Leita í fréttum mbl.is

Strætó ein besta uppbót sem reykvískir nemar fá og eru Skagamenn inni i því.

Það að nemendur á Akranesi sem sækja Háskólanna og aðra framhaldskóla á háskólastigi fái endurgjaldslaust í strætó hefur gert það að verkum að nemendur búa mun lengur á Akranesi ef ekki alveg.

Ég á einn son sem naut þess í vetur að fara með vagninum alla leið upp í Háskóla og aftur til baka. hann ætlar að vísu ekki að nýta sér það í vetur því hann ætlar að leggja stund á nám í Danmörku .

En gott til þess að hugsa að væntanlega eru margir að nýta sér þetta í vetur frá Skaganum.


mbl.is Námsmenn fá áfram frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þettta er einfaldlega sjálfsagður hlutur að mínu mati.  Ef hvetja á fólk til að nota almenningssamgöngur og spara með því milljónir í viðhaldskosnað, mengun og fl. þá á auðvitað að vera frítt í strætó og það fyrir alla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú bíð ég í ofvæni eftir því að unglingar hér á Árborgarsvæðinu geti valið um slíkar ferðir.  Kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 16:41

3 identicon

Samgöngur skipta held ég öllu þegar kemur að spurningunni um að búa í heimabyggð og stunda nám í framhalds- og háskólum. ég velti þessu mikið fyrir mér þegar ég bjó úti á Dalvík. Ef strætósamgöngur hefðu verið á milli hefði fullt af krökkum sem ýmist leigðu sér herbergi á Akureyri eða bjuggu á heimavistinni í MA getað búið heima hjá sér. Ég er ekki í neinum vafa um að það hefði minnkað brottfallið úr framhaldsskólunum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sjálfsagður hlutur og góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er bara af hinu góða að aðstoða fólk sem stundar nám  að það fái frítt í strætó.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Stelpur mínar - skrapp á Snæfellsnesið í dag og var að koma heim.

Já þetta sparar óhemju og óskandi að svona samgöngur verði sem víðast. Það er klárt mál að góðar og sjálfsagðar samgöngur mundu minnka brottfall úr skólum.

Góða helgi.

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband