Leita í fréttum mbl.is

Flott blað

Var í Reykjavík í nótt og vaknaði næstum við bréfalúguna og þar var þetta líka fína blað frá Samfylkingunni. Þeir eiga hrós skilið fyrir blaðið og ekki spillir útlitið fyrir.

Það væri ekki ónýtt að fá eitt svipað fyrir Norð-Vestur kjördæmið!

Þvílík dásemd að skoða það. Ábyrgðamaðurinn er líka toppmaður, það er hún Oddný Sturludóttir. Svo er í boði að fá konur heim til sín eða annað þar sem konur eru samankomnar eins og í saumklúbba eða annað.

Það er fjörlegt viðtal við svilana Ingibjörgu og Össur.  Margrét Kristmannsdóttir er kona sem stjórnar fyrirtækinu Pfaff og hún skipar 11. sæti í Rvk., það er viðtal við hana og marga aðra.

Ein setning sem er í blaðinu undir fyrirsögninni "Verkefni fyrir feminíska ríkisstjórn jafnaðarmanna" er svona: "Í ríkisstjórn Samfylkingarinnar verður sterk miðstöð þar sem jafnréttisþekkingu verður ekki bara safnað heldur líka miðlað markvisst og skylyrði sett um að hún verði notuð"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband