27.7.2007 | 11:56
Kaupmannahöfn
Fríið er búið að vera góður tími til að átta sig á þeirri stresslosun sem ábyrgðarleysið er. Fríið heima er aldrei frí, þú ert heima hjá þér og þarft að hafa augun á hinu og þessu.
Ég er búin að gera ótrúlega skemmtilega hluti. Fyrst fór ég á tónleika með Steely Dan (var boðið) þeir voru ótrúlega góðir og samhæfingin þar í lagi. Þeir voru dáldið jazzaðri en á plötunum - en það var bara betra fyrir mig. Þeir voru með örfá lög á prógramminu sem ég þekkti eins og; Peg, Bad Sneakers, Boodisattva, My Old School og Dirty Work en þeir tóku ekki Babylion Sisters.
Christania er alltaf jafnvinsæl, ég hef komið nokkrum sinnum þangað en mannurinn minn hafði aldrei komið svo ég fór að sýna honum. Honum fannst þatta það merkilegt að hann fór einn daginn eftir í nánari rannsóknarleiðangur.Eftir Christaniuleiðangurinn fórum við að borða á RizRaz, það er tveir staðir til í miðbænum og alltaf jafn gott að fá sér mat þar, ódýr og góður.
Louisiana safnið var skoðað á miðvikudaginn, þangað hafði ég aldrei komið en mannurinn minn hafði komið þangað áður. Þetta er svo gríðalega stórt svæði bæði úti og inni að við við komumst mismikið yfir allt. Þar eru margar sýningar í gangi og bar hæst sýningin frá Kína "MADE IN CHINA" sem samanstóð af málverkum, ljósmyndum, vídeóverkum, skúlptúrum, innsetningum og bíómyndum. Margt annað hreif mig eins og ung listakona frá USA Julie Mehretu sem hefur gert sérstakar myndir um sögu arkitektúrs eins og skipulag bæja, landlagsskipulag og ákveðna staði í hennar hugarheimi. Richard Avedon ljósmyndari (1923-2004) er sagður einn stærsti ljósmyndari Bandaríkjanna í dag. Hans myndir voru fyrst og fremst portret en hann hefur líka unnið sem tískuljósmyndari. Margar myndanna hans komu óþægilega við mann, sérstaklega ein sem er af þroskaheftum fullorðnum karl tvíburum sem ég hef séð áður líklega í blaði. Ég ætla þangað aftur.
Í gær fórum við á smá ráb í miðbænum. Eins og margir sem hafa verið nokkrum sinnum í Kaupmannahöfn þá fær maður nóg af strikinu og vill helst ekki vera þar. Lætin og hávaðinn er ótrúlegur miðað við það að um leið og þú ert komin smá til hliðar við það eru rólegheitin dásamleg. Við fundum sund af strikinu sem við höfðum ekki ratað í áður og vorum allt í einu komin í Pistolstræde settumst þar á verönd í kaffihúsi og fengum okkur kaffi og kökur. Þaðan löbbuðum við í áttina að Grönnegade og fundum búð sem er tileinkuð listakonunni Frida Karlo þar var allt í skærum litum og mikið í minjagripadúr um hana, mjög skemmtileg lítil hola. Í Grönnegade sáum við nokkrar "Kisubúðir" þær voru svo skemmtilegar en jafnframt dýrar, ein skóbúðin var með þvílikar gersemir að það hálfa væri nóg (fyrir Jenný) en verðið var eftir því, ballerínuskór á 25 þús. og stígvel á 70 - 110 þús., svo voru líka til fullt af veskjum og töskum. Mér sýndist þetta vera allt konungbornar konur þarna inni að versla. Ég er alltaf mjög seig við að ramba á svona staði og láta mig dreyma.
Meira seinna elskurnar - er á leiðinni út í Amagercentred að láta taka saum (nagla) úr skó eiginmannsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.7.2007 | 19:47
Komin heim og farin aftur
Helga Vala framkvæmdastjóri Edinborgarhúsisns Birgir á Bolafjalli
Kom heilu og höldnu frá Vestfjörðum og þræddi alla þéttbýlisstaði.
Svona gróft þá fór ég á Súganda - Suðureyri og aðeins út fyrir á Stað og Bæ skoða kirkju og kirkjugarð.
Flateyri var næst og það er pínu óþægilegt að koma þangað.
Hrafnseyri við Arnarfjörð var næsti viðkomustaður, safnið skoðað og kirkjan.
Fossinn Dynjandi er engu líkur og Dynjandisheiði fannst mér ævintýri, allt gróið upp í topp.
Dýrafjörður og Skrúður var tekið, Þingeyri kom á óvart, gróið og fallegt sama er að segja um Bíldudal og Tálknafjörð.
Kirkjan á Þingeyri
Fór á safnið hans Jóns Kr. Ólafssonar í Bíldudal "Melódíur minninganna" og ég segi bara ALLIR ÞANGAÐ.
Að lokum var það Patró og svo ekið á Brjánslæk og ferjan tekin yfir Breiðafjörð til Stykkishólms.
En nú er ég að hlaupa í burt - er að fara til Danmerkur með nánast engum fyrirvara. Legg af stað eftir klukkustund og tek næturflug til Köben.
Áfram verður bloggið glóppótt og komentin líka. Bless á meðan.
SKJÁUMST
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.7.2007 | 22:22
Edinborgarhús, Bolafjall, Skálavík og Ísafjörður.
Í Edinborgarhúsi er flottasta kaffihús á Íslandi í dag, við viljum helst bara vera hér, nú sit ég hér með tölvuna og blogga en það er ekki hægt á Hótel Eddu nema staðsetja sig í lobbíinu í sófa og ég nenni því ekki. Edinborgarkaffihúsið er rekið af Helgu Völu f.v. bloggvinkonu en hún er farin yfir á Eyjuna. Snúran á myndavélinni gleymdist heima og get ég því miður ekki sett myndir inn en kannski seinna.
Upp á Bolafjall fórum við í morgun, bara ótrúlegt hvað gert er í þágu hernaðar - en við njótum góðs af veginum og útsýnið er óþægilega ægifagurt. Stundum verð ég hrædd við náttúruna. Þaðan fórum við til Skálavíkur, sögusvið Heimsljóss.
Halldór Egill, það er hægt að fara þangað á venjulegum fólksbíl, þetta er bara eins og gömlu sveitavegirnir!
Bærinn Ísafjörður er ótrúlega sundurleitur í byggingastíl en ekki í skipulagi, samt svo stabilseraður og fallegur. Það er stanslaust hægt að finna hús frá 1780 til dagsins í dag
Á morgun förum við frá Ísafirði áleiðis til Tálknafjarðar og tökum einhverja fleiri firði í leiðinni.
SKJÁUMST
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2007 | 09:45
Ísafjörður here I come
Erum að leggja í hann til Vestfjarða. Aldrei komið til Vestfjarða svo ég á mikið eftir. Þetta er búið að standa til í allt sumar og loksins förum við núna ég og mannurinn. Við ætlum að skoða staðina og hafa það gott. Bloggið verður gloppótt að öllum líkindu. Skjáumst síðar.
Í dag er sorgardagur hér á Akranesi. Bifhjólamaðurinn er héðan sem fórst í gær rétt fyrir utan Akranes. Ég sendi öllum aðstandendum hans samúðarkveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.7.2007 | 12:29
Dýralíf
Hrund dóttir mín var að hringja frá Sverige og segja mér sögur af dýrunum. Það sem er svo yndislegt fyrir börnin er þetta fjölbreytta dýralíf.
Fyrir tveimur dögum gekk nágranni þeirra, ófrísk kona á sandölum fram á höggorm í garðinum sínum og hljóp inn og fór í stígvél og skipaði manninum að fara út í stígvél að koma kvikindinu burtu. Nú upphófst leit af höggormi í háu grasinu og Guðni maður Hrundar komin til hjálpar, höggormurinn var hansamaður og settur í háf og öll börnin í hverfinu kominn til sjá. Margir höfðu aldrei séð höggorm í návígi og Hrund var alveg hissa á því hað hann væri stór. Nú, svo hófst einhver rekistefna um það hvað ætti að gera við kvikindið, sumir vildu drepa hann en þá mætti einn nágranni til viðbótar og sagði að þeir væru friðaðir í Svíþjóð. Guðni og nágranninn settu því orminn í stóra fötu og spítur yfir og gengu með orminn út í skóg og slepptu.
Umræðuefni heimilisins þessa dagana er mikið um dýr og lifnaðarhætti þeirra og búsetu. Jón Geir tvíburi 3 ára spurði mömmu sína hvar ormurinn ætti heima?
Úti í skógi sagði mamma hans.
Afhverju var hann ekki heima hjá sér ?
Annað dýr hafði komist í sjálfheldu í garðinum þeirra nokkru fyrir þennan atburð, það var broddgöltur. Guðni fór í hanska til að ná honum og hleypa honum út úr garðinum, þar var líka annað dýr skoðað í návígi börnunum til mikillar gleði, allavega tvíburunum Eddu og Jóni Geir en Ylfa Eir er ekki eins hrifin enda er hún orðin meiri dama sex ára. Hún hljóp bara til og náði í heimilishundinn og hélt á honum í bæði skiptin til að verja hann þessum ófögnuði.
En á meðan broddgeltir eru til éta þeir höggorma svo það færi betur á því að bílar stoppi fyrir broddgöltum og hleypi þeim yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2007 | 11:04
Alþingismaður látinn
Einar var maður sem lét taka eftir sér. Hann var áberandi þegar hann kom fram í debat umræðum ljósvakamiðlum. Það gustaði af honum og hann gat verið fyndinn. Hann var oft með yfirlýstar andstæðar skoðanir við sinn flokk á alþingi og í fjölmiðlum Það verður eftirsjá af svona litríkum manni.
Samúðarkveðjur til allra sem syrgja hann.
![]() |
Einar Oddur Kristjánsson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 15:00
Allsstaðar steik
ekki ofninum heldur á útsvæðum og sérstaklega í görðum. Þetta er allt eins og í lygasögu á Íslandi. Fólk er að koma úr hálfsmánaðar ferðum frá norðurlöndum, rigning nær allan tíman tveir sólardagar í Svíþjóð undanfarna 15-17 daga í kringum Lund.
Ég vakna á hverjum degi með það í huga að það sé skýjað eða rigning en aldrei stenst sú hugsun.
Í dag kl. 15:30 er Sandra María mín að fljúga heim til sín, til Billund og svo til Vejle akandi þar sem hún á heima. Hún er búin að eiga 14 sólardaga á Íslandi bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2007 | 14:39
Kvenlegheit og búrkur
Gat ekki setið á mér eftir að hafa lesið færslurnar hjá Jenný og Betu bloggvinum mínum í dag og varð að setja þess mynd inn til heiðurs þeim báðum. Enda eru þær báðar snillingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.7.2007 | 11:48
Sálfræðingar
Var að koma frá sálfræðingnum, loksins er hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á sjúkrahúsinu.
Þetta var smá klúður eins og vera ber, ég lá í rúminu að lesa blöðin þegar sálfræðingurinn hringdi og spurðu hvort ég ætti ekki tíma hjá honum kl. hálf tíu? (klukkan var tuttugu mín. í 10) Ég sagðist hafa hringt fyrir nokkrum dögum til að vita hvenær ég ætti að koma, en mér hefði verið sagt að ég væri búin að missa af tímanum. Hann spurði hvort ég gæti samt ekki bara komið? Ha jújú sagði ég og dreif mig í buxur og peysu og hentist fram í eldhús og fékk mér bananabita og út í bíl og niður á sjúkrahús.
Allar konurnar í glerbúrinu sögðu hæ og brostu og sögðu hann bíður eftir þér Edda mín í stofu 5.
Þegar inn var komið heilsaði hann mér og kynnti sig, tók niður nafn og fleira og spurði mig hver hefði vísað mér á hann, svona hvort það var læknir eða annar skjólstæðingur eða vott evver?
Ég svaraði honum og sagði að maðurinn minn hefði bent mér á hann, hann væri líka sálfræðingur! Það kom svolítið á hann og svo sagði hann "nú, heldur hann að ég geti eitthvað gert fyrir þig"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.7.2007 | 01:27
Ég slapp ekki
Þetta verða átta atriði sem næstum engin veit um mig.
1. Ég týndist 3 ára og var færð á lögreglustöðina af einhverjum ókunnugum manni.
2. Ég var logandi hrædd við löregluna til 31 árs aldur.
3. Ég elskaði bíómyndina "Töfrateppið" sem sýnd var á þrjú sýningum í Stjörnubíó á sunnudögum.
4. Ég heilsaði oft ekki fólki úti á götu vegna félagsfælni eða ofsóknarbrjálæðis frá aldrinum 14 til 38.
5. Ég var bara 8 ára gömul þegar ég prófaði að reykja sígarettu í Hljómskálagarðinum.
6. Ég var líka bara 8 ára þegar ég fór í kelerí með einum úr götunni ári eldri.
7. Ég var 14 ára þegar ég reyndi að drekka vín til áhrifa en varð veik.
8. Ég er í dag heyrnaskert en er í afneitun.
Þið megið bæta við ef þið munið eftir einhverju sem ég hef gleymt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen