Leita í fréttum mbl.is

Konur í æðstu stöður, en konur hverra?

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur slegið í gegn um þessar mundir. Hún er skelegg og kemur vel fyrir. Ekki hef ég kynnt mér náið það sem hún vinnur innan borgarstjórnar, en það sem almenningur hefur til hliðsjónar af fólki í pólitík er aðallega það sem það fær að sjá í fjölmiðlum. Það sem ég hef séð til hennar hugnast mér ágætlega nema hún er ekki í sama flokki og ég.

 Hvernig ég merki það?

Jú það er, ákveðni, framkoman, flugmælsk, lætur ekki kveða sig í kútinn og hefur útlitið með sér, og þá er ég hvorki að tala um ytri né innri fegurð því það þekki ég ekki.

Hún er flott og greinilega smekkkona á tau og heimili og svo má ekki gleyma því að hún er góð vinkona Ásdísar Höllu!

Þarna sjáið þið, þetta er það sem ég veit um hana.

 En hvað er það við pólitíkina sem fer svo leynt fyrir almenningi og er haldið frá almenningi meðvitað?

Jú jú ég veit, þú getur skoðað allt um þetta á netinu og þú mátt mæta á fundi og líklega geturðu hlustað á þá á netinu!

Af hverju er ekki hægt að setja glassúr á pólitíkina og vekja þannig upp forvitni, ja, eigum við ekki bara að segja kúnnans eða neytandans?

Getur Dr. Gunni ekki verið líka á neytendavaktinni í pólitíkinni?

 


mbl.is Konur ánægðari með Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Jú það er, ákveðni, framkoman, flugmælsk, lætur ekki kveða sig í kútinn og hefur útlitið með sér" mér finnst þetta hljóma eins og bein lýsing á mér þegar ég er upp á mitt besta.  Það er fullt til af okkur flottu konunum út um allt land, við verðum bara að segja fólki frá því. Kær kveðja og knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst hana vanta allan sjarma.  Ef hún og Gísli Marteinn væru hjón, myndum við alveg vita hver væri karlinn í sambandinu.  Ég fyrir mína parta hefði valið Júlíus Vífil ef ég væri í Sjálfstæðisflokknum, en þar sem ég er það ekki, þá hef ég ekkert um það að segja.

En mér finnst Hanna Birna frekar frekjuleg á að líta, klæðir sig skammlaust og er oftast tilbúin í stríðið.  Hana vantar að mínu viti, allan kjörþokka sem er svo ríkt í bæði Degi svo ég tali ekki um Stefáni Jóni.  (Var aldrei hrifin af ST. V. heldur.  En nafna mín hefur þokkann, hún er ákveðin, en hefur glimtið í öye. 

Ég er óforbetranlegur vinstrisinni og sætti mig ekki við neitt annað fyrir mig og mína parta. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.7.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fagna alltaf góðu gengi kvenna en ég hef alvarlegar áhyggjur af því hvað íhaldið er að bardúsa í velferðarmálum borgarinnar.

Jórunn Frímannsdóttir er ekki kona sem ég treysti.  

En Hanna Birna er skeleggur pólitíkus en hún er í kolröngum flokki og ég á þá ósk heitasta að meirihlutinn fara frá.

Enda siðlaust að halda þessu gangandi með fárveikann mann innanborðs.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef ákveðnar efasemdir um notkun á orðinu "frekja" eða að vera "frekur" - það er nánast aldrei notað yfir karlmenn:

Er þá orðið frekja, frekur og frekjuleg til vansa? Þannig er ég í það minnsta alin upp við orðið. Karlmenn sm tala svona eins og Hann Birna eru aldrei frekjur, það er stundum sagt að þeir séu frekir á orðið en aldrei frekjulegir. Hvað segið þið um það?

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er sammála þér Edda, finnst Hanna Birna mjög frambærilegur pólitíkus, en ekki í sama flokki og við, en ég vildi gjarnan hafa hana innanborðs. Hún á ættir að rekja til Neskaupstaðar, já hún er frekja!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójú, Edda, karlmenn fá oft og iðulega á sig þann stimpil, að þeir séu frekir og til viðbótar, hrokafullir. Svo hef ég oftar en ekki rekið mig á að fólki hættir til að rugla saman ,,ákveðni" og ,,frekju."

Að auki dreg ég mjög í efa að Hanna Birna sé frambærilegur pólitíkus nema í meðallagi. Stjórnmálamenn sem virka skapvondir eru sjaldnast uppá marga fiska þegar upp er staðið.

Jóhannes Ragnarsson, 2.7.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aha Jóhannes, ég þarf nú að fá að vita meir, hefurðu séð hana skapvonda?

Já Hulda það eru margir frekir á Neskaupsstað - annars hefði staðurnn ekki svona merka pólitíska sögu!

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hanna Birna virkar á mig sem hún fari alltaf öfugumegin fram úr rúminu.  Og á mínu heimili er jafnt talað um karla og konur sem frekjur; nema kannski karlarnir fá alltaf forskeytið helvítis og viðskeytið pungur á eftir. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.7.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahahahah Skamm skamm Imba! Það er ekki annað hægt en að springa úr hlátri - góð!

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband