Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
6.7.2008 | 22:11
Kem aftur síðar.
Tek smá bloggfrí, vegna einkamála.
Góðar stundir kæru bloggvinir.
ps. Var í útvarpinu í dag, tók þátt í umræðum um "Lostafulla listræningjann" á rás 1. Þið getið hlustað á það hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.7.2008 | 10:52
Glæpurinn er misnotkun á barni og mansal.
Foreldrarnir selja barnið sitt, af öllum líkindum vegna fátæktar eða bara hefðar. Ég vona að heimurinn eigi eftir að bera gæfu til að vera búin að uppfræða mannskepnuna fyrir aldalok 3000 um hvað má og hvað má ekki í kynlífi.
En þetta er ekki að gerast í arabalöndum eða í Asíu, nei ó nei þetta er í okkar heimsálfu Evrópu, Ítalíu þar sem þetta er ólöglegt og þætti mér óeðlilegt ef þetta er leyfilegt í Kosovo þaðan sem barnið kom.
Bara það að þetta er gerast í næsta nágrenni við okkur, segir okkur hvað við eigum margt fyrir höndum í fræðslunni.
Annars staðar á mbl.is er fjallað um um kynfræðslu fyrir börn í leikskólum á Bretlandi, það er eitthvað sem ætti að leggja miklar rannsóknir í hvernig hægt er að fá börn til að koma í veg fyrir misnotkun á eigin líkama og jafnframt að hugsa jákvætt og fallaega um sinn kropp sem þeim ber að verja.
Barnaði 11 ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.7.2008 | 16:13
Veðrið leikur við okkur Skagamenn
Nú eru írskir dagar á Akranesi. Í dag verður skrúðganga um götuna mína og svo grillað saman. Allir fara út á götu með grillin ásamt borði og stólum og grilla í hnapp.
Við erum virkilega heppin núna því það er molla úti og ætti því ekki að vera kalt í kvöldverðinum hjá okkur.
Ýmislegt er í boði eins og markaður, keltneskir dansar írskir dansar, ljósmyndasýning, tívolí, hljómsveitir og sönghópar, (Í svörtum fötum og Nýdönsk í kvöld)(Raggi Bjarna og Sálin hans Jóns míns á morgun ásamt Jet Black Joe), Jet Ski á Langasandi, Rauðhærðasti Íslendingurinn, Sandkastalakeppni, Dorgveiðikeppni, og margt margt fleira.
En eitt ætla ég að segja ykkur telpur mínar, það er keppni í "hittnasta amman" í körfu - í fyrra voru 60 ömmur ég veit ekki hvað margar eru búnar að skrá sig en allir mega koma sem eru ömmur kl. 14 á morgun á íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka.
Velkomnar ömmur!
Aukinn viðbúnaður vegna írskra daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.7.2008 | 01:21
Íslandsdeild Amnesty International
Mér er stórlega létt. Ég var nefnilega búin að ímynda mér að íslenska deildin gæti ekki skipt sér af máli sem gerist innanlands.
Þetta gefur málinu meira vægi og vonandi verður hægt að greiða úr þessu sem fyrst.
Ég ætla að reyna mæta fyrir framan Dómsmálaráðuneytið á morgun.
Er það ekki undarlega einkennilegt að útlendingastofnun vísi manni úr landi án samráðs við ráðherra dómsmála?
Því miður er ég tortryggin á að það geti gerst - en hvað veit maður!
Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það að nemendur á Akranesi sem sækja Háskólanna og aðra framhaldskóla á háskólastigi fái endurgjaldslaust í strætó hefur gert það að verkum að nemendur búa mun lengur á Akranesi ef ekki alveg.
Ég á einn son sem naut þess í vetur að fara með vagninum alla leið upp í Háskóla og aftur til baka. hann ætlar að vísu ekki að nýta sér það í vetur því hann ætlar að leggja stund á nám í Danmörku .
En gott til þess að hugsa að væntanlega eru margir að nýta sér þetta í vetur frá Skaganum.
Námsmenn fá áfram frítt í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.7.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2008 | 10:55
Mótmæli vegna brottreksturs Keníamannsins Paul Ramses.
Ég dáist að kjarki þessara manna þar sem þeir leggja líf og limi í hættu vegna mótmælanna.
Þetta er ólöglegt - en hvað gerist ekki þegar svona augljóst óréttlæti er á ferðinni?
Hér er færsla sem fólk ætti að lesa og hér.
Ég biðst afsökunar á því að báðar vísanir hér áð ofan var óvart á sömu bloggfærsluna en átti að vera á annars vegar Jenný og hins vegar Birgittu og leiðrétti ég það hér með.
Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.7.2008 | 10:44
Elliglöp
Þetta er ekkert undarlegt. Karlmenn hafa einfaldlega og eru á eftir í þroska. Eitthvað verður nú sagt núna!
En án gríns þá eru þetta merkilegar niðurstöður fyrir það hvað það er mikill munur á kynjunum eða 17% konum í óhag.
Konur fá oftar hjartaáföll og hjartasjúkdóma en karlar á elliárunum og elliglöpin koma þá í ljós.
Þetta og meira til hjálpar til við að skilja betur foreldrana og sjálfan sig því tíminn líður hratt.
Ég er ekki hissa á svona aðgerðum eins og greint er frá héreftir að hafa verið inni á sjúkrastofnunum í s.l. sex mánuði á öldrunardeildum vegna föður míns.
Elliglöp algengari hjá konum en körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.7.2008 | 21:50
Furðulegasti stjórnmálamaður sem ég hef upplifað í einnhverri nánd.
Á Danmerkurárum mínum var Glistrup mjög áberandi. Hann var ekki bara áberandi fyrir skoðanir sýnar heldur útlit líka. Hann minnti mann alltaf á vonda vonda kallinn í bíómyndunum.
Fyrir nú utan það að honum var stanslaust klínt við allskonar peningasvindl að þá var hann mikill útlendingahatari og allt löðraði í kynþáttahyggju í kringum hann.
Hann skóf heldur ekki utan að hlutunum þegar hann tók til máls, bæði var hann orðljótur oft á tíðum og svo var framburðurinn allsérstakur eða svona eins og, "engum kemur þetta við nema mér"!
En allir áttu vel að merkja að hlýða því sem sagt var.
Mogens Glistrup er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2008 | 15:56
Tjaldsvæði og mannréttindabrot.
Frómt frá sagt að þá hélt ég já takið eftir "hélt ég" að það mannréttindabrot með aðgang á tjaldsvæði væri bara að finna á Akureyri og hér á Akranesi hvað samþykktir varða frá sveitar- og bæjarfélögum. Það er og var miðað við 23 ár.
En nú er annað komið upp á teninginn, samkvæmt þessari frásögn Kristínar Laufeyjar Steinadóttur þá eru verðir tjaldstæða farnir að banna barnlausu fólki innan við þrítugt að tjalda og ef þau ætla að búa til börn á tjaldsvæðinu!
Það voru hvorki meira en þrjú tjaldsvæði í Árnessýslunni sem að meinuðu aðgang að tjaldsvæðum sínum fólki innan við þrítugt.
Ætli þetta sé tilskipun frá Sýslumanni á Selfossi?
Ég skora á alla að lesa þessa grein sem er með þeim kyndugri sem ég hef lesið plús það að hér er um hreint mannréttindabrot að ræða.
Nú spyrnum við fótum og látum þetta ekki yfir okkur og okkar fólk ganga.
Arrrrggg
Ferðavenjur breytast lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.7.2008 | 11:48
Konur í æðstu stöður, en konur hverra?
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur slegið í gegn um þessar mundir. Hún er skelegg og kemur vel fyrir. Ekki hef ég kynnt mér náið það sem hún vinnur innan borgarstjórnar, en það sem almenningur hefur til hliðsjónar af fólki í pólitík er aðallega það sem það fær að sjá í fjölmiðlum. Það sem ég hef séð til hennar hugnast mér ágætlega nema hún er ekki í sama flokki og ég.
Hvernig ég merki það?
Jú það er, ákveðni, framkoman, flugmælsk, lætur ekki kveða sig í kútinn og hefur útlitið með sér, og þá er ég hvorki að tala um ytri né innri fegurð því það þekki ég ekki.
Hún er flott og greinilega smekkkona á tau og heimili og svo má ekki gleyma því að hún er góð vinkona Ásdísar Höllu!
Þarna sjáið þið, þetta er það sem ég veit um hana.
En hvað er það við pólitíkina sem fer svo leynt fyrir almenningi og er haldið frá almenningi meðvitað?
Jú jú ég veit, þú getur skoðað allt um þetta á netinu og þú mátt mæta á fundi og líklega geturðu hlustað á þá á netinu!
Af hverju er ekki hægt að setja glassúr á pólitíkina og vekja þannig upp forvitni, ja, eigum við ekki bara að segja kúnnans eða neytandans?
Getur Dr. Gunni ekki verið líka á neytendavaktinni í pólitíkinni?
Konur ánægðari með Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen