steinadóttur þá eru verðir tjaldstæða farnir að banna barnlausu fólki innan við þrítugt að tjalda og ef þau ætla að búa til börn á tjaldsvæðinu!
Það voru hvorki meira en þrjú tjaldsvæði í Árnessýslunni sem að meinuðu aðgang að tjaldsvæðum sínum fólki innan við þrítugt.
Ætli þetta sé tilskipun frá Sýslumanni á Selfossi?
Ég skora á alla að lesa þessa grein sem er með þeim kyndugri sem ég hef lesið plús það að hér er um hreint mannréttindabrot að ræða.
Nú spyrnum við fótum og látum þetta ekki yfir okkur og okkar fólk ganga.
Arrrrggg
Ferðavenjur breytast lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.7.2008 | 11:48
Konur í æðstu stöður, en konur hverra?
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur slegið í gegn um þessar mundir. Hún er skelegg og kemur vel fyrir. Ekki hef ég kynnt mér náið það sem hún vinnur innan borgarstjórnar, en það sem almenningur hefur til hliðsjónar af fólki í pólitík er aðallega það sem það fær að sjá í fjölmiðlum. Það sem ég hef séð til hennar hugnast mér ágætlega nema hún er ekki í sama flokki og ég.
Hvernig ég merki það?
Jú það er, ákveðni, framkoman, flugmælsk, lætur ekki kveða sig í kútinn og hefur útlitið með sér, og þá er ég hvorki að tala um ytri né innri fegurð því það þekki ég ekki.
Hún er flott og greinilega smekkkona á tau og heimili og svo má ekki gleyma því að hún er góð vinkona Ásdísar Höllu!
Þarna sjáið þið, þetta er það sem ég veit um hana.
En hvað er það við pólitíkina sem fer svo leynt fyrir almenningi og er haldið frá almenningi meðvitað?
Jú jú ég veit, þú getur skoðað allt um þetta á netinu og þú mátt mæta á fundi og líklega geturðu hlustað á þá á netinu!
Af hverju er ekki hægt að setja glassúr á pólitíkina og vekja þannig upp forvitni, ja, eigum við ekki bara að segja kúnnans eða neytandans?
Getur Dr. Gunni ekki verið líka á neytendavaktinni í pólitíkinni?
Konur ánægðari með Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.7.2008 | 00:10
Góður rómur gerður af tónleikum Palla!
Var að koma úr bænum. Fór í dag til að kaupa eitt stykki eldhúsinnréttingu í Ikea, það er allt í vinnslu. Á leiðinni út hitti ég Jónu bloggvinkonu brúna, vel út hvílda frá Bretlandseyjum í þeim erindagjörðum að kaupa kerti í íslenska kuldanum, ekki skrýtið það, að bæta sér upp hitatapið frá gamla heimsveldinu.
Ég fór í bíó kl sex að horfa á myndina "Kjötborg" eftir Þorfinn Guðnason, klukkutíma löng heimildarmynd um gömlu Pétursbúðin á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu. Mikið kom myndin mér þægilega á óvart, ótrúlega skemmtileg og góð. Mæli með að allir sjái myndina í Háskólabíó.
Mannurinn fór á tónleika með Palla, mágur minn fór líka, bræður mínir, (tvíbbarnir) bróðir mágs míns, sonur hans, og vinur. Algjör karlafans!
Allir voru þeir hrifnir af Palla og hljómsveitinni sem spilaði undir hjá honum. Palli var klappaður tvisvar upp og fullt var í höllinni en dálítið loftlaust um tíma.
Paul Simon hélt tónleika í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2008 | 13:33
Skyldu áhrifin strax vera komin í ljós?
Er þetta vegna þess að N1 hefur verið sniðgengið eða vegna umræðunnar? Vonandi er það bara bæði, en nú mega menn passa sig að láta ekki plata sig.
Hvað mörgum ná þeir aftur yfir til sín?
Á ekki bara að skipta núna og vera með N1 núna og sniðganga annan eða er það of snemmt?
Kannski er þetta líka eitt plottið til að rugla neytendur, það er vist mjög auðvelt að rugla neytendur á Íslandi
10 króna afsláttur af bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.7.2008 | 00:58
Hamingjusöm í Tyrklandi
Þegar ljóst er að Danir eru enn einn ganginn hamingjusamasta þjóð í heimi, hugsa ég líka til þess hvað Íslendingar almennt er hamingjusamir með Dani og að vera í Danmörku,
Ég á dóttur sem varð 39 ára í gær eða í dag eftir því hvernig maður lítur á tímann, hún heitir Heiða og er núna síðust af þremur börnum mínum sem fædd eru í júní. Hún er í Tyrklandi , Marbaris held ég að það heiti og er mjög hamingjusöm með ferðina þrátt fyrir 45 stiga hita. Hún fór þangað með vinkonu sinni sem hún hefur ferðast mikið með, Eydísi. Heiða bjó með okkur í Danmörku á námsárunum og henni finnst hún alltaf vera komin heim þegar hún fer þangað.
Til hamingju með afmælið elsku Heiða mín.
Hér er Heiða með bróðurdóttur sína Magneu.
Vaxandi hamingja í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.6.2008 | 17:31
Hvernig á að spara?
Lýsi eftir tillögum að góðum sparnaði fyrir innkaup á matvörum!
Mikið grænmeti er notað en minna af rótargrænmeti.
Lítið af mjólk er notað.
Ekki hveiti eða pasta.
Hvað á að forðast í matvöru í dag vegna verðs?
Bónus hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.6.2008 | 15:06
Ljós, Ljósa, Ljósmóðir. Mega börn ekki lengur fæðast?
Það virðist næsta tilgangslaust að konur auki við sig menntun. Þeim er umbunað með óvirðingu og fá meiri laun fyrir grunnmenntun sína en framhaldsmenntunina!
Hvað er þetta í fj... sem vinnur gegn konum í launum?
Fyrst þurfa þessar konur, (ég segi konur því ég veit ekki um íslenskan karlmann sem er ljósfaðir en gæti auðvitað verið), að læra hjúkrunarfræði og svo taka þær ljósmæðranám ofan á það, því ekki er lengur hægt að læra eingöngu ljósmóðurfræði eins og áður fyrr.
Nú er þetta sex ára nám í Háskóla og þær þurfa að berjast við ríkið til að fá leiðréttingu launa!
Látið mig bara vita ef þið vitið af einhverri karlastétt eða sem næst, með Háskólapróf upp á sex ár sem þyrftu að standa í þessu ströggli?
Neyðarmönnun hjá ljósmæðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 23:03
Bara sætastir!
Fallegt hvernig hægri bakvörðurinn Ramos minntist vinar síns Puerta með því að vera í bol með mynd af honum á!
Setti meira segja peningin ofan í hálsmálið svo hann sæist örugglega.
Puerta dó 22 ára, var í landsliðinu og við krufningu kom í ljós hjartagalli.
Ég er ánægð yfir að Spánverjar skildu taka þennan leik og ekkert með neinu "rétt mörðu það" heldur með mikilli reisn sem er sérstaklega sætt gegn Þjóðverjum.
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.6.2008 | 19:23
Svona var kjötið af kálfunum í gamla daga í sveitnni og kannski eru kálfarnir borðaðir svona ennþá!
Í sveitinni var oft kálfakjöt á boðstólum. Þegar kýr var nýborin var kálfurinn ekki látin lifa lengi vegna þess hve dýrt var að ala hann. Hann þurfti mikla mjólk og það var of mikið fyrir venjulega bændur sem voru að auka nytina við burðinn.
Ég man bara að yfirleitt fannst mér það ekki gott þegar ég var barn, allt of hvítt og oft slepjulegt.
En það besta sem ég fæ í dag er kálfakjöt en það er ekki af nýbornum, svolítið eldri!
Það verður gaman að smakka lambið þótt husunin á bak við litla fallega lambið sé ekki geðsleg - en það fannst manni líka um kálfinn forðum!
Mjólkurlamb kynnt matgæðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen