Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Góður rómur gerður af tónleikum Palla!

Var að koma úr bænum. Fór í dag til að kaupa eitt stykki eldhúsinnréttingu í Ikea, það er allt í vinnslu. Á leiðinni út hitti ég Jónu bloggvinkonu brúna, vel út hvílda frá Bretlandseyjum í þeim erindagjörðum að kaupa kerti í íslenska kuldanum, ekki skrýtið það, að bæta sér upp hitatapið frá gamla heimsveldinu.

Ég fór í bíó kl sex að horfa á myndina "Kjötborg" eftir Þorfinn Guðnason, klukkutíma löng heimildarmynd um gömlu Pétursbúðin á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu. Mikið kom myndin mér þægilega á óvart, ótrúlega skemmtileg og góð. Mæli með að allir sjái myndina í Háskólabíó.

Mannurinn fór á tónleika með Palla, mágur minn fór líka, bræður mínir, (tvíbbarnir) bróðir mágs míns,  sonur hans, og vinur. Algjör karlafans! 

Allir voru þeir hrifnir af Palla og hljómsveitinni sem spilaði undir  hjá honum. Palli var klappaður tvisvar upp og fullt var í höllinni en dálítið loftlaust um tíma.


mbl.is Paul Simon hélt tónleika í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu áhrifin strax vera komin í ljós?

Er þetta vegna þess að N1 hefur verið sniðgengið eða vegna umræðunnar? Vonandi er það bara bæði, en nú mega menn passa sig að láta ekki plata sig.

Hvað mörgum ná þeir aftur yfir til sín?

Á ekki bara að skipta núna og vera með N1 núna og sniðganga annan eða er það of snemmt?

Kannski er þetta líka eitt plottið til að rugla neytendur, það er vist mjög auðvelt að rugla neytendur á Íslandi


mbl.is 10 króna afsláttur af bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjusöm í Tyrklandi

heiða og magneaÞegar ljóst er að Danir eru enn einn ganginn  hamingjusamasta þjóð í heimi, hugsa ég líka til þess hvað Íslendingar almennt er hamingjusamir með Dani og að vera í Danmörku,

Ég á dóttur sem varð 39 ára í gær eða í dag eftir því hvernig maður lítur á tímann, hún heitir Heiða og er núna síðust af þremur börnum mínum sem fædd eru í júní. Hún er í Tyrklandi , Marbaris held ég að það heiti og er mjög hamingjusöm með ferðina þrátt fyrir 45 stiga hita. Hún fór þangað með vinkonu sinni sem hún hefur ferðast mikið með, Eydísi. Heiða bjó með okkur í Danmörku á námsárunum og henni finnst hún alltaf vera komin heim þegar hún fer þangað.

Til hamingju með afmælið elsku Heiða mín.

Hér er Heiða með bróðurdóttur sína Magneu.


mbl.is Vaxandi hamingja í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband