Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
30.10.2007 | 21:00
Gefðu mér, jörð
Gefðu mér, jörð, einn grænan hvamm,
glitrandi af dögg og sól,
að lauga hug minn af hrolli þeim,
sem heiftúð mannanna ól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
29.10.2007 | 22:55
Einstök börn
Kristjana bloggvinkona mín á Eskifirði er með þetta á heimasíðu sinni og nánari upplýsingar um félagsstarfssemi Einstakra barna.
Kæru bloggvinir, viljið þið hjálpa mér að láta sem flesta sjá þessa auglýsingu. Mig langar svo að allir sjái en það er ekki hægt, en með ykkar hjálp sjá fleiri
Eskfirðingar, jólakortin geti þið fengið hjá mér.
Myndin á Jólakorti Einstakra barna í ár er máluð og gefin af Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur listakonuog heitir : Þátttaka. Textinn inn í er: Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. kortin eru í A6 stærð . 105 X 148 mm
jólakortin eru 5 í pakka og kostar pakkinn 600 kr.
-30 kort kr. 3150.
-50 kort kr. 5000.
-100 kort kr.9500.
Hægt er að panta jólakort í símum 6992661 og 8958661 Eða senda tölvupóst á einstokborn@einstokborn.is
Einnig eru þau með til sölu Grýlukerti með ártali, þessi Grýlukerti hafa verið mjög vinsæl enda eru þau mjög falleg og er þetta glæsilegur safngripur. Grýlukertin eru ca. 8 cm á lengd og koma í gjafaöskju og kosta aðeins 1500 kr.
Einnig er hægt er að panta Grýlukerti í símum 6992661 og 8958661 Eða senda tölvupóst á einstokborn@einstokborn.is
28.10.2007 | 22:05
Kæru blogvinir nær og fjær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (72)
27.10.2007 | 18:54
Íbúð í Kaupmannahöfn.
Í Kaupmannahöfn er erfitt að finna íbúð á leigu, hins vegar er nóg framboð á íbúðum til sölu. Þær íbúðir sem seljast fyrst eru svokallaðar kaupleiguíbúðir eða eitthvað í líkingu við það. Er ekki kunnug reglunum, en það er t.a.m. Andels bolig. Það eru margir sem neyðast til, eða reikna það út, að kaupa íbúð sé jafnvel hagstæðara, en ekki eingöngu vegna leiguverðs heldur meira vegna þess hve erfitt er að fá leiguíbúð.
Sonur minn er 27 ára og býr í Kaupmannahöfn á stúdentagörðum ásamt kærustu sem er jafngömul honum og dóttur sem er hálfsannars árs. Hann kláraði námið sitt s.l. vor og kærastan fékk svo góða vinnu að þau vilja vera áfram í Kaupmannahöfn um sinn. Þau hafa leitað mikið að íbúð undanfarið í gegn um netið og auglýsingar og hafa fengið lítil viðbrögð. Danir eru orðlagðir fyrir það að svara ekki tölvupósti þótt beðið sé um samband í gegn um tölvupóst.
Er einhver sem veit af íbúð til leigu í Kaupmannahöfn, annaðhvort í eigu Íslendings eða Dana?
Leiguverð sem þau geta borgað er frá 6000 - 8000 þús danskar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2007 | 17:10
STENDER AMAGER
Hágreiðslustofan Stender í Amagercentret er stofa sem er ný endurgerð og breytt og þar þarf ekki endilega að panta tíma. Ég labbaði þangað spurði hvort ég gæti fengið hárþvott, háþurrkun og sléttað hárið, ég nennti ekkert að gera neitt fyrir hárið á mér áður en ég fór, ég hafði bara vöðlað því upp í teyju . Jú það var hægt hálftíma síðar.
Ég rölti niður á einn veitingastaðinn og fékk mér salat og vatn, þegar ég var búin var passlegt að rölta upp, þegar ég kom upp hugðist ég bara setjast, var snemma í því, en þá tók ég eftir því að það voru engin biðstofusæti svo ég stóð þarna, komin úr kápunni og vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera við mig, varð svona eins og hálfviti. Allt í einu sá ég fatasnaga og ákvað að fara þangað með kápuna og í því mætir mér stúlka og býður mér að setjast í einn stólinn við spegilinn sem var allur uppljómaður með perum á bakvið og er ég leit í spegilinn þekkti ég ekki sjálfa mig, ég var skorpin, hvít, með slit í húðinni öðrum megin við nefið og öll roðaleit á hökunni. Ég hugsaði að það væri bara best að halda áfram að vera hálfviti, ég er hvort sem er farin að heyra illa og hávaðinn inni var nægur til að afsaka enn betur heyrnaleysið. Stúlkan sagði mér að það kæmi til mín önnur til að sjá um mig og benti í áttina að gulrótarrauðhærðri stúlku (sko litað hár) og spurði hvort ég vildi kaffi. Stuttu síðar var stúlkan að tala við þá gultótarrauðhærðu og sú síðarnefnda var að þurrka hár á einum kúnnanum og kallaði eitthvað yfir til mín sem ég heyrði ekki, en ég bara kinkaði kolli.
Gulrótarrauðhærða stúlkan kom nú yfir og skoðaði hárið á mér og sagði mér að stúlkan myndi þvo á mér hárið og svo kæmi hún á eftir og sagði að hárið á mér þarfnaðist djúpnæringu það væri svo slitið og þurrt og það væri líka gott að klippa spíssana aðeins! Ég sagði bara já já allt í fína, það má líka alveg klippa meir ef þú hefur tíma, jú hún hafði tíma í það.
Þannig varð nú það að ég fór alsherjar yfirhalningu á mettíma, hárið þvegið með sérstöku höfuðnuddi, djúpnæringin sett í með enn meira nuddi alveg niður á herðar og síðan þvegið og skolað aftur. Þá kom gulrótarrauðhærða og tók til við skærin, þurrkuna og sléttujárnið, útkoman var fín og hún lofaði að hárið mundi haldast svona í fjóra daga og bætti við að þau hefðu notað þessi efni og kom með tvær flöskur til mín af shampói og næringu og sagði það henta mínu hári. Ég var í skýjunum með hárið og sagði bara já takk ég var hvort sem er nýbúin að taka út úr bankanum 1000 kr. danskar og bara búin að eyða 60 kr af því í salatið og það væri nú í góðu lagi að vera svolítið grand, það væri nú ekki svo oft sem ég færi á hárgreiðslustofu!
Reikningurinn varð 1136 kr. og auðvitað varð ég þá að nota Visa kortið og lét á engu bera. Ég hef ekki þorað að taka upp strimilinn fyrr en í dag aftur, en þessi gjörningur var framin í fyrradag.
Klip og Fon 498,00 kr
Kurbehandling SP med massage 198,00 kr
CLEAR MOISTURE Shampoo 300ml. 210.00 kr
CLEAR MOISTURE Conditioner 250 230.00 kr
ialt 1.136,00 kr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.10.2007 | 20:16
Grunnskólakennarar eru orðnir lægstir í launum af öllum uppeldisstéttum.
Það er af sem áður var þegar Grunnskólakennarar fylgdu þingmönnum í launum og þá var líka oftast ein fyrirvinna á heimilum, en samt ÞINGMANNAKAUP.
Í dag eru laun kennara orðin að meðaltali 40 þúsund krónum lægri á mánuði en kaup leikskólakennara og ekki þykja þeir vel launaðir allavega hjá Reykjavíkurborg. En Leikskólakennarar eru vel að þessu komnir og mættu vera hærri þess vegna. Þroskaþjálfar eru hærri í launum en Leikskólakennarar og er það líka vel. Það sem er skrýtnast í þessu öllu er hvað kennarar hafa dregist aftur úr og miðað við samningagerðir í launamálum þá hef ég aldrei vitað til þess að hægt væri að semja um 40 þúsund á einu bretti, þannig að staðan er slæm.
Mér finnst að allar þessar uppeldisstéttir eigi að hafa sömu laun. Ég segi að grunnskólakennari eigi að hafa 490 þúsund í laun á mánuði.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
18.10.2007 | 15:45
Norsarar kenna Íslendingum um sníkjudýrið Giardia!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.10.2007 | 16:54
Nú
er ég smá svona tóm yfir öllum borgarmálunum og bíð eftir góðum fréttum í kvöld. En á meðan ég bíð ætla ég að setja mynd af Magneu minni inn á bloggsíðuna sem ég er að fara til á laugardaginn. Varð bara eftir að hafa skoðað einn flottan hnoðra á einni bloggvinasíðunni.
Svona er hún Magnea mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.10.2007 | 14:21
Hverjir voru á undan?
Það er greinilegt að það er lagt mikið upp úr að hafa lögfróða menn í stjórnarnefndinni enda ekki vanþörf á. Það er alltaf dálítið óþægilegt þetta Jón Sigurðssonar nafn af því að þeir eru tveir sem hafa verið í Seðlabankanum og finnst mér þetta athyglisvert ef þetta er Fyrrverandi formaður Framsóknar?
En hverjir sátu í þessari stjórn á undan og hvernig var skiptingin á milli flokka þar? Maður er náttúrlega d´æalítið utan gátta í þessu öllu . En ég er alveg klár á því að Þorsteinn bloggvinur minn veit þetta allt.
Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2007 | 20:37
Villi + minnisleysi = gagnleysi
Þetta er það allra klikkaðasta sem þessi orkuveitu farsi er að taka á sig. Ég er ekki en farin að skilja það að borgarstjóri sé einn að krapla í skjölum með einhverjum tveimur mönnun !
Hvar er aðstoðarfólkið og ráðgjafar borgarstjóra í þessum píramída?
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen