Leita í fréttum mbl.is

Afmælisgjöfin ekki sú besta!

Sit hér á Aurasundsstúdentagarðinum og blogga úr tölvu sonar míns. Fór að sofa á skikkanlegum tíma og vakna svo við miklar og skelfilegar niðurstöður úr kosningunum. Sextán ára gömul ríkisstjórn heldur velli, er það furða þótt maður heyri af vörum ungs fólks að það sé margt gott hjá sjallanum þegar þau hafa enga aðra fyrirmynd í uppeldinu.

Þetta er sorglegt að fá ekki breytingu sem nær helmingur þjóðarinnar vill. En svo er annað mál með auglýsingar og peningavaldið eins og Jóhannesarauglýsingin sem er ekkert annað en lokahnykkur á kosningu sjallana. Gott trykk en slæm afmælisgjöf fyrir mig í dag.

Bið að heilsa samherjunum á Skaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með afmælið.  Það er sárt að sumir íslendingar kjósi ávallt að kyssa á vöndinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já þetta er fúlt en okkar barátta Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var flott. Anna Kristín barðist eins og ljón - við gerum bara betur næst - grrr!!!

Guðrún Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 18:13

3 identicon

Mér finnst þetta gott hjá þér með uppeldið og fyrirmyndina.  Hafði ekkki hugsað út í það.  Enda eru ansi mörg ungmenni sem sjá ekkert nema Sjálfstæðisflokkinn, hafa ekki kynnst öðru.

 Sammála þessu með auglýsinguna hjá Jóhannesi, hún hefur svínvirkað.

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband