Leita í fréttum mbl.is

True love

eftir Charles L. Mee er útskriftarverkefni leiklistarnema við Film/teaterskolen Holmberg í Kaupmannahöfn. Leikstjórinn heitir Lars Henning, sem þekkir hópinn orðið nokkuð vel því hann setti líka upp leikrit með þeim í fyrra. Sýningar eru á hverju kvöldi frá 11. maí til 19. maí og er aðgangur ókeypis. Pantað verður þó miða/sæti, eða láta vita af komu ykkar í síma 0045 35 36 36 89.

 Það er ekki stórt rými sem skólinn hefur til að sýna í og verður því óhjákvæmilega mikil nánd við áhorfendur. Í gærkvöldi þegar ég var á sýningunni upplifði ég að sjá heila fjölskyldu yfirgefa leiksýninguna að vísu í hléi en varð þess sterkt vör á fyrrihluta sýningarinnar að þeim hundleiddist eða skildu ekki neitt. Þetta voru hjón með tvo drengi á aldrinum ca 13 ára og 17 ára. Það eru níu leiklistarnemar að útskrifast úr skólanum og eru fimm þeirra Íslendingar og þykir mjög sérstakt. 

Mér fannst gaman að sjá alla nemana aftur því ég fór í fyrra að sjá þau. Þá fannst mér leikritið skemmtilegra og náði því kannski betur, nú var stykkið aðeins þyngra og meiri málnotkun ásamt miklum hraða á köflum. Verkið fjallar um breyskleika manneskjunnar og hvernig samfélagið og fjölmiðlar verða áhrifavaldar hennar.

Ég óska öllum til hamingju með útskriftina og sýninguna og takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband