Leita í fréttum mbl.is

10 mars 2007.

Myndir, 85 ára afmæli Sillu 187

 

Gyða systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið.

Hún er ein af þeim konum sem hefur átt þátt í að brjóta niður múra í hefðbundnu karlasamfélagi sem var um borð í stóru millilandaskipi Fjallfossi árið 1975 á Kvennafrídaginn.

Hún fór sem ung stúlka í vinnu sem skipsþerna og voru þær þrjár skipsþernurnar sem voru um borð á þessum tíma. Þær lögðu niður vinnu þennan afdrifaríka dag og lokuðu sig af í káetum sínum í mikilli óþökk skipsfélaga og háðsglósur dundu á þeim allan daginn fyrir ósvífnina. Svo hart var að þeim gengið að samstarfsstúlkur systur minnar voru margoft við það missa móðinn og vildu snúa aftur til vinnu sinnar. Systir mín stóð keik við sitt og hvatti þær. Systir mín komst út úr káetunni nær óséð og upp til loftskeytamanns og lét hann senda skeyti frá þeim á Lækjartorg með baráttukveðjum í tilefni dagsins. Loftskeytamaðurinn var víst ekki sáttur við sendinguna en lét undan systur minni enda er hún mikill karakter og ekki hægt að neita henni um neitt ef því er að skipta.

Skeytið vakti mikla athygli og fékk mikla hyllingu kvenna á Lækjartorgi. Um kvöldið var sendur sendiboði frá skipstjóranum um  að þær ættu að koma upp til hans og tala við hann. Þær urðu auðvitað skelkaðar og voru svosem búnar að áætla það að þær myndu fá tiltal ásamt allri vatnsgusunni sem var búið hella yfir þær frá skipsfélögum allan daginn.

Þegar þær koma inn til skipsstjórans er hann bjartur yfirlitum og búin að taka fram glös, vín og konfekt og tilkynnir þeim að hann hafi fengið símtal frá konu sinni (sem var nú heldur meira mál en í dag) og hún hefði spurt hann hvaða kjarnakonur hann hefði eiginlega um borð hjá sér, því skeytið frá þeim hefð vakið einna mest athygli fyrir það í raun, hvar konur voru að vinna við misjafnar aðstæður þennan dag.

Hann skálaði við skipsþernur sínar og þakkaði þeim þessa baráttu. Eftir það varð minna eða ekkert um háðsglósur samstarfsfélaganna. Nú voru þær hetjur.

Konur standið saman og ekki láta karla hafa áhrif á það sem þið hafið ákveðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk Edda fyrir að deila þessari dásamlegu sögu með okkur

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.3.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það eru konur eins og systir þín - og já við - sem gerum þetta samfélag betra en ella. Það verða konur - takið eftir konur - sem ráða úrslitum Alþingiskosninganna í vor. Ætli þær hafi allar gert sér grein fyrir því?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.3.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æðislega saga og mér finnst eins og kvennafrídagurinn hafi verið í gær.  Ég man hann í smáatriðum.

Til hamingju með sis darling.  Hún er töffari eins og þú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband